Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 46
30 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. hland, 6. slá, 8. mánuður, 9. tunna,
11. í röð, 12. smápeningar, 14. mjó-
róma, 16. kusk, 17. svelgur, 18. pota,
20. tveir eins, 21. högg.
LÓÐRÉTT
1. þrákelkni, 3. óhreinindi, 4. samtals,
5. persónufornafn, 7. heimakoma, 10.
ról, 13. kk nafn, 15. laun, 16. umrót,
19. tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. piss, 6. rá, 8. maí, 9. áma,
11. mn, 12. aurar, 14. skræk, 16. ló,
17. iða, 18. ota, 20. uu, 21. stuð.
LÓÐRÉTT: 1. þráa, 3. im, 4. samræðu,
5. sín, 7. ámusótt, 10. ark, 13. ari, 15.
kaup, 16. los, 19. au.
„Eigum við ekki að segja að jakkinn sé brons-
litaður,“ segir varnarjaxlinn Ingimundur Ingi-
mundarson.
Íslenska landsliðið í handbolta kom með brons-
verðlaun um hálsinn til landsins á mánudag eftir
góða ferð til Austurríkis. Athygli vakti að Ingi-
mundur klæddist bronslituðum jakka þegar hann
steig út úr flugvélinni í Keflavík. „Þeir gáfu mér
afmælisgjöf drengirnir – jakka og buxur,“ segir
Ingimundur spurður út í jakkann. Hann fagnaði
þrítugsafmælinu 29. janúar, daginn eftir að Ísland
vann frækinn sigur á Norðmönnum. „Jakkinn átti
að tákna gullið fyrir okkur. En svo kom á daginn að
hann er bronslitaður eftir allt saman.“
Ingimundur segir að markvörðurinn Hreiðar
Levý Guðmundsson hafi verið valinn til að þræða
tískuverslanirnar í Vín í leit að réttu gjöfinni. Er
hann tískulöggan í hópnum? „Hann vill meina það.
Ég veit það ekki,“ segir Ingimundur léttur. - afb
Gulljakkinn varð bronsjakki
FLOTTUR JAKKI Ingimundur í bronsjakkanum
við komuna til landsins á mánudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Það endaði einn á spítala síðast – ofkældist
næstum því. Það var reyndar ég. Ég fór
aðeins of langt út í,“ segir Karl West, for-
maður sjósundsselskapar Kaffibarsins.
Hópurinn hittist tvisvar í viku og á mánu-
dag endaði ferðin á því að formanninum
var ekið í sjúkrabíl á spítala. „Ég ofreyndi
mig – dreif ekki alveg til baka,“ segir Karl
eldhress, enda búinn að endurheimta 36,8
gráðu líkamshita þegar Fréttablaðið náði í
hann. Hann telur að líkamshitinn hafi farið
niður í 34 gráður þegar hann komst upp úr
ísköldum sjónum við illan leik. „Ég fór inn
og var settur í mörg teppi og svo var hringt
á sjúkrabíl. Það tók klukkutíma að ná í mig
hita aftur.“
Sjósundsselskapur Kaffibarsins er um
tveggja mánaða gamall hópur og saman-
stendur af velunnurum og starfsmönn-
um Kaffibarsins, sem er einn vinsælasti
skemmtistaður borgarinnar. Hópurinn
hittist á mánudögum og miðvikudögum og
fer í samfloti frá Kaffibarnum í Nauthól-
svík. „Þetta er opið félag fyrir þá sem óska.
Við erum ekkert strangir,“ segir Karl og
neitar því að nýir meðlimir þurfi að ganga í
gegnum einhvers konar vígsluathöfn.
Karl segist ekki óttast að fara aftur „í
hafið“ eins og hann orðar það í kvöld. „Þetta
er eins og þegar maður dettur af hestbaki,
það fyrsta sem maður gerir er að fara aftur
á bak,“ segir hann. „Núna þekki ég takmörk
mín. Ég get tekið sirka 90 sundtök og þá er
ég örmagna. Ég hlakka til og fer galvaskur
út í.“ - afb
Kaffibarssjósund endaði á spítala
FRÍÐUR HÓPUR Sjósundsselskapur Kaffibarsins hittist
tvisvar í viku og fer í hafið. Formaður félagsins lenti á
sjúkrahúsi síðast.
„Ég fæ mér núna múslí með
mjólk, ávöxt og svo glas af safa.
Annars hef ég verið í kornflex-
inu og hafragraut. Finnst líklegt
að ég detti í það aftur bráð-
lega.“
Sif Atladóttir knattspyrnukona.
Pókerklúbburinn
Kojack hélt sérstakt
góðgerðapókermót
á mánudag, eins og
Fréttablaðið greindi frá
um helgina. Félagarnir
Arnar Gunnlaugs-
son, Egill Gillz og
Auðunn Blön-
dal þóttu hlut-
skarpastir og
skiptu með sér
sigrinum þar sem þeir höfðu allir
valið sama málefni til að styrkja
áður en mótið hófst. Potturinn,
sem var 315 þúsund krónur, rann
því óskiptur til langveikra barna.
Það er rífandi gangur hjá tónlistar-
manninum KK. Hann hélt tvenna
uppselda tónleika á Rosenberg um
helgina þar sem hann spilaði fyrstu
tvær plöturnar sínar með uppruna-
legu spilurunum. Á
fésbókar-síðu sinni
tilkynnti tónlist-
armaðurinn
nýlega að
hann
væri
giftur
og fékk
fjölmargar
heillaóskir
í kjölfarið.
KK var þó ekki að gifta sig heldur
aðeins að uppfæra „statusinn“.
Hann er búinn að vera með sömu
konunni síðan hann var tvítugur og
þau giftu sig fyrir nokkrum árum.
Baráttan hefur heldur betur
harðnað í hinu íslenska Euro-
vision því á Netinu ganga nú
ásakanir á víxl um að tvö lög séu
stolin. Fyrst byrjaði umræðan um
lag Örlygs Smára með franska
nafnið og svo dúkkaði allt í einu
upp sú umræða að lag
Bubba og Óskars
Páls væri líka stolið.
Sennilega eru það
hins vegar engin ný
tíðindi að lög í
þessari ágætu
keppni séu
svolítið
keimlík.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Baltasar Kormákur hyggst gera
kvikmynd sem verður laus-
lega byggð á einleik Jóns Atla
Jónassonar, Djúpinu. Hann sótti
innblástur sinn til ótrúlegrar
þrekraunar Guðlaugs Friðþórs-
sonar sem synti í land eftir að
skip hans, Hellisey VE-503, fórst
við Vestmannaeyjar aðfaranótt 11.
mars árið 1984. Fjórir vinir Guð-
laugs fórust en hann komst einn
lífs af eftir að hafa synt rúma
fimm kílómetra og verið sex tíma
í ísköldu Atlantshafinu.
Baltasar viðurkennir að hann
hafi lengi dreymt um að gera
mynd sem byggðist á þessum
atburðum. Hann hafi hins vegar
ekki fundið neinn flöt á því fyrr
en hann sá æfingu á Djúpinu eftir
Jón Atla með Ingvari E. Sigurðs-
syni í hlutverki skipbrotsmanns-
ins í Borgarleikhúsinu. Hann
tekur hins vegar fram að kvik-
myndin verði sjálfstætt verk þótt
vissulega byggist það á einleikn-
um og atburðunum við Stórhöfða.
„Ég talaði við Jón Atla strax eftir
æfinguna og við fórum að vinna
handritið. Sú vinna hefur bara
gengið það vel að þetta er að verða
að veruleika,“ segir Baltasar en
myndin fékk vilyrði fyrir styrk
hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands
nýverið og er nú beðið svara hjá
Norræna kvikmyndasjóðnum.
Baltasar segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um hvaða leikar-
ar komi til greina í aðalhlutverkið
en útilokaði þó Ingvar E. Sigurðs-
son. „Ég ætla samt ekki að fara að
binda þetta við eitthvert aldursbil
eða útlit en Ingvar hentar einfald-
lega ekki í þetta hlutverk,“ segir
Baltasar en viðurkennir um leið
að hann sé með nokkra leikara í
sigtinu.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá stóð til að ráðast í gerð
kvikmyndar eftir bók Arnald-
ar Indriðasonar, Grafarþögn, en
leikstjórinn segir hana hafa verið
setta til hliðar um stundarsakir.
„Arnaldur er að skrifa handritið
en vegna anna hjá honum hefur
það dregist aðeins á langinn.
Þannig að þetta verkefni fer fram
fyrir röðina.“
freyrgigja@frettabladid.is
BALTASAR KORMÁKUR: GRAFARÞÖGN HVÍLD Í BILI
Baltasar gerir kvikmynd
eftir einleik Jóns Atla
FANN FLÖTINN
HJÁ JÓNI ATLA
Baltasar Kormákur ætlar að gera
kvikmynd sem verður lauslega
byggð á einleik Jóns Atla, Djúp-
inu. Sá einleikur er innblásinn
af ótrúlegu þrekvirki Guðlaugs
Friðþórssonar sem komst einn lífs
af þegar Hellisey VE-503 sökk við
Vestmannaeyjar í mars 1984.