Samtíðin - 01.07.1966, Page 16

Samtíðin - 01.07.1966, Page 16
12 SAMTlÐIN Þeir hafa gert hann að heiðursborgara í Agra á Indlandi. Að loknum morgunverði fer Sjirali oft til móts við hina gráskeggjana í Barzava. Einn þeirra er 111 ára, annar 82ja ára, sem þykir nú enginn aldur á þessum slóð- um, því að menn verða langlífir í fjalla- þorpunum í Kákasus. „Ef ég man rétt, hefur allt ættfólk mitt orðið langlíft,“ segir Sjirali. „Hér stuðlar allt að því að lengja lífið: loftslagið, drykkjarvatnið og viðurværið.“ Sjirali hefur venjulega góða matarlyst, en er mesti hófsmaður í þeim efnum. Fæði hans er nýtt kinda- og hænsnakjöí, súr- mjólk, sauðamjólkurostur, ávextir og ýmiss konar grænmeti. Hann reykir ekki og hefur aldrei bragðað áfengi. Aldrei kveðst hann hafa orðið alvarlega veikur. Vinnutími lians er orðinn æði langur eða samtals 142 ár. Aðspurður, hver séu uppáhaldsstörf hans, svarar hann: „Mér þykir ákaflega gaman að ganga á eftir plógnum, gæta nauta, reisa hús og leggja vegi. Líka þykir mér fjarska skemmtilegt að sitja fé uppi í fjöllunum." Margir af afkomendum Sjiralis eiga heima í Barzava, m. a. tvö barnabörn hans, Muslin 66 ára og Mirzagusejn 75 ára. öll börn Sjiralis af fyrsta og öðru hjónabandi eru nú látin, en tvær dætur hans af þriðja hjónabandi, Halima og Hadzjibeim, eru enn í fullu fjöri, báðar giftar og eiga börn. Af um 100 nemendum í skólanum í Barzava eru 75 afkomendur Sjiralis. Gamli maðurinn gleðst einlæglega af bættri skólamenntun í landinu, minnugur þess hve margir af niðjum hans hafa orðið hennar aðnjótandi. Minni hans er enn trútt. Hann man glöggt, þótt langt sé nú um liðið, þegar hann bað fyrstu konu sinnar, Lejlu, hún játaðist honum, og hann fluttist ofan úr fjöllunum til Lenkoran, þar sem hún átti heima. Hann minnist oft með ánægju bændabrúðkaupanna frá miðri 19. öld, þar sem hann hamaðist á dansgólfinu og reyndi að komast fram úr jafnöldrum sínum, hvað mýkt, þrek og þol snerti. Þriðja kona Sjiralis, Hatun að nafni, er enn á lífi. Hún fer stundum til Lenkoran að heimsækja fólkið sitt. Þangað er ekki sem greiðfærust leið, svo að frúin verður að fara á hesti niður eftir fjöllunum, en síðan í bíl. — Sumt unga fólkið spyr gamla manninn: „Sjirali afi, ertu nú ekki smeykur við að senda konuna þína svona langt niður í dalinn?“ Þá hnyklar karlinn biýnnar, kankvís á svip, og svarar með tilhlýðilegri alvöru: „Barzava er hæsta þorpið hérna í fjöll- unum. Þaðan get ég fylgzt vel með því, sem hún Hatun mín er að gera þarna niðri i Lenkoran!“ S\**T að enginn sé of mikill til að vera kurteis, en margir of smáir til þess. ♦ að hamingjan sé eins og nýmjólkin; hun súrni, ef of heitt sé á lienni. ♦ að áhyggjur séu hættulegri en margi1 sjúkdómar, og sé það ýmsum áhyggJ11' efni. ♦ að margir mundu vera ánægðir, ef þeir hefðu efni á að lifa eins og þeir leyfa sér. ♦ að vekjaraldukka sé mesta þjóðþrifð' áhald — á barnlausu heimili.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.