Samtíðin - 01.07.1966, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.07.1966, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN var búin að anda því að sér, vafraði hún i hring í fimm mínútur, og fór svo að éta sjálfa sig.“ „Einmitt það. Og hin dýrin?“ „Naggrísinn gekk líka í hring og klór- aði sig til dauðs. Simpansinn labhaði einn- ig í hring og drap sig með því að berja höfðinu við járnrim'lana í búrinu sínu.“ „Og hann Mischa?“ „Hann hringsólaði í klukkutíma og hyrjaði að rífa sig á hol með höndunum.“ „Ja, hvert í logandi! Og hvað gerðuð þér?“ „Mischa var vildarvinur minn, yðar há- göfgi, svo ég miskunnaði mig yfir hann og stytti honum aldur. Ástæðan til þess, að ég sagði yður ]>etta ekki fyrr, er sú, að ég skil þetta ekki alminlega.“ „Hvernig stendur á þvi, að þér skiljið það ekki?“ „Ég næ einhvern veginn ekki tökum á þvi, yðar hágöfgi.“ „Hvað eigið þér við?“ „Það smýgur gegnum allt, jafnvel gler.“ „Og hvernig farið þér þá að því að geyma það?“ „Yðar hágöfgi,“ sagði Necros og fór að gráta, „það er nú vandinn, — Ég get ekki geymt ]>að. Það er allt horfið!“ Það varð alger þögn. Og þá var það, að Feuerbauch fannst rannsóknarstofan fara að snúast kringum sig. 1 sama bili heyrði hann, að Sarek sagði: „Feuerhauch, . . . þér eruð farinn að ganga í hring!“ Feuerbauch drap tittlinga. Fyrir fram- an hann stóð Sarek. En alll í eiriú var hann horfinn. Svo var hann kominn aft- ur. Feuerbauch leit við. Ekki har á öðru; Þarna var Sarek farinn að ganga í hring, liægt og gætilega, og slíkt hið sama gerðu þeir Necros og hinn afskræmdi doktor Krok. Dyr opnuðust. Svo fór Sarek að skel'lihlæja, tryllingslegum, nístandi hlátri. Og siðan fóru hinir líka að hlæja.... Feuerbauch var farið að sundla, og hann fann til einhvers fiðrings í höfðinu, eins og þegar sódavatn ólgar á viðkvæmri tungunni. Hann rak upp tröllahlátur eins og hinir mennirnir, og þegar hann leit aft- ur á Sarek, sá hann, að hann var með fangið fullt af brúnum flöskum, disintegr- ol-flöskum, sem hann var að hamast við að ná töppunum úr. Feuerhauch varð allt i einu gripinn óvið- ráðanlegri löngun til að rífa af sér fötin og fara að dansa. Gríman féll af honum og síðan gasheldi húningurinn líka. Svo þreif hann eina flöskuna af Sarek og hróp- aði: „Gef mér líka að smakka á!“ Disintegrolið var beislct á bragðið. Feu- erhauch saup gúlsopa af því, en skyrpti því síðan út úr sér. Svo demhdi hann úr flöskunni í hárið á sér. Það seinasta, sem hann heyrði, var, að Sarek hrópaði: „Sko! Sko! Sko! Sko! Sko! Sko! Sko! Nú eru þeir allir farnir að ganga í hring! Ha-ha-ha-ha-lia-ha-hahahahahahaah! Mik- il feikna sprenging held ég verði af okk- ur!“ Síðan varð Feuerbauch gripinn óstöðv- andi löngun til að slita af sér fingurna og fleygja þeim langt, langt hurt . .. KLUKKAN þrjú siðdegis þennan dag sýndu jarðskjólftamælar í fjarlægumborg- um ógurlegar jarðhræringar. Klukkan hálffjögur hárust fregnir um, að þar, séiri áður hefði staðið horg, væri nú kominn míludjúpur gigur. Og þrjá næstu mánuð- ina var sólarlagið eitthvað svo fagurrautt og ægifagurt. Það orsakaðist af þvi, að sólin stafaði geislum sínum gegnum fjar' læg ský úr örsmáu rylci. Og í þessu ryki ætla menn, að síðustu jarðneskar leifar Sareks liafi svifið um geiminn. ENDIR.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.