Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 32
187 1 13milljarðar er heildarvelta á íslenska markaðnum í janúar. er hve mörg ár sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur starfað. milljarðar króna voru fluttir til landsins í gegnum félagið Aserta, sem nú sætir lögreglurannsókn vegna gruns um gjaldeyrissvik.
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Flutningar standa nú yfir hjá
netleikjafyrirtækinu CCP úti á
Granda. Fyrirtækið hefur fjölg-
að starfsfólki verulega upp á
síðkastið og þurft að dreifa úr
sér. CCP var með efstu hæðirnar
í Grandagarði 8 en hefur smám
saman verið að taka þær neðri
yfir. Teiknimyndafyrirtækið
CAOZ og tengd fyrirtæki eru
um þessar mundir að flytja út,
ásamt almannatengslafyrirtæk-
inu APPR, og mun komið undir
annað þak. Sjóminjasafnið og
heildverslunin Forval eru enn í
húsinu og þykir spurning hve-
nær þau hverfa á braut. Óvíst er
hvort húsið dugi CCP,
sem tútnar út sem
aldrei fyrr. Ef allt
þrýtur er aldrei
að vita nema fyr-
irtækið taki yfir
varðskipið Óðin,
sem liggur
við bryggju
h a n d -
an við
húsið.
Heimsyfirráð
CCP
Og enn um CCP. Húsnæði fyrir-
tækisins þykir flott og fönkí, eins
og sagt er. Gæði húsgagnanna
sem verið er að flytja inn á neðri
hæðir Grandagarðsins, sem
fyrirtækið er að taka yfir, þykja
í dýrari kantinum og benda til
að kreppa sé eitthvað sem ekki
hrjái CCP-liða um þessar mund-
ir. Þótt fyrirtækið blómstri nú
sem aldrei fyrr er hins vegar
langt í frá að menn þekki ekki
kreppu hjá CCP. Eins og marg-
ir muna lögðu elstu starfsmenn
fyrirtækisins mikið á sig á
fyrstu starfsárum þess og voru
sumir í tveimur til þremur störf-
um til að geta búið til netleikinn
EVE Online á lúsarlaunum – ef
nokkrum – á næturnar.
Engin kreppa
Stuldur á upplýsingum er varða
Milestone og tengda aðila og
birtust í DV vöktu heilmikla
athygli í byrjun vikunnar.
Stuldurinn virtist í fyrstu ævin-
týralegur, jafnvel jaðra við
að þjófarnir hafi haft snert af
ofurmannlegri tækniþekkingu
Lisbeths Salander í Millennium-
þríleik Stiegs Larsson um ævin-
týri blaðamannsins Mikaels
Blomkvist. Þegar nánar var að
gáð reyndist svo ekki raunin.
Í íslenska tilvikinu virðist sem
um hreint og klárt innbrot að
ræða auk þess að
Blomkvist birti
aldrei gögn, sem
gætu hugsan-
lega spillt lög-
reglurannsókn.
Blomkvist