Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 3. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR8 U M R Æ Ð A Helstu hugmyndir Baracks Obama Bandaríkjaforseta um yfirhaln- ingu bankakerfisins eru sóttar í smiðju Pauls Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Volcker var tvímælalaust farsæl- asti seðlabankastjórinn á 20. öld og meðal þeirra fyrstu til að vara við ágöllum þess sem við kölluðum „hið nýja og góða fjármálakerfi“. En Volcker hefur einnig varað eindregið við hættunum af gjald- eyrissveiflum. Hver er tenging- in milli fortíðargljáðri þrá eftir einfaldara bankakerfi með minni áhættu og voninni um að kynna til sögunnar gjaldeyriskerfi sem virðist líka heyra sögunni til? Það hafði þegar verið rætt um að taka upp eftirlitskerfi í anda þess sem gilti á 4. áratugnum áður en Obama tilkynnti um hina svo- kölluðu „Volcker-reglu“ 21. jan- úar, en samkvæmt henni verða viðskipti með eigin bréf bönn- uð og bönkum meinað að „eiga, fjárfesta í, eða styrkja“ vogunar- sjóði. Tillagan er í raun uppfærð útgáfa af Glass-Steagall-lögun- um frá 1933, sem gengu út á að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. MEIRA TAUMHALD Mörg lönd reyndu að takmarka svigrúm banka á 4. áratugnum. Í Belgíu, þar sem fyrstu alhliða bankarnir voru settir á laggirn- ar snemma á 19. öld, var líka skilið á milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og ítölskum bönkum var bannað að eiga bréf í iðnfyrirtækjum. Rökin fyrir taumhaldi á banka- starfsemi á 4. áratugnum voru ekki þau að þeir væru „of stórir til að falla“, heldur byggðu frekar á lé- legri ráðgjöf sem þeir höfðu veitt viðskiptavinum sínum. Fjárfest- ingarbankar höfðu selt almenn- um viðskiptavinum hlutabréf og skuldabréf (sér í lagi fyrirtækja og ríkisstjórna), fært áhættuna yfir á viðskiptavinina og skapað sér miklar tekjur í formi þjónustu- gjalda og þóknunar. Eins og nú heimtuðu margir að bönkunum og bankamönnum yrði refsað. En þeir vildu líka að bankarnir byðu upp á fleiri úr- ræði til að fjármagna innlendar fjárfestingar og iðnað. Þær endur- bætur sem gerðar voru á bönkun- um komu almennt niður á banka- mönnum en þeim tókst ekki að glæða nýju lífi í lánastarfsemi. Í dag snýst umræðan frekar um hættuna sem bankar geta valdið skattgreiðendum en viðskiptavin- um sínum. Viðskipti með eigið fé voru ekki aðeins réttlætt vegna þess að þau bjuggu til mikinn gróða fyrir bankana (þau gerðu það), heldur líka vegna þess að þau áttu að skapa markað og kaup- mátt fyrir vörur og greinar sem minna var sýslað með. Bankarn- ir komu þannig á laggirnar eigin mörkuðum, sem gerði þeim og við- skiptavinum þeirra kleift að verð- leggja vörur sem annars hefði verið ógjörningur að verðmeta. Ofsagróðinn átti að vera umbun fyrir veitta almannaþjónustu. Risabankar af þessum toga eru nauðsynlegir því litlir bank- ar geta ekki einir skapað mark- að. Risabankar leika líka lykil- hlutverk á alþjóðlegum gjaldeyr- ismörkuðum og safna miklum gjaldeyrisforða. AUKIÐ EIGINFJÁRHLUTFALL Ef nútímabankar eru of stórir og of hættulegir vegna þess að þeir eru svo viðkvæmir, er augljósasta leiðin til að gera þá öruggari að setja reglur um hærra eiginfjár- hlutfall. Því miður er eina aug- ljósa leiðin fyrir banka að hækka eiginfjárhlutfallið sú að snar- minnka lánveitingar. Það er það síðasta sem viðskiptalífið þarf á að halda á samdráttarskeiði. Nýja lausnin við þessari klípu er að festa í lög hvaða umsvif eigi að fella alfarið úr bankarekstri. Markmiðið er að með því að endur- skipuleggja fjárhagslegar áhersl- ur verði hægt að hleypa nýju lífi í annars konar lánveitingar. Á 4. áratugnum héldust yfir- ráð yfir bönkum í hendur við yf- irráð yfir fjármagnshreyfingum og að endingu við gengisákvarð- anir. Fjármagnshreyfingar voru keyrðar áfram af nokkrum stór- um fjármálastofnunum og sveigj- anlegu gengi. Nokkrir hagfræð- ingar, sér í lagi Austurríkismaður- inn Gottfried Haberler, reyndu að setja fram valkosti við áframhald- andi fjármagnshreyfingar en pól- itískur vilji var ekki fyrir hendi. AÐ LEITA LAUSNAR Í FORTÍÐINNI Árið 1944 var Bretton Woods- samkomulagið staðfest en það lagði grunn- inn að hagskipu- lagi heimsins eftir stríð. Við það tæki- færi kallaði Henry Morgenthau, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, eftir skilvirkara bankakerfi sem útvegaði meira fé á ódýrari skil- málum. „Það myndi … hrekja okurlánarana burt úr musteri al- þjóðlegra fjármálamarkaða.“ Eftir að gjaldeyrisskiptakerfi Bretton Woods-samningsins hrundi snemma á 8. áratugnum, var sú skoðun útbreidd að sveigj- anlegra gjaldeyriskerfi gæti komið á auknum stöðugleika. En þar sem það er aðeins stutt síðan við komumst að því að það þarf fjárhagsleg ferlíki til að skapa stöðugleika, einkenndist gjald- eyrismarkaðurinn lengi vel af sveiflum og óvissu. Markaðurinn þurfti á stórum bönkum að halda til að koma á jafnvægi. Þegar stór- ir bankar geta ekki sinnt þessu hlutverki og þurfa að draga sig í hlé, aukast líkurnar á markaðs- sveiflum. Vari núverandi samdráttarskeið lengur leiðir það líklega til auk- innar gjaldeyriskreppu, þar sem lánstraust ríkja helst í hendur við stöðu bankanna í viðkomandi landi. Árið 1992, þegar samdrátt- ur lék lönd á evrusvæðinu grátt, lét franski þingmaðurinn Michel Sapin þau orð falla á þingi að í frönsku byltingunni hefðu spá- kaupmenn farið undir fallöxina. Árið 1944 var lærdómurinn af 4. áratugnum dreginn á alþjóðleg- um grundvelli. Er hægt að gera eins og þá og skrá gengið upp á nýtt eina ferðina enn? Það myndi ganga gegn flestum kenningum nútímahagfræði, en þegar við erum farin að leita eftir lausnum í fortíðinni er það ekki óhugsandi. ©Project Syndicate. (Millifyr- irsagnir eru blaðsins.) Aftur til framtíðar í efnahagsmálum Mikil eftirvænting var eftir kaupum á hlutabréfum Fóður- blöndunnar í útboði með bréfin fyrir skráningu þeirra á markað hjá Verðbréfaþingi í mars 1997. Kaupþing sá um útboðið þar sem tíu prósent hlutafjár voru í boði. Svo mikil var spennan að á annað hundrað manns komu sér fyrir utan við höfuðstöðvar Kaupþings þegar hlutabréfasalan hófst, sumir með umboð fyrir allt að þrjátíu manns. Bréfin, sem fóru á genginu 2,6 krónur á hlut, seld- ust upp á einni klukkustund. Fóðurblandan hóf starfsemi árið 1960 og komst hún í eigu bræðranna Jóns, Gunnars og Sigurðar Garðars Jóhannssona, löngum kennda við Ásmund- arstaði, og fjölskyldur þeirra árið 1984. Nokkrum árum síðar keyptu þeir Gunnar og Sigurður Garðar hlut bróður síns. Fóður- blandan var hefðbundið rekstr- arfélag, sem framleiddi fóður fyrir svín, fugla, fiska, sauðfé, nautgripi og gæludýr. Þegar hér var komið sögu var Fóðurbland- an umsvifamesti framleiðandi kjarnfóðurs með um 45 prósenta markaðshlutdeild. Þá átti Fóður- blandan helming hlutafjár í Korn- hlöðunni, sem annaðist geymslu á korni fyrir Fóðurblönduna og Mjólkurfélagið. Kornhlað- an átti svo meirihluta hluta- fjár í hveitimyllufyrirtækinu Kornaxi. Árið 1996 ákváðu bræðurn- ir að breyta félaginu úr lokuðu hlutafélagi í almenningshluta- félag. Markmið með skráningu þess var meðal annars að opna fyrir aðgang að ódýrara fjár- magni, líkt og Gunnar, þá for- stjóri, tók til orða í samtali við Morgunblaðið í desember 1996. Jafnframt lýsti hann því yfir að þeir bræður myndu selja úr eignasafni sínu. Viðskipti með hlutabréf Fóð- urblöndunnar hófust á Verð- bréfaþingi 21. mars 1997 og stóð gengi þeirra á fyrstu mínútum í 3,8 krónum á hlut. Það jafngilti 46 prósenta hækkun frá útboði. Tíu prósentustig höfðu bæst við undir lok dags. Bræðurnir stóðu við sitt og seldu úr eignasafninu jafnt og þétt. Þeir áttu í apríllok aðeins eftir helming hlutabréfa í Fóður- blöndunni. Í júní 2000 seldu þeir svo eftirstandandi hlut sinn til GÍR Capital Investment í New York, félags Kaupþings, og GB- fóður, sem feðgarnir Bjarni Páls- son og Páll Ólafsson frá Braut- arholti á Kjalarnesi áttu. Öðrum hluthöfum var í kjölfarið gert yfirtökutilboð og eignuðust fé- lögin 96 prósent. Fóðurblandan var afskráð um haustið. Búnaðarbankinn keypti Fóð- urblönduna um mitt ár 2001. Við endursköðun á bókhaldi þess kom í ljós að GÍR Capital og GB- fóður höfðu látið Fóðurblönduna lána sér fyrir kaupunum auk þess sem þeir greiddu sér 182 milljónir króna í arð vegna ár- anna 1999 og 2000. Lánin og arð- greiðslurnar námu samtals 660 milljónum króna, sem leiddi til þess að eiginfjárstaða Fóður- blöndunnar varð neikvæð um áttatíu milljónir. Eigendurnir voru á endanum látnir endurgreiða arðinn. Það þótti afar óvenjulegt, ef ekki einsdæmi. Margir biðu spenntir eftir Fóðurblöndunni BEÐIÐ EFTIR VIÐSKIPTUM Á annað hundrað manns biðu þess að kaupa hlutabréf í Fóðurblöndunni þegar sala á þeim hófst í útboði Kaupþings snemma í mars 1997. Eins og sjá má var kalt í veðri og var fólk því kappklætt. MYND/SVEINN ÞORMÓÐSSON (LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR) Ú R F O R T Í Ð I N N I Harold James Prófessor í sagnfræði og alþjóðamálum við Princeton-háskóla. 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.