Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 6
6 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Fyrir stuttu fékk ég fund með stjórnendum Múrbúðarinnar til að sýna hvernig fyrirtækið gæti náð miklu meiri sölu með nútíma marketing. Best ég komi mér strax að efninu: - öðrum eins hallærisgangi í markaðs málum hef ég aldrei kynnst og hjá Múrbúðinni. Samt er ég búinn að vera í sjö ár í bransanum og þar áður rak ég grill sjoppu. Ég hreinlega GAF Múrbúðinni uppskritt að topp árangri í markaðs - setningu. Vera með tilboð, útsölur, vask-free, súperdíla, sölusprengjur og verðhrun. Þannig smalar maður liðinu inn í búðina. Ég benti þeim á að hakka verðið og lakka það svo aftur. Þá halda allir að þeir séu að græða feitt. Andlitið hreinlega datt af mér þegar Múrbúðin sagði nei takk við tilboði mínu um markaðsráðgjöf. Í staðinn ætlar Múrbúðin að halda sig við gamla og myglaða hallærisganginn. Einga afslætti, bara gott verð alltaf og fyrir alla. Þeir sögðust ekki vilja hakka verðið til að lakka það svo aftur. Ég spurði hvort þeir ættu ekki skrújárn þarna í búðinni til að herða eitthvað af lausu skrúfunum í hausnum á sér. Marketing gengur nefnilega ekki út á að vera alltaf með gott verð, heldur að láta fólk HALDA að það sé að fá gott verð. Það er geðveikt lame að hjakka bara alltaf á sömu tuggunni, afslátt eða gott verð, afslátt eða gott verð. Vegna þess að einhverjir sáu bílinn minn fyrir utan Múrbúð- ina og hafa þekkt hann á einka- númerinu, þá vil ég taka fram að ég ber einga ábyrð á þessari hallæris- legu markaðssetningu fyrir tækis- ins. Einga. Markús Láki Salómonsson sexy@musko.is Höfundur er forstjóri Musko Marketing Myglaðar auglýsingar Múrbúðarinnar A U G L Ý SI N G LÖGREGLUMÁL Fjórmenningarnir sem grunaðir eru um umfangsmik- ið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegn- um einkahlutafélagið Aserta bera því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskipt- in. Þeir hafi farið eins að og í störf- um sínum hjá Straumi fjárfesting- arbanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi unnið eftir forskrift Ingi- bjargar Guðbjartsdóttur, núver- andi forstöðumanns gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans. Fjórmenningarnir, Gísli Reynis- son, Karl Löve Jóhannsson, Mark- ús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra á föstudag, eftir hús- leit á heimilum þeirra og starfs- stöð. Félag þeirra, Aserta, hafði stundað viðskipti með gjaldeyri fyrir tugmilljarða við um hundrað viðskiptavini og millifært alls 13 milljarða króna til Íslands, fram hjá gjaldeyrishöftum. Talið er að heildarhagnaðurinn af því hafi numið á bilinu tveim- ur til fimm milljörðum, þar af hafi nokkur hundruð milljónir runnið til fjórmenninganna. Þrír mannanna störfuðu áður hjá Straumi fjárfestingarbanka, og sinntu þar gjaldeyrisviðskipt- um. Þar starfaði einnig lögfræð- ingurinn Ingibjörg Guðbjarts- dóttir, en hún var í maí í fyrra ráðin forstöðumaður gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans vegna sér- þekkingar sinnar á brotalömum gjaldeyrishaftanna. Mennirnir hafa við yfirheyrsl- ur haldið því fram að þeir hafi hjá Aserta beitt sömu aðferðum og hjá Straumi, en þar hafi þeir einmitt starfað eftir forskrift Ingibjarg- ar, sem hafi vitað nákvæmlega hvað rúmaðist innan ramma lag- anna og hvað ekki. Þá hafa þeir undir höndum lögfræðiálit sem þeir segja að sýni fram á lögmæti viðskiptanna. Hafi Aserta brotið gegn lögun- um hafi það verið af gáleysi, enda hafi mennirnir aldrei farið í felur með viðskipti sín og jafnvel verið í reglulegum samskiptum við Seðlabankann vegna þeirra. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið í gær ofmælt að hún hafi verið arkitektinn að gjaldeyris viðskiptalíkani Straums. „Ég var bara lögfræð- ingur þar,“ segir hún. Þá hafi gjaldeyrisviðskipti Straums verið af allt öðrum toga en þau sem lögregla rannsakar nú. Fyrir það fyrsta hafi Straum- ur, sem fjármálafyrirtæki, haft leyfi frá Seðlabankanum til að miðla gjaldeyri. Það hafi Aserta ekki haft. Enn fremur hafi gjaldeyris- viðskipti Straums farið í gegnum útibú bankans erlendis, útibúin hafi talist erlendir aðilar og við- skiptin því verið lögleg þar sem höftin tóku aðeins til innlendra aðila. Heimildir Fréttablaðsins herma að deilurnar fyrir rétti, fari mál fjórmenninganna svo langt, muni einmitt stórum snúast um þetta atriði: Hvort Aserta, sem er í eigu Íslendinga en skráð í Bret- landi, telst innlendur eða erlend- ur aðili í skilningi gjaldeyrislag- anna. Fjórmenningarnir fluttu meðal annars lögheimili sitt til Bretlands, að því er virðist í því skyni að styðja við þá röksemda- færslu að þeir teljist erlendir aðil- ar. Þeir búa þó hérlendis og eiga hér fjölskyldur. Eftir sem áður bárust krónurn- ar til Íslands og þykir yfirvöldum ljóst að með því hafi brotið verið fullframið með þátttöku innlendra aðila. stigur@frettabladid.is Segjast hafa lært að braska hjá Straumi Grunaðir gjaldeyrisbraskarar segjast hafa talið viðskipti sín lögleg. Þeir hafi farið eins að í starfi sínu hjá Straumi og unnið þar eftir forskrift núverandi forstöðu- manns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Sá segir viðskiptin alls ekki sambærileg. RANNSAKENDURNIR Ingibjörg skýrði frá rannsókninni ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrota, og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á blaðamannafundi á föstudaginn var. Hún sagði hún að fjölda annarra meintra brota á gjaldeyrislögunum hefði verið vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins. Þaðan er málum síðan vísað til lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hávær orðrómur var uppi um það fyrir ári að Straumur, í gegnum erlend útibú sín, stundaði ólögmæt gjaldeyrisviðskipti á aflandsmörkuðum fyrir viðskiptavini hérlendis. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin til skoðunar að frum- kvæði Straums en málinu lauk án aðgerða. Má af því ráða að viðskiptin hafi verið álitin lögleg. Þau viðskipti voru hugsuð milli erlendra aðila, annars vegar útibúa erlend- is og hins vegar erlendra félaga. „Straumur átti aldrei í neinum tilfellum að vera að færa heim íslenskar krónur,“ segir Ingibjörg. Henni sé ekki kunnugt um að það hafi verið gert. FME LAUK SKOÐUN Á STRAUMI ÁN AÐGERÐA FJÖLMIÐLAR Formaður Blaðamanna- félags Íslands, Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir, segir siðareglur félagsins ekki taka til kaupa á upplýsingum. Eins og fram hefur komið sætir sautján ára piltur nú lögreglurann- sókn vegna gruns um að hann hafi tekið ófrjálsri hendi tölvugögn með trúnaðarupplýsingum frá Glitni og Milestone. Stöð 2 segir piltinn hafa boðið þessi gögn til kaups en að þeim viðskiptum hafi verið hafnað. DV hefur birt talsvert margar frétt- ir með upplýsingum um áðurnefnd fyrirtæki; stjórnendur þeirra og viðskiptavini. Reynir Traustason, ritstjóri DV, neitaði í Fréttablaðinu í gær að gefa upp hvaðan þær upp- lýsingar blaðsins eru fengnar. „Nú veit ég ekki frekar en aðrir hvort og þá hvernig DV teng- ist þessu máli,“ segir formað- ur Blaðamannafélagsins um hin meintu stolnu gögn. „Það er nátt- úrlega ljóst að það er ólöglegt að versla með þýfi en fái fjölmiðill í hendur upplýsingar sem gætu verið illa fengnar eða brotið á einkarétti fólks, þá hlýtur að vera horft til þess hvort almannahagsmunir rétt- læti birtingu.“ Þá segir Þóra Kristín flesta fjöl- miðla hafa það fyrir vinnureglu að kaupa ekki upplýsingar en siða- reglur BÍ taki ekki til þessa atrið- is. „Mér er ekki kunnugt um hvern- ig því er farið í vinnureglum DV,“ segir formaðurinn. - gar Formaður Blaðamannafélagsins segir fjölmiðla almennt ekki kaupa upplýsingar: Verður að horfa til almannahagsmuna ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR Fái fjöl- miðill illa fengnar upplýsingar hlýtur að vera horft til þess hvort almannahags- munir réttlæti birtingu, segir formaður Blaðamannafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nítján í vímu undir stýri Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvun- arakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þá voru sjö ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR Ýsa og þorskur hækkar Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægð- um þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um níu prósent. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var hækkað um tíu prósent og verð á karfa um fimm prósent. Verð þetta gildir frá og með 1. febrúar 2010. SJÁVARÚTVEGUR SAMGÖNGUR Húnvetningar eru andsnúnir flutningi þjóðvegs 1 frá Blönduósi, svokallaðri Húna- vallaleið. Tillaga þess efnis að því yrði beint til sveitarstjórnar að hún hafnaði því að setja leið- ina inn á aðalskipulag hreppsins fyrir 2010 til 2022 var samþykkt á íbúafundi í hreppnum í fyrra- kvöld. Tillagan var samþykkt með ellefu atkvæðum gegn þremur. Tekið skal fram að um fimmtíu manns sóttu fundinn og því var lágt hlutfall sem tók afstöðu. - sh Húnvetningar ósáttir: Andstaða við Húnavallaleið SVEITARSTJÓRNARMÁL Stjórnir Líf- eyrissjóðs starfsmanna sveitar- félaga, LSS, og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, LSK, hafa staðfest samning sem undirritaður var hinn 18. janúar um að LSS annist allan daglegan rekstur LSK frá 1. mars 2010. Samningur þessi er sambæri- legur samningum sem LSS hefur gert um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsa- víkur , Lífeyrissjóðs Neskaup- staðar og Lífeyrissjóðs Akraness en allir þessir lífeyrissjóðir hafa verið lokaðir fyrir nýjum sjóð- félögum frá miðju ári 1998. - shá Hagræðing sjóðakerfisins: Lífeyrissjóðir í samstarf KJÖRKASSINN Eiga tannlækningar barna að vera gjaldfrjálsar? Já 86,5% Nei 13,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að seinka klukkunni á haust- in á ný miðað við gang sólar? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.