Fréttablaðið - 25.01.2010, Side 40
24 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR
EM í handbolta:
Danmörk-Ísland 22-27 (13-15)
Mörk Danmerkur (skot): Lars Christiansen 5
(8/1), Anders Eggert 4/3 (5/3), Mikkel Hansen
3 (11), Torsten Laen 2 (2), Hans Lindberg 2 (3),
Kasper Nielsen 2 (3), Thomas Mogensen 2 (7),
Lasse Svan Hansen 1 (1), Kasper Söndergaard
Sarup 1 (4).
Varin skot: Kasper Hvidt 6 (24/3, 25%), Niklas
Landin 2 (11/1, 18%).
Hraðaupphlaup: 10 (Christiansen 3, K. Nielsen
2, Mogensen 1, Laen 1, Eggert 1, Lindberg 1,
Hansen 1).
Fiskuð víti: 4 (Söndergaard Sarup 2, Mogensen
1, Lindberg 1).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6
(7), Aron Pálmarsson 5 (10), Alexander Petersson
4 (5), Róbert Gunnarsson 4 (5), Arnór Atlason 3
(5), Snorri Steinn Guðjónsson 3/3 (6/4), Sverre
Jakobsson 1 (1), Ólafur Stefánsson 1 (2).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19/1 (41/4,
46%).
Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón Valur 2, Róbert 2,
Arnór 1, Alexander 1, Sverre 1).
Fiskuð víti: 3 (Róbert 2, Guðjón Valur 1).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Rickard Canbro og Mikael Claesson,
Svíþjóð. Frábærir.
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson átti
erfitt með að halda aftur af til-
finningum sínum eftir sigur Aust-
urríkis á Serbíu í lokaumferð riðla-
keppninnar á EM í handbolta. Með
glæsilegum sigri, 37-31, tryggði
Austurríki sér sæti í milliriðla-
keppninni á kostnað Serbanna.
Flestir áttu von á því að Aust-
urríki, sem ekki hefur náð langt á
alþjóðlegum vettvangi undanfarin
ár, ætti lítinn möguleika í þessum
sterka B-riðli.
Dagur var ráðinn þjálfari liðs-
ins fyrir tveimur árum og stend-
ur nú uppi sem sigurvegari. „Ég er
gríðarlega stoltur af strákunum og
ánægður með þann árangur sem
við höfum náð. Þetta hefur verið
ótrúlega skemmtileg reynsla,“
sagði Dagur við Fréttablaðið eftir
leik.
„Ég vissi að þessir leikmenn
hefðu vissa hæfileika. Þeir voru
heldur ekki búnir að sýna sitt rétta
andlit sem landslið. Ég vissi því
ekki hvernig þeir myndu bregðast
við inni á vellinum sjálfum eftir að
mínum þætti var lokið.“
Dagur segir að austurrísku leik-
mennirnir hafi bætt sig með hverj-
um leiknum. „Menn hafa eflst við
hverja raun. Þetta er í raun ólýsan-
legt og mikið ævintýri.“
Það sem helst einkennir austur-
ríska liðið er að það gefst aldrei
upp. Það lenti 4-0 undir í leiknum
um helgina og komst ekki yfir fyrr
en nokkuð var liðið á seinni hálf-
leik en keyrði svo Serbana í kaf.
„Já, það er mikil barátta í liðinu.
Það er kominn íslenskur blær á
leikmennina og ég er mjög ánægð-
ur með það,“ sagði hann og hló.
Nú þarf liðið að setja sér ný
markmið en eitt hefur þó ekki
breyst, segir Dagur. „Ég sagði við
strákana áður en mótið hófst að við
ætluðum ekki að taka þátt bara til
þess eins að vera með. Það þarf
að hafa fyrir hlutunum og ná ein-
hverjum árangri. Það hefur ekkert
breyst. Við ætlum ekki að vera far-
þegar í eigin heimalandi.“ - esá
Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með austurríska landsliðið í handbolta:
Ég er gríðarlega stoltur af strákunum
DAGUR SIGURÐSSON Hefur náð frábær-
um árangri með austurríska liðið.
MYND/DIENER/LEENA MANHART
HANDBOLTI Frammistaða íslensku
varnarinnar og ekki síst Björg-
vins Páls Gústavssonar mark-
varðar gegn Danmörku um helg-
ina verður lengi í minnum höfð.
Einkum var frammistaða
Björgvins í síðari hálfleik glæsi-
leg. Hann varði þá alls fjórtán
skot af þeim 23 sem hann fékk
á sig sem þýðir að hlutfalls-
mark varsla hans var 61 prósent.
Þetta sést einnig á því að skot-
nýting Dana í seinni hálfleik
var ekki nema 37,5 prósent – hjá
Íslandi var hún 66,7 prósent.
Danir skoruðu aðeins níu mörk
í seinni hálfleik og þar af tvö
á síðustu tveimur mínútunum
þegar sigur íslenska liðsins var
þegar í höfn. - esá
Björgvin í seinni hálfleik:
61 prósent
markvarsla
BJÖRGVIN PÁLL Var valinn maður leiks-
ins. MYND/DIENER/LEENA MANHART
HANDBOLTI Lars Christiansen
reyndi að líta á björtu hliðaranar
eftir sigur Íslands á Danmörku
um helgina.„Ég vil þó frekar tapa
tveimur stigum núna en að fara
alla leið og tapa síðasta leiknum,“
sagði Christiansen við Frétta-
blaðið. „Við eigum enn mögu-
leika í mótinu og getum enn gert
það sem við viljum ef við vinnum
saman sem lið. Við verðum ein-
faldlega að vinna næstu fimm
leiki.“
Hann segir íslenska liðinu allir
vegir færir. „Liðið sýndi í Peking
hvað það getur og þeir geta farið
langt. Ef þeir spila áfram eins
og þeir gerðu gegn okkur er allt
mögulegt.“ - esá
Lars Christiansen:
Betra að
tapa núna
HANDBOLTI Austurríkismenn eru
í sæluvímu eftir árangur sinna
manna um helgina.
„Vetrarævintýri,“ sagði í fyrir-
sögn Kurier í umfjöllun blaðsins
um leikinn. „Besti leikur austur-
ríska landsliðsins frá upphafi,“
sagði dálkahöfundurinn Michael
Gangel í sama blaði.
„Austurríki í handboltahimna-
ríki,“ sagði í fyrirsögn Krone-
blaðsins. “ - esá
Viðbrögð fjölmiðla:
Vetrarævintýri
í Austurríki
EM Í AUSTURRÍKI
EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON
skrifar frá Linz
eirikur@frettabladid.is
HANDBOLTI Sigur Íslands á Dan-
mörku um helgina var sérlega
glæsilegur. Niðurstaðan var fimm
marka sigur, 27-22, gegn ríkjandi
Evrópumeisturunum og þar með
var bundinn fullkominn endir á
annars afar erfiða viku í Linz.
Íslendingarnir fara nú til Vínar-
borgar með þrjú stig í milliriðla-
keppnina. Aðeins Króatía er með
fleiri stig en það er eina liðið í allri
keppninni sem fer inn í milliriðla-
keppnina með fullt hús stiga.
Íslensku landsliðsmennirn-
ir voru, eins og gefur að skilja, í
sjöunda himni þegar Fréttablað-
ið ræddi við þá eftir leikinn og
ein hetjan, markvörðurinn Björg-
vin Páll Gústavsson, útskýrði af
hverju liðið brást svo vel við mót-
lætinu eftir leikina gegn Serbíu og
Austurríki.
„Það sem hin liðin skortir er að
þau eru ekki frá Íslandi,“ sagði
Björgvin sem var valinn maður
leiksins. Hann varði alls 46 pró-
sent þeirra skota sem hann fékk
á sig og sérstaklega var frammi-
staða hans í síðari hálfleik stór-
kostleg.
Hann naut góðs af feikisterk-
um varnarleik íslenska liðsins.
Sverre Jakobsson og Ingimund-
ur Ingimundarson áttu stórleik og
fengu góðan stuðning frá Alexand-
er Peterssyni, Arnóri Atlasyni og
fleirum.
„Það virðist henta okkur betur
að spila gegn sterkari þjóðum,“
sagði Ingimundur. „Þetta virðist
einnig spurning um að ná þess-
um aukakrafti og þá kemur sjálfs-
traustið með. Það varð auðveldara
að framkvæma hlutina en gegn til
dæmis Austurríki.“
Það var margt sem kom til í gær.
En fyrst og fremst vildu strákarn-
ir svara fyrir sig eftir fyrstu tvo
leikina og ekki síst lækka rostann
í Dönunum, sagði Ingimundur.
„Þeir eru margir hrokagikkir.
Þjálfarinn [Ulrik Wilbek] er þeirra
verstur þó svo hann sé sjálfsagt
ágætur kall. Það bara kom ekkert
annað til greina en að vinna þenn-
an leik.“
Sóknarleikurinn var einnig mjög
góður en sérstaklega var fyrri
hálfleikur hraður og skemmti-
legur. Það var líka mikið um
sviptingar. Fyrst kom 7-2 sprett-
ur hjá Íslandi, þá skoruðu Danir
átta mörk í röð en Ísland svaraði
með því að skora þrettán af næstu
sautján mörkum leiksins.
Þegar um 20 mínútur voru eftir
gáfu Danir allt sitt í verkefnið. Þeir
reyndu hvað þeir gátu til koma sér
aftur inn í leikinn en náðu mest að
minnka muninn í þrjú mörk, 23-
20, þegar tíu mínútur voru eftir.
Þá löbbuðu þeir dönsku á vegg og
Ísland skoraði næstu fjögur mörk
leiksins og tryggði sér sigurinn.
„Þessi vika var alveg hrikalega
erfið,“ sagði þjálfarinn Guðmund-
ur Guðmundsson eftir leik. „Það
var sérstök tilfinning að fara svona
illa að ráði okkar eins og við gerð-
um. Þessi sigur er því með þeim
stærri hjá mér.“
Allir íslensku strákarnir stóðu
sig gríðarlega vel í leiknum. Guð-
jón Valur var mjög öflugur í sókn-
inni, sem og Róbert, Alexander,
Arnór og fleiri. Aron Pálmarsson
átti lygilega innkomu og skoraði
fimm glæsileg mörk.
„Ég var fáránlega hungraður,“
sagði Aron sem hafði að mestu
hvílt í fyrstu tveimur leikjunum.
„Það kom því ekki til greina að
koma inn á og gera ekki neitt enda
stærsti leikur sem ég hef spilað.“
Niðurstaðan sem fyrr segir stór-
glæsilegur sigur á frændum okkar
og fær Björgvin Páll að eiga loka-
orðið: „Danirnir voru skíthrædd-
ir við okkur allan leikinn,“ sagði
hann. „Við lögðum rosalega vinnu í
okkar undirbúning og það er mikil
vinna að baki. Enda kom það svo
í ljós að við vorum með þá allan
tímann.“
Hin liðin eru ekki frá Íslandi
Íslenska handboltalandsliðið vann á laugardagskvöldið frækinn sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Dana
á EM í handbolta sem fram fer í Austurríki. Niðurstaðan var fimm marka sigur, 27-22, og tryggði Ísland sér
með honum sigur í riðlinum og tekur með sér þrjú stig í milliriðil keppninnar.
KJÚKLINGURINN GÓÐUR Hinn 19 ára
gamli Aron Pálmarsson átti frábæra
innkomu í leiknum.
MYND/DIENER/LEENA MANHART
GRÍÐARLEGUR FÖGNUÐUR Sverre Andreas Jakobsson átti mergjaðan leik í íslensku vörninni og fagnaði grimmt eftir leik. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson réð
sér ekki fyrir kæti og stökk í fang leikmanna í leikslok. MYND/DIENER/LEENA MANHART
VÖRN OG MARKVARSLA Björgvin í markinu og þeir Alexander, Ingimundur, Sverre og
Arnór voru allir magnaðir í að loka á Danina. MYND/DIENER/LEENA MANHART