Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 3. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Ríkisskuldabréfasjóðir gáfu einna
hæsta ávöxtun meðal innlendra
verðbréfasjóða á síðasta ári og var
hún á bilinu 14,4 til 17 prósent.
Af þeim sjóðum sem fjárfesta
eingöngu í ríkistryggðum skulda-
bréfum skilaði Skuldabréfasjóð-
urinn hjá BYR hæstri ávöxtun,
eða 17,01 prósent, í langtíma rík-
isskuldabréfum, að því er fram
kemur á upplýsingaveitunni
sjodir.is.
Sá sjóður er mun minni en
sjóðir stóru bankanna þriggja.
Af þeim skilaði Sjóður 7 hjá Ís-
landsbanka hæstu ávöxtuninni
eða 16,35 prósent. Af þeim sjóð-
um sem fjárfesta í ríkistryggðum
skuldabréfum til meðallangs tíma
náði Sjóður 5 bestri ávöxtun, eða
16 prósent. Ríkisverðbréfasjóð-
ur millilangur hjá Arion-banka
skilaði 14,54 prósenta ávöxtun og
Sparibréf meðallöng hjá Lands-
bankanum 14,49 prósent.
Lágmarkskaup á verðtryggðum
ríkisskuldabréfum eru ein millj-
ón króna. Margir einstaklingar
sem vilja fjárfesta í ríkistryggð-
um skuldabréfum eru því meðal
viðskiptavina þessara sjóða. - pg
Skuldabréfasjóðir
skiluðu mestu
sjóður ávöxtun 2009
BYR skuldabréfasjóður 17,01%
ÍSB: Sjóður 7 16,35%
ÍSB: Sjóður 5 15,98%
LAIS sparibréf 15,94%
Arion: Ríkisverðbr.sj.- langur 15,53%
Arion Ríkisverðbr.sj. -millilangur 14,54%
LAIS sparibréf meðallöng 14,49%
Heimild: BYR
Á V Ö X T U N R Í K I S B R É F A
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
„Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór,
en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn
Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta
hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýning-
una sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í
janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að
kynna „tækni framtíðarinnar“.
Með því markverðasta sem fyrir augu bar þótti
Birni Gunnari vera hversu langt er komin tækni þar
sem tæki notast við „þráðlaust rafmagn“. Tæknin
er skyld því sem fólk þekkir í spanhellum nýlegra
eldavéla, en í henni felst að lítil borð geta leitt raf-
magn yfir í raftæki sem hafa á að skipa búnaði til
að taka við því. Þannig kunni hleðslutæki fyrir far-
síma að heyra sögunni til ef hægt
er að leggja frá sér farsíma á
borð, eða mælaborð bílsins, þar
sem hann dregur í sig hleðsl-
una. Rafmagnsflutningurinn er
líka nægur til þess að keyra raf-
tæki beint án þess að þau hlaði
einhverja rafhlöðu. „Þarna stóð
maður og blandaði drykki í stríð-
um straumi í „blender“ sem ekki
þurfti í neina snúru,“ segir Björn
Gunnar. „Það virðast lítil tak-
mörk í þessum orkuflutningi og er alveg rosalega
spennandi.“
Þá var mikið púður lagt í þrívíddarsjónvörp á sýn-
ingunni og nær allir framleiðendur að kynna nýja
tækni á því sviði. „Menn spá því að árið 2012 verði
nánast helmingur allra sjónvarpstækja þrívíddar-
tæki,“ segir Björn Gunnar.
Önnur ný tækni sem er að ryðja sér til rúms eru
svo rafbækurnar, en Björn Gunnar segir að Amaz-
on.com hafi selt fleiri slíkar fyrir síðustu jól en hefð-
bundnar bækur. Hér heima eigi menn í viðræðum
við tollinn um hvernig eigi að flokka gripinn. „Þeir
vilja tolla þetta með upptökutækjum sem kallar á 35
prósenta vörugjöld og verðleggur þetta beint út af
markaðnum,“ segir hann og telur eðlilegra að raf-
bækurnar fari í sama flokk og aðrar tölvur.
„Annars var maður líka mikið að skoða það sem
birgir okkar, Lenovo, var að kynna þarna,“ segir
Björn og kvað hafa verið skemmtilegt að fyrirtæk-
ið hafi fengið verðlaun á sýningunni fyrir að vera
með flottustu fartölvurnar.
Í nýrri umfjöllun breska dagblaðsins Daily
Telegraph kemur fram að í Bretlandi sé ráðgert
að sala á þrívíddarsjónvarpstækjum hefjist þegar
í apríl á þessu ári. Verð á tækjunum er áætlað að
verði tvö til þrjú þúsund pund, eða á milli 400 og
600 þúsund íslenskar krónur.
CES Í LAS VEGAS Annað væri ekki við hæfi en að Elvis léti
sjá sig á CES-raftækjasýningunni sem haldin er í Las Vegas í
Bandaríkjunum ár hvert. Hér sýnir eftirherma nýja tækni í vídeó-
tökuvélum sem stillir af myndina og dregur úr titringi.
NORDICPHOTOS/AFP
BJÖRN GUNNAR
BIRGISSON
Þráðlaust rafmagn
og þrívíddarsjónvarp
Einn helsti viðburður upplýsingatækninnar er árviss raf-
tækjasýning í Las Vegas. Þrívíddarsjónvarp var áberandi og
sagt ryðja sér hratt til rúms. Sömuleiðis þráðlaust rafmagn.
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
Miðað er við 250.000 króna innlegg. 3% viðskiptagjald er skuldfært mánaðarlega fyrirfram af heimild
yfirdráttarlána. *Markaðsreikningur er bundinn í tíu daga. **Vaxtareikningur er bundinn í sjö daga.
***Af Netreikningi er tekið 0,25% úttektargjald. ****MP 3 er bundinn í þrjá mánuði.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
4,80% *
15,35% 15%
Vaxtareikningur
5,80% **
14% 14%
Vaxtasproti
5,85%
14,25% 14%
Netreikningur
6,0% ***
16,40% 15,75%
MP 3 12,55 til
6,65% ****
14,05% 14,05%
Samdráttur í sölu vegna innköllunar á bílum vegna
galla í bensíngjöf nýrra Toyota-bíla kann að verða
meiri en vegna fyrri innkallana, að sögn fram-
kvæmdastjóra Toyota Motor Corp., Shinichi Sasaki.
Hann segir þetta vera vegna þess að gallinn sé al-
varlegri en áður hafi þekkst hjá fyrirtækinu.
Sasaki, sem hefur umsjón með gæðastjórnun hjá
bílaframleiðandanum, viðurkennir, að sögn frétta-
stofu AP, að fyrirtækið hafi verið seint til að bregð-
ast við vandanum sem fólst í gallaðri bensíngjöf
sumra bíla. Gallinn lýsir sér í því að bensíngjöfin
getur fest í fullri inngjöf.
Hann segir enn ekki vitað hver áhrif innköllunar-
innar verði, en nefnir að algengt sé að sala falli um
fimmtung fyrsta mánuðinn eftir innköllun, en jafni
sig svo smám saman.
Samkvæmt tölum sem Toyota birti í gær nær
innköllunin til 4,45 milljóna bíla um heim allan, 2,48
milljónir í Bandaríkjunum, 1,71 milljón í Evrópu, 80
þúsund bílar í Kína og 180 þúsund á öðrum svæðum.
- óká
Toyota reiknar með samdrætti
TOYOTA-BÍLAR Fjárfestar virtust fagna aukinni upplýsingagjöf
Toyota vegna galla og innköllunar bíla en í gær hækkuðu bréf
félagsins um 4,5 prósent í kauphöllinni í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Öll önnur starfsemi en
söfnun fjármuna hefur
verið stöðvuð hjá Wik-
iLeaks, vefnum sem
sérhæfir sig í að birta
leyndar upplýsingar
sem fólk kemur til hans
frá fyrirtækjum og op-
inberum stofnunum.
Á vefnum kemur
fram að reynt sé að
tryggja það fjármagn
sem þurfi til að halda
vefnum gangandi út
árið. Fram kemur að
rekstrarkostnaður
ársins, að meðtöldum
launagreiðslum, nemi 600 þúsund
dölum, eða rúmum 76 milljónum
króna. Hingað til hafi hins vegar
ekki safnast nema 130 þúsund
dalir, eða 16,5 milljónir króna.
WikiLeaks komst í
nokkuð almenna um-
ræðu hér heima þegar
þar birtust upplýsing-
ar úr lánabók Kaup-
þings og önnur gögn.
Julian Assange, stofn-
andi vefjarins, sótti
meðal annars land-
ið heim í byrjun nóv-
ember síðastliðinn til
að kynna starfsemi
hans. Í viðtali Frétta-
blaðsins við hann kom
fram að vefurinn reiði
sig að stórum hluta á
frjáls framlög, en á
forsíðu WikiLeaks segir að starf-
semin sé fjármögnuð af „fólki sem
berst fyrir mannréttindum, rann-
sóknarblaðamönnum, tæknifólki
og almenningi“. - óká
WikiLeaks enn lokað
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR
um hvaða lausnir henta þér best.
Við kappkostum að veita viðskiptavinum
okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu.
VISA og Mastercard færsluhirðing!
FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is
JULIAN ASSANGE