Samtíðin - 01.07.1966, Side 22

Samtíðin - 01.07.1966, Side 22
18 SAMTÍÐIN INGDLFUR DAVÍÐSSGN: nátturunnar „REYNIR KÓNGUR RAUÐ MEÐ BER!“ REYNIVIÐUR var talinn heilagt tré til forna. Reynir er björg Þórs. I Möðrufells- hrauni í Eyjafirði stóð helg reynihrísla í kaþólskum sið, og ganga um hana þjóð- sögur, sbr. kvæðið: „I Eyjafirði aldinn stendur reynir“. Af reynirækt fara fyrst sögur í Ej'jafirði um 1800. Elzlu núlifandi ræktaðir reyniviðir á Islandi standa við bæina Skriðu og Fornhaga í Hörgárdal, gróðursettir af Þorláki Hallgrímssyni og sonum hans 1820—1830. .Tónas Hallgríms- son skáld gisti í Skriðu 10. júlí 1839 og segir: „Þorlákur sýndi mér garða sína fullur áhuga. Einkum var hann ánægður með reynitrén sín, enda eru þau mjög gróskumikil“. Þorlákur var þá á níræðis- aldri, en mjög fjörugur og kvikur. Sagt var, að hann vildi heldur missa kú úr fjósinu en hríslu úr garðinum. Margir ræktunarmenn eru komnir af Þorláki í Skriðu. Hæstu trén i Skriðu eru um 10 m og mjög gild. Flestum þykja reynilaufin fegurst allra trjálaufa. Það er einhver fínlegur, léttur blær yfir reynitrjánum; og rauðu herin eru eitt hið mesta skart íslenzkra trjá- garða á haustin. Þau eru líka eftirlæti þrastanna. I júní eru hinir hvitu, ilmandi blómskúfar mjög til prýði. Reyniviður vex allvíða í skóglendi (einkum á Vest- fjörðum) og í giljum og urðum, þar sem erfitt er að komast að honum. Talið var, að álfar ættu giljatrén, og var þeim sums staðar hlíft af þeim sökum. I Nauthúsagili undir Eyjafjöllum stóð lengi voldug reynihrísla viðfræg. Sumar rætur liennar teygðu sig inn undir gamalt fjárból og fengu nóga næringu úr sauða- taðinu. Þessi mikla hrísla er fallin, en rólarsprotar eru að vaxa upp í staðinn. Reynir vex stundum á öðrum trjám! Fuglar éta reyniber, en fræin ganga ómelt niður af þeim og lenda stundum uppi i trjám og hátt í klettum. Moldrylc berst að með vindinum í holur í trjánum. Lítill flugreynir óx á hlyn í garði Bjarna Sæ- mundssonar um 1940. Stærsti flugreynir, sem sögur fara af, óx uppi í gömlu, holu og hálffúnu linditré í Bergen. Hann lifði nærri öld og varð 16 m hár, enda höfðu rætur hans vaxið niður gegnum fúið tréð og niður í jörð! Flugreynir var notaður til töfra fyrrum. Ekki mátti smíða skíði né háta úr reynivið. (Reyniskiði þóttu of hál). Reynir var notaður til lækninga er- lendis í gamla daga; sum alþýðunöfn þar á reyni eru kennd við örvun og hressingu. Sums staðar í Þýzkalandi var danglað í kýrnar með reynigrein, þegar þeim var hleypt í fyrsta sinn út á vorin. Áttu þser þá að verða frjósamari og mjólka betur! Til er erlendis afbrigði af reynivið, sem sætreynir nefnist, því að ber hans eru hragðgóð og prýðileg í aldinmauk. Kannske gæti sætreynir orðið aldintré á Islandi? MERKINGAR ORÐTAKA á bls. 4: 1. Að vera skapmikill. 2. Að keppast við eitthvað. 3. Að bregðast. 4. Að vera á verði. 5. Að koma ejnhverjum á óvart. Ef skrifstofuvél yðar bilar, þá hringið í síma 1-39-71. VÉLRITINN Kirkjustræti 10

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.