Samtíðin - 01.07.1966, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.07.1966, Qupperneq 12
8 SAMTÍÐIN lagist liann eitthvað. Reyndu þetta og sannaðu til. Ertu þreytt í fótunum? FALLEGIR fætur auka mjög fegurð sérhverrar konu. Ýmsar ungar stúlkur virðast halda, að fegurð og heilbrigði fót- anna séu sjálfsögð hlunnindi og að fyrir þá þurfi ekkert að gera. Þetta er því mið- ur mikill misskilningur. Þegar þær eld- ast, missa fæturnir oft fegurðina og fjað- urmagnið, en vanhirðan og hin illa með- ferð hefna sín. Á langri ævi mæðir mikið á fótunum. Á þeim hvílir allur þungi líkamans, oft of mikill. Á þeim mæða oft miklar stöð- ur, hiti, kuldi, óheppilegur fólabúnaður o. s. frv. Sverir fótleggir eru sjaldnast styrk- leikamerki. Þeir stafa oft af offitu og þreytu. Því er nauðsynlegt að grenna sig með liollu malaræði, minnka neyzlu sína í samráði við lækni. Böð og nudd eru mjög holl. ^ Kjörréttur mánaðarins Heitur síldarréttur. — 1 kg ný síld, 2—3 msk. hveiti, 2 msk. smjör, 1 peli vínedik, % dl vatn, 75 g sykur, % tsk. hvítur pipar, 2—3 msk. smáskorin stein- selja. Sildin er roðflett og beinin tekin úr. Salti er stráð á hana, og síðan er lienni velt upp úr hveitinu og hún steikt í smjör- inu, þar til hún er orðin fallega gulhrún. Edikinu og vatninu er hrært saman ásamt sykri og pipar, en síðan er steinseljunni stráð út í. Þessu er svo hellt yfir síldina, eftir að henni hefur verið raðað á fat. Soðnar kartöflur borðist með. EFTIRMATUR: Jarðarberjahlaup með banönum. — 6 blöð af matarlími eða 2 kúfaðar tsk. mulið matarlím, 4 bananar, % 1 jarðarberjasaft. Matarlímið er bleytt Nýjasta Parísargreiðslan úl í dá'Iitlu af jarðarberjasaftinni og þa® síðan brætt í henni. Því næst er því helU saman við afganginn af saftinni. Form er vælt að innan, dálitlu af saftinni er héllt i það og hún látin hlaupa, áður en niður- skornum banönunum er raðað í það. Af" ganginu af saftinni er síðan hellt yfir og ílátið látið vera á köldum stað í 4 klst. Síð- an er hlaupið 'losað frá börmunum og þvl livolft á fat. Hrákrem er borið með. Það er l)úið til úr eggjarauðum, sykri og þeyttum rjóma> en bragðliætt með vanillusykri. Höfum ávallt fyrirliggjandí: Peysur úr góðri ull PEYSAX s.t. BOLHOLTI 6 - SÍMI 37713

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.