Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 16
16 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Jón Karl Helgason skrifar um Evrópumál Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu íslenska landsliðsins í handknatt- leik í Evrópukeppninni undan- farnar vikur. Lykill að glæsileg- um árangri er sterk liðsheild og heilbrigt sjálfstraust. Það hefur líka sitt að segja að velflestir leik- menn landsliðsins hafa leikið með ýmsum bestu félagsliðum álfunn- ar undanfarin ár. Enginn efast um að litla Ísland eigi á þessum vett- vangi fullt erindi í keppni við aðrar og fjölmennari þjóðir. Síðastliðið vor efndi hópur ein- staklinga úr ólíkum áttum til und- irskriftarsöfnunar undir kjörorð- inu „Við erum sammála“, þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að sækja um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Það var trú okkar, sem að þessu framtaki stóðum, að Ísland ætti erindi í samstarf þeirra 27 Evrópuríkja sem mynda sam- bandið og tímabært væri að kanna til hlítar þau tækifæri sem í því fel- ast. Aðild okkar að Evrópska efa- hagssvæðinu var vissulega skref í þessa átt en það má þó líkja stöðu Íslands þar við leikmann sem er hluti af stærri liðsheild en situr alltaf á varamannabekknum þegar kemur að lykilákvörðunum og laga- setningu. Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hag- stæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsam- leg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hags- muni einstakra atvinnugreina eða hópa held- ur taki mið af heildarhagsmun- um samfélags- ins og sé mótuð af skýrri fram- tíðarsýn, þar sem hagur kom- andi kynslóða sé í fyrirrúmi. Á Þjóðfundi í Laugardalshöll í nóvem- bermánuði kom saman þverskurður af þjóðinni, eða um 1.500 manns, til að ræða um leiðir okkar til sóknar, nýsköpunar og bjartsýni. Á fund- inum var fjallað um helstu grunn- stoðir samfélagsins, svo sem fjöl- skylduna, umhverfið, atvinnulífið, menntun, velferð og stjórnsýslu. Skilgreind voru grundvallargildi á borð við heiðarleika, jafnrétti, virð- ingu og réttlæti. Á næstu misserum þarf umræðan um Ísland og Evr- ópusambandið að snúast um allar þessar grunnstoðir og gildi og taka tillit til þess hvernig sérhver þáttur hefur áhrif á aðra. Við sem stóðum að undirskrift- arsöfnuninni á sammála.is höfum ákveðið að halda áfram starfi okkar undir kjörorðinu „Sterkara Ísland“. Hópurinn hefur í þeim til- gangi opnað umræðuvefinn www. sterkaraisland.is og tekið í notkun húsnæði að Skipholti 50a í Reykja- vík. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í starf- inu fram undan. Við teljum sem fyrr að Ísland eigi að blanda sér í „Evrópukeppnina“, ekki bara sem áhorfandi á bekknum heldur sem fullgildur þátttakandi, þjóð meðal þjóða. Höfundur er bókmenntafræðingur. Sterkara Ísland í Evrópukeppninni JÓN KARL HELGASON UMRÆÐAN Þorgrímur Gestsson skrifar um RÚV Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins lýsir í megindráttum stuðningi við niðurstöður þær sem starfs- hópur í málefnum Ríkisútvarpsins ohf. hefur lagt fyrir menntamála- ráðherra. Þar er tekið undir öll þau meginsjónarmið sem Hollvinasam- tökin töluðu fyrir þegar þau börð- ust gegn hlutafélagavæðingu Ríkis- útvarpsins á sínum tíma en töluðu fyrir daufum eyrum þáverandi valdhafa. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ljóst sé orðið, þremur árum eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag, að það rekstrarform hefði ekki gert það að öflugra almannaútvarpi heldur „sýni það meira en áður merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla“. Helstu rökin fyrir breytingu RÚV í hlutafélag voru að með því móti væri auðveldara að bæta reksturinn en væri það áfram rík- isstofnun. Hollvinir RÚV bentu hvað eftir annað á að vandinn væri ekki rekstrarerfiðleikar heldur gríðarlegar skuldir sem urðu að mestu til þegar lífeyrisskuldbind- ingar vegna starfsmanna RÚV voru lagðar á stofnunina. Þær nema nú á fjórða milljarð króna og afborg- anir af heildarskuldum voru tæp- lega 1,4 milljarðar króna á árun- um 2008 og 2009. Heita má að nú sé Ríkisútvarpið rústir einar. Ekki vitum við hvernig á að bregðast við þessum vanda en tökum heilshugar undir með starfs- hópnum, að bráðnauðsynlegt sé að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Ríkisútvarpsins þannig að það verði óháð hvoru tveggja, stjórn- völdum og mark- aðnum. Okkur sýnist það einn- ig skynsamleg tillaga starfs- hópsins að tekjur RÚV verði fyrir- sjáanlegar í það minnsta fimm ár fram í tímann þannig að hægt sé að gera lang- tímaáætlanir án þess að hætta sé á að ríkisvaldið skeri fyrirvaralítið niður það rekstrarfé sem RÚV er þó að nafninu til tryggt með lögum, eins og nú gerðist. Reynslan af hinum þriggja ára gömlu lögum um „opinbert hluta- félag“ afhjúpar fjölmarga galla á þeim; þau veita útvarpsstjóra nán- ast alræðisvald á dagskrá, manna- ráðningum og stefnumótun. Stjórn hins opinbera hlutafélags hefur einungis það hlutverk að taka meiri háttar ákvarðanir um rekst- ur félagsins, sem falla ekki undir daglegan rekstur. Tekið skal undir þá skoðun starfshópsins að þetta sé ólýðræðislegt og ekki viðeigandi í félagi sem gegnir mikilvægu menn- ingar- og lýðræðislegu hlutverki. Starfshópurinn leggur enn fremur til að yfir Ríkisútvarpið verði sett fagráð, skipað fulltrú- um úr ýmsum hópum almennings, háskólasamfélaginu og menn- ingarlífinu. Stjórn Hollvina RÚV hefur ítrekað gert grein fyrir til- lögum í þessa átt, meðal annars í athugasemdum við þau frumvörp til útvarpslaga sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á undanförnum árum. Þá er í niðurstöðum starfshóps- ins lagt til að útvarpslögum verði breytt þannig að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn eins og tíðkast með forstöðumenn annarra menningarstofnana. Nú er útvarpsstjóri ráðinn ótíma- bundið en hægt er að segja honum upp með tólf mánaða fyrirvara. Eftir reynslu síðustu ára er bráð- nauðsynlegt að víkja Páli Magn- ússyni þegar í stað úr embætti útvarpsstjóra, jafnvel þótt það myndi kosta 18 milljónir króna, sem eru árslaun hans. Í hans stað á að ráða manneskju með yfirgrips- mikla þekkingu og áhuga á íslenskri menningu. Ríkisútvarpið er fyrst og fremst menningarstofnun, sem hefur einnig mjög mikilvægu lýð- ræðislegu hlutverki að gegna. Orðið almannaútvarp er haft um þess konar útvarp sem þykir bráðnauðsynlegt að haldið sé úti í sérhverju lýðræðisríki. Frægust almannaútvarpsstöðva er sjálft British Broadcasting Corporat- ion, BBC. Sameiginlegt einkenni almannaútvarpsstöðva er að þær eru reknar fyrir almannafé, að mismiklu leyti, og hafa víðtækum menningarlegum og lýðræðisleg- um skyldum að gegna, sem ekki er talið réttlætanlegt að leggja á einkastöðvar. Haustið 2008 hóf stjórn Holl- vina RÚV að undirbúa málþing um hlutverk almannaútvarps á Íslandi nútímans og hafði tekist að fá erlendan fyrirlesara til þess að fjalla um efnið. En eins og við var að búast tókst ekki að útvega fé til þessarar ráðstefnu eftir þær hremmingar sem þjóðin varð fyrir þetta haust og ekkert varð úr þess- um áformum. Síðastliðið haust hafði núverandi menningarmálaráð- herra uppi áform um að ráðuneyt- ið gengist fyrir slíkri ráðstefnu nú á útmánuðum. Full þörf er á slíku málþingi þar sem að bestu manna yfirsýn yrði lagður grundvöllur að menningar- og lýðræðislegu hlut- verki þeirrar mikilvægu stofnunar sem Ríkisútvarpið er. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er formaður Hollvina- samtaka RÚV. Ríkisútvarpið er rjúkandi rúst ÞORGRÍMUR GESTSSON www.sindri.is / sími 575 0000 Klettagörðum 12 - Reykjavík Byggingadeild Verslanir Véladeild Þjónustudeild Loading iðnaðarhurðir Ef pöntun er staðfest í feb./mars fylgir frí uppsetning á hurðum. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 0 31 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.