Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 42
26 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Milliríkjadómarinn Kristinn Jakobsson er staddur þessa dagana á Möltu þar sem nú stendur yfir ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Ráðstefnan er nú haldin í átjánda skiptið en þar hittast nú allir fremstu dómarar Evrópu og fara yfir stöðu mála fyrir lokasprettinn í Evrópudeild UEFA og Meistaradeild Evrópu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að undirbúa þessa dómara sem eru í efsta flokki fyrir komandi átök í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA og 16 liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Þetta eru annars vegar fyrirlestrar og fundir og hins vegar æfingar, mælingar og meldingar,“ segir Kristinn. Þegar er búið að raða dómurum niður á komandi leik- daga í bæði Evrópudeild UEFA og Meistaradeild Evrópu en ekkert er uppljóstrað um hvaða leiki hver dómari dæmir fyrr en aðeins nokkrir dagar eru í leik. Kristinn er búinn að fá það verkefni að dæma seinni leik í 32 liða úrslitum Evrópu- deildar UEFA sem fram fer hinn 25. febrúar næstkomandi og er hann að vonum ánægður með það. „Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni og þetta er í raun frábært framhald á því sem maður hefur verið að gera. Maður stefnir ávallt á sigur í hverjum leik og bíður svo og vonar eftir því að fá fleiri skemmtileg verkefni. Það er líka gaman að það verður keyrt áfram á þessu fimm manna íslenska teymi sem við höfum myndað í þessari keppni,“ segir Kristinn og á þar við tilraunaverkefni sem UEFA er að prófa með að hafa fimm manna dómarateymi á leikjum, það er að segja aðaldómara, auk tveggja aðstoðardómara og svo tveggja aukaaðstoðardómura sem staðsettir eru fyrir aftan mörkin til þess að auka enn meira á gæði dómgæslunnar. „Ég held að svona atvik eins og þegar Thierry Henry lagði upp sigurmark Frakka í umspilsleiknum gegn Írum á dögunum með ólögmætum hætti verði til þess að fá menn til þess að spyrja sig hvað hefði gerst hefðu aukaaugu verið staðsett á bak við mörkin,“ segir Kristinn að lokum. KRISTINN JAKOBSSON: ER STADDUR Á MÖLTU TIL AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR KOMANDI ÁTÖK Í EVRÓPUDEILD UEFA Maður stefnir alltaf á sigur í hverjum einasta leik FÓTBOLTI John Terry mun komast að því á föstudaginn hvort hann verði áfram fyrirliði enska lands- liðsins. Þá mun landsliðsþjálfarinn, Fabio Capello, funda með Terry um kynlífshneykslið sem mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Capello hefur sagt að hann viti allt um málið en ætli ekki að tjá sig fyrr en hann hefur rætt við Terry. Leikmanninum hefur að sama skapi verið ráðlagt að tjá sig ekki við fjölmiðla fyrr en fundi hans með Capello lýkur. Sumir fjölmiðlar greindu síðan frá því í gær að Terry myndi fá frí hjá Chelsea svo hann gæti farið til Dubai og reynt að bjarga hjónabandi sínu. Þangað flúði eiginkona hans er upp komst um framhjáhald Terrys. - hbg John Terry í stórræðum: Terry sagt að tjá sig ekki > Lítið frí hjá Björgvini Páli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fær ekki mikinn tíma til þess að jafna sig eftir átökin á EM. Hann kom heim með landsliðinu á mánudag, hélt utan til Sviss í gær og mun svo í kvöld spila með félagi sínu, Kadet- ten Schaffhausen, í átta liða úrslitum bikarkeppninnar gegn Amicitia Zurich sem Kári Kristján Kristjánsson spilar með. „Þetta er svolítið lítil hvíld og ég er eiginlega ekki enn búinn að fatta að það sé leikur hjá mér strax,“ sagði Björgvin Páll við Fréttablaðið í gær. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR 2010 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnti í gær hvaða kepp- endur munu verja heiður Íslands á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í þessum mánuði. Leik- arnir eru frá 12. til 28. febrúar. Fjórir keppendur fara frá Íslandi að þessu sinni. Það eru þau Björg- vin Björgvinsson frá Dalvík, Stef- án Jón Sigurgeirsson frá Húsavík, Árni Þorvaldsson úr Ármanni og Íris Guðmundsdóttir frá Akureyri. Öll taka þau þátt í alpagreinum. Ísland sendir einnig einn kepp- anda á Ólympíumót fatlaðra en það er hún Erna Friðriksdóttir sem keppir einnig í alpagreinum. Tveir þjálfarar, þeir Pavel Cebulj og Primoz Skerbinek, fara með liðinu. Mundína Ásdís Krist- insdóttir er sjúkraþjálfari hópsins og Guðmundur Jakobsson flokks- stjóri. Andri Stefánsson er aðalfarar- stjóri og þau Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórs- dóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, verða einnig með í för. Þetta er í allt ellefu manna hópur. Björgvin er okkar reyndasti skíðakappi en þeir Stefán Jón og Árni hafa verið á uppleið. Mótið stendur yfir eins og áður segir í sautján daga en alls verða 5.500 manns á leikunum ef taldir eru keppendur og aðstoðarfólk. Áttatíu lönd senda fulltrúa til þátttöku að þessu sinni en mikill áhugi er hjá fjölmiðlum á leikun- um og er búist við 10 þúsund full- trúum fjölmiðla í Vancouver. Rúv mun sýna beint frá leikun- um en búist er við því að allt að 3 milljarðar muni fylgjast með útsendingum frá leikunum að þessu sinni. - hbg Ólympíulandslið Íslands fyrir vetrarólympíuleikana í Vancouver var kynnt í gær: Fjórir keppendur frá Íslandi til Vancouver Á LEIÐ TIL VANCOUVER Þeir Stefán Jón Sigurgeirsson, Árni Þorvaldsson og Björgvin Björgvinsson halda á næstu dögum til Kanada þar sem þeir munu taka þátt í vetrar- ólympíuleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.