Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 4
4 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Í grein um nýja sushi-bar á Stjörnu- torgi var rangt farið með opnunardag veitingastaðarins. Hann verður opn- aður í lok þessarar viku en ekki næstu líkt og greint var frá. Veffang staðarins er jafnframt www.suzushi.is. LEIÐRÉTTING STJÓRNMÁL Hvorki Sjálfstæðis- flokkurinn né Frjálslyndi flokkur- inn skiluðu ársreikningum, fyrir árið 2008, til ríkisendurskoðunar innan tilskilins frests. Í yfirlýs- ingu Frjálslynda flokksins segir að ástæðan sé óvissa með stöðu Ólafs F. Magnússonar í Reykja- vík og framlög til hans. Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segir að ekki hafi unnist tími til að ljúka ársreikningun- um. Þeirra sé að vænta á næstu dögum. Samfylkingin fékk hæst fram- lög frá lögaðilum á árinu 2008, að minnsta kosti af þeim flokk- um sem skiluðu inn ársreikningi. Það ár fékk flokkurinn rúmar 10 milljónir í stuðning frá 44 lögaðil- um. Á sama tíma fékk Framsókn- arflokkurinn rúmlega 540 þúsund krónur í þrennu lagi. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð fékk engin framlög frá lögaðilum árið 2008. Rétt er að geta þess að það ár voru ekki kosningar, en þær hafa löngum verið flokkum tilefni til fjársöfnunar. Vinstriheyfingin - grænt fram- boð fær hins vegar hæsta styrki frá einstaklingum, af flokkunum þremur, 18,7 milljónir árið 2008. Það ár fékk Samfylkingin 17 millj- ónir frá einstaklingum og Fram- sóknarflokkurinn tæpar 11. Inni í þessum framlögum eru félags- gjöld. kolbeinn@frettabladid.is Stjórnmálaflokkarnir eru á framfæri hins opinbera Um 80 prósent af tekjum stjórnmálaflokka koma frá ríki og sveitarfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn hafa ekki skilað ársreikningi fyrir 2008. Samfylkingin safnar mest frá lögaðilum á því ári. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 4° 1° 1° 4° 2° 1° 0° 0° 21° 6° 14° 5° 20° -4° 9° 14° -1° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Fremur stíf A-átt S- og SV-til, annars hægari. 3 -2 -2 -3 -4 -6 0 -3 0 -8 -2 15 7 5 6 5 6 3 4 3 8 9 -3 -2 -3 -6 -4 2 0 0 -2 -1 VÍÐA BJARTVIÐRI Það er lítið hægt að kvarta yfi r veðrinu þessa dagana og verður áfram yfi r- leitt hægur vindur og úrkomulítið í dag. Á morgun verður svipað veður, víða bjart með köfl um en lítils háttar él við einkum við norður- og austurströndina. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Norski loðnuflot- inn er nú kominn til loðnuveiða austur og suðaustur af Íslandi en fyrir helgi voru gefnar út reglu- gerðir um loðnuveiðar íslenskra og erlendra skipa á vetrarver- tíð 2010. Eftirlitsflugvél Land- helgisgæslunnar TF-Sif flaug yfir svæðið í gærkvöldi framhjá straumi norskra skipa á leið inn í lögsögu Íslands. Voru þá 22 norsk loðnuskip komin á svæðið, reynd- ust öll skipin vera á veiðileyfis- lista. Alls hafa 79 norsk skip leyfi til að veiða á þessari vertíð en 25 skip geta verið við veiðar á sama tíma. - shá Loðnuveiðar hafnar: Norsku skipin komin á miðin Félag einstæðra foreldra Félag einstæðra foreldra mun í fyrsta skiptið siðan 2005 úthluta náms- styrkjum til félagsmanna. Úthlutað verður fjórum styrkjum fyrir vorönn 2010. Hægt er að nálgast umsóknar- eyðublöð á skrifstofu félagsins að Vesturgötu 5 eða á slóðinni: www. fef.is. STYRKVEITINGAR GENGIÐ 02.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,5214 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,10 127,70 202,34 203,32 177,14 178,14 23,790 23,930 21,715 21,843 17,534 17,636 1,3996 1,4078 196,90 198,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is HEILBRIGÐISMÁL „Rétt væri að hér væri einhver þröskuldur settur,“ segir Sveinn Guðmunds- son, formaður Hjartaheilla höfuðborg- arsvæðisins, sem telur ekki sanngjarnt að gera þeim sem lenda í veikind- um til skemmri tíma jafn hátt undir höfði og langveikum þegar kemur að greiðslum frá ríkinu. „Heilbrigðisyfirvöld hafa á undanförnum mánuð- um útilokað fjölda lyfja úr greiðsluþátttöku og þar með gert aðgengi þeirra erfitt eða ekkert. Um er að ræða hjartalyf, magalyf, beinþynningarlyf og astmalyf og búist er við að fleiri lyfjaflokkar bætist í þessa upp- talningu. Hafa þar flogaveiki- lyf og geðlyf verið nefnd,“ segir Sveinn. - gar Vill þröskulda í lyfjagreiðslur: Langveikir fái meira en aðrir SVEINN GUÐMUNDSSON D Y N A M O R E Y K JA V ÍK VOTLENDI EFTIR CHARLOTTE ROCHE 30 VIKUR Í LANGEFSTA SÆTI ÞÝSKA BÓKSÖLULISTANS ÁRIÐ 2008DY N A „Ég rækta avókadótré. Það er eina áhugamálið mitt, fyrir utan kynlíf.“ „Þet ta er bersö gul saga, oft s jokkerand i, en sömule iðis bókmennt alegt afrek .“ VANITY FA IR FRAMSÓKNARFLOKKUR Ríkisframlög 53.451.512 Framlög sveitarfélaga 4.989.161 Framlög lögaðila 540.894 Framlög einstaklinga* 10.612.608 Samtals 69.594.175 *Þar með talin félagsgjöld Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ýmislegt mega lesa úr ársreikningum flokkanna. Athygli veki hve Samfylkingin fær há framlög frá lög- aðilum árið 2008. Það gæti slegið tóninn fyrir það sem koma skal hjá flokkunum. Þar sem hámarks- framlög séu nú 300 þúsund muni fjármögnun dreifast meira og flokkarnir sækja það á hverju ári sem áður var bundið við kosningaár. Þá segir hann athyglisvert hvað Vinstri græn sæki mikið í gegnum fjárframlög einstaklinga. „Þetta segir sögu um eðli flokkanna. Vinstri græn eru áhugamannahreyfing sem rekur sig mikið til fyrir eigið fé og hefur úr töluvert minna að spila en Samfylkingin. Samfylkingin notar hins vegar báðar leiðir, framlög einstaklinga og lögaðila.“ Gunnar segir ljóst að stjórnmálaflokkarnir séu að verulegu leyti ríkisreknir; í kringum 80 prósent af tekjum flokkanna séu framlög ríkis og sveitarfélaga. „Það segir nokkuð um eðli stjórnmálastarfsemi nú á dögum, þeir eru ekki sjálfbærir án stuðnings opinberra aðila.“ SEGIR SÖGU UM EÐLI FLOKKANNA SAMFYLKINGIN Ríkisframlög 114.841.618 Framlög sveitarfélaga 15.277.267 Framlög lögaðila** 10.005.000 Framlög einstaklinga* 17.070.049 Samtals 157.193.934 *Þar með talin félagsgjöld ** Þeir sem greiddu hámark 300.000: AKSO hf., Alfesca, Alþýðuhús Reykjavíkur, Bakkavör Group hf., Brim hf., Eimskip hf., Fagtak hf., Fjarðarmót ehf., FL Group, Glitnir, Hagar hf., Ístak, Kaupþing hf., Klæðn- ing ehf., Landic Property, Landsbankinn, Mjólkursam- salan, Nýsir, Sigfúsarsjóður, Skipti hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Teymi, Úthafsskip, VBS Fjár- festingarbanki hf., Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen, VGK-Hönnun hf. VINSTRIHREYFINGIN - GRÆNT FRAMBOÐ Ríkisframlög 65.814.089 Framlög sveitarfélaga 0 Framlög lögaðila 0 Framlög einstaklinga* 18.741.099 Samtals 84.555.188 *Þar með talin félagsgjöld ÍSLANDSHREYFINGIN Ríkisframlög 12.140.510 Framlög sveitarfélaga 0 Framlög lögaðila 0 Framlög einstaklinga* 28.000 Samtals 12.168.510 *Þar með talin félagsgjöld GUNNAR HELGI KRISTINSSON ALÞINGI Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2008. Stjórnmálafræðingur segir ársreikningana sýna að flokkarnir séu ekki lengur sjálfbær- ir, um 80 prósent af fjármagni þeirra séu frá hinu opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins (FME), vísar ásök- unum Arnolds Schilder, fyrrver- andi yfirmanns innra eftirlits hollenska seðlabankans, um lygar starfsmanna íslenskra eftirlits- stofnana um stöðu íslensku bank- anna í aðdraganda efnahags- hrunsins til föðurhúsanna. Schilder fullyrti í vitnisburði sínum fyrir hollenskri þing- nefnd fyrir skemmstu að íslensk- ir starfsbræður hans hefðu farið með rangt mál varðandi stöðu bankanna og yfirmenn íslenska seðlabankans hefðu fullvissað hann og fleiri um að Lands- bankinn stæði styrkum fótum. Nokkrum vafa er undirorpið hvort Schild- er var að ásaka starfsmenn Seðlabankans eða FME um ósannindi en hollenski seðla- bankinn sér um eftirlit með fjármálastofnunum þar í landi. Jónas Fr. sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær vegna ummæla Schild- ers. Jónas segir að starfsmenn FME hafi gefið þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans sem þeir töldu réttar hverju sinni, byggðar á fyrirliggjandi gögnum. Jónas telur að embættismenn í Hollandi vilji beina athyglinni frá vanda heima fyrir með yfirlýsing- um og hörku gagnvart Íslending- um um Icesave, en í Hollandi féll fjöldi fjármálafyrirtækja eftir hrunið. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd Alþingis, vegna ummæla Schild- ers og að núverandi og fyrrver- andi forstjórar FME, þeir Jónas Fr. og Gunnar Þ. Andersen, verði kallaðir fyrir. - shá Fyrrverandi forsvarsmaður FME vísar ásökunum um lygar til föðurhúsanna: Vilja beina athyglinni frá sér JÓNAS FR. JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (03.02.2010)
https://timarit.is/issue/323573

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/5070059

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (03.02.2010)

Aðgerðir: