Samtíðin - 01.07.1966, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.07.1966, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN við vorum gift. Og ég gat aldrei neitað þér um neina bón, Lovísa, gat ég það? En nú hefurðu heðið mig bónar, sem ég verð að neita þér um.“ Hann lagði áherzlu á, að liann yrði að neita henni um þessa bón, og um leið leit hann á flöskuna, sem hann hélt á. „Það hefur verið gaman að liitta þig hér i síðasta sinn og það á sjálfan brúð- kaupsdaginn okkar. Þá fengu allir gest- ir okkar kampavín, eins og þú manst, og þeir skáluðu fyrir okkur og óskuðu okk- ur langra lífdaga í okkar farsæla hjóna- bandi. En — það fór nú á annan veg,“ bætti liann við og miðaði dreifaranum á flöskustútnum á andlit Lovísu. „Nei! Nei!“ æpti konan, baðaði út höndunum og reyndi að banda lionum frá sér. „Nú færðu það,“ hvíslaði liann, þrýsti á handfangið, og gusan úr flöskunni stóð beint framan í Lovísu, beint í augu henni, en vökvinn rann niður kinnarn- ar og hálsinn. Siðan þeytti liann flösk- unni með fyrirlitningu í kjöltu liennar og vatt sér út um svaladyrnar. Andarlak sat frú Lovísa Iireyfingar- laus í stólnum, nema livað liún bar vinstri höndina ósjálfrátt að brjósti sér. Svo slundi hún lílillega og laut Iiöfði, en liné síðan niður á gólfið og lá þar grafkyrr. ÞEGAR læknirinn hafði athugað likið, sem lá á gólfinu, reis hann á fætur og hristi liöfuðið. ,»Ég vissi að vísu, að frúin var ekki sterk fyrir hjartanu og varaði hana við að misbjóða því, en mig grunaði ekki, að svona mundi fara,“ sagði hann. Svo tók hann upp flöskuna, sem lá á gólfinu, studdi á dreifarann, þefaði af vökvanum og bragðaði síðan varlega á honurn. „Tært drykkjarvatn!“ sagði hann undrandi. „Hvað ætli liún liafi verið að gera við það? Ætli hún hafi verið að prófa einhverja nýja fegrunaraðferð?“ RAD DIR---------------------- ---------R AD DI R----------- ------------------R A D D I R Sigurður Olason hrl.: ÍSLENZKIR FORNGRIPIR Í DANMÖKU „Ég tel vafalítið, að töluvert muni vera þar (þ. e. í Danmörku) af slíkwn minjum liéðan, þótt það sé reyndar litt kannað mál, enn sem komið er. Auk hinna opinberu safna, þar sem þegar cr vitað um nokkra slórmerka ísl. gripi. er áreiðanlega eitthvað til af fornminj- um héðan og skjölum úr einkasöfnuin eða fórum danskra manna, aðalsætta, hirðstjóra, stiftamtmanna, kaupmanna etc., sem hér hafa liaft dvöl eða viðlegu. Af merkum fornminjum, sem vitað er um, imá sérstaklega nefna stól Jóns Ara- sonar, venjulega kenndur við Ara lög- mann, einhver mesta þjóðargerseini okkar, sem hugsanlega hefur að geyma útskorna mynd biskups eða svipmót. Það nær vitanlega alls engri átt, og er beinlinis móðgun við minning Jóns Ara- sonar og metnað Islendinga, að gripur þessi skuli geymdur og haldinn eimnilt í landi Kristjáns skrifara. Þá gæti verið talsmál að reyna að fá hingað, með skipt- um eða samkomulagi, frumverk Thor- valdssens af skirnarf ontinum, en áður o' á það bent með sierkum líkum, að fyrir mistök eða annað verra komst gjöf lista- mannsins aldrei á leiðarenda, og einung- is eftirmynd skreytir altari dómkirkj- unnar hér. Annars er ógjörningur að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.