Samtíðin - 01.04.1965, Síða 21

Samtíðin - 01.04.1965, Síða 21
SAMTÍÐIN 17 kreik, og Spánverjar hvísluðu sín á milli: >,Nú má búast við, að konungdómurinn líði hér undir lok.“ Alfons konungur tók við völdum árið 1902, en varð að afsala sér þeim 1931. ^íðan brauzt út borgarastyrjöld á Spáni. krancisco Franco bersböfðingi kollvarp- aði spænska konungdóminum eftir iveggja ára stríð og myndaði stjórn þá, er enn fer með völd á Spáni, en Alfons konungur flýði land. í banalegu sinni 1941 óskaði liann eftir því, að lík sitl vrði flutt til Spánar. Franco leyfði, að þvi 3'1‘ði veitt leg í Escorial-höllinni. Við andlát Alfons konungs bafði síð- asti konungur Spánar lokið jarðvist sinni, og lík bans hvílir nú í 24ðu bvelf- Jngu hins mikla grafbýsis. HÖFUNDUR ritvélanna, Christopher Latham Sholes, átti við fádæma tómlæti °g misskilning að etja, þegar bann var að berjast við að koma uppfyndingu sinni á framfæri. Grínskáldið Mark Livain kvaðst þó vilja skrifa bók sína, LBvintýri Tom Sawyers, á ritvél, og álilu nienn það sagt í fyndi! Ilins vegar álitu nienn, að kvæði eða ástarbréf, sem þá v°ru mjög í tízku, myndu aldrei verða skrifuð á ritvél. Hvað verzlunarbréf snerti sögðu menn, að ólíklegt væri, að nokkrum lieilvita manni dytli í bug að vélrita þ au. Það yrði miklu seinlegra en að skrifa þau með penna og bleki! Svona var framsýnin þá. En Sholes yar svo skvnsamur, að liann seldi Rem- lngton einkaréttinn að uppfyndingu sinni fyrir 12.000 dollara. Eftir það lifði hann fábreyttu og kyrrlátu lífi. Á bana- saenginni kvaðst hann vera glaður yfir bvi, að sér liefði með uppfyndingu sinni ynðnazt að stuðla að auknum kvenrétt- lndum. Ritvélarnar myndu létta skrif- sh)fustúlkunum störfin i mótlæti þeirra! Þrjár kvikmyndadísir segja um ástina: „Án ástar verðum við einmana, og það er alltaf einhver, sem þarfnast ástar okk- ar. Konur eru ekki skapaðar til að lifa einar.“ — Marlene Dietrich. „Mér geðjast vel að karlmönnum, en ég get bara ekki verið gift þeim. En get- ur kona, sem elskar starf sitt jafnmikið og ég, yfirleitt vænzt hamingju í hjóna- bandi?“ — fíette Davis (fjórgift). „Sterkasta ástin er ást til þess, sem þarfnast manns.“ — Gene Tierney. KVIKMYND Federicos Fellinis: „8Vii“ blaut viðurkenningu sem Jjezta mynd ársins 1963, þeirra er ekki voru með ensku tali. ENSKUR læknir, Orme að nafni, telur sig bafa sannprófað, að börn, er fædd séu að sumarlagi, séu yfirleitt greindari en börn, sem fædd séu að vetrarlagi. Seg- ir hann, að þetta geli munað 5% á greind- arvísitölu. — Dr. Orme álítur, að 75% af hæfileikum fólks séu erfðir, en 25% stafi af ýmsu, sem gerist, áður en barnið fæðist. Eitt af því virðist vera árstíðin. Eftir þvi ætti að vera ákjósanlegt að vera sumarbarn. ILLGRESI þekkist frá öðrum jurtum m. a. á því, að það sprettur fyrr en þær. VIRÐULEGT dansbús i merkri borg auglýsti: Siðsamlegur dans bjá okkur öll kvöld nema miðvikudagskvöld. FRAMKÖLLUN — KÓPÍERIN G Æmatörveralunin Laugavegi 55, Reykjavík. Sími 22718.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.