Samtíðin - 01.07.1966, Page 17
SAMTÍÐIN
13
hann valdi brúðkaupsdag þeirrá
TIL AÐ GERA HENNI
REIKNINGSSKIL
FRfj Lovísa Wood bylti sér í rúminu
°g hagræddi koddanum. Henni leið illa.
»Hvað ætli ég þurfi að óttast hann!“
hugsaði hún og reyndi að herða upp
hugann. „Þessi bölvaður ræfill, sem er
dauðhræddur við mýs, livað þá við ann-
að meira.“ Auk þess mundi nú fólkið
uiðri i húsinu alls ekki hleypa honum
lnn, þó að hann kæmi. Hún hafði liarð-
bannað þvi að lileypa nokkrum nema
Isekninum upp til sina.
Trúi n á neðri hæðinni hafði komið
llPp með bréf lil hennar þennan morg-
un. Innan í þvi var kort með mynd af
aýgiftum lijónum með kampavínsflösku
a nailli sín. Undir myndinni stóð: Til
namingju með hrúðkaupsafmælið! —
Kortið var nafnlaust, en frú Lovísa
Þekkti rithönd Jalcobs utan á bréfinu.
Hún kveikti sér í sígarettu, og hendur
hennar voru óstyrkar. I dag voru fjög-
Ur ár liðin, frá þvi að þau Jakob höfðu
gdzt. Þetta var brúðkaupsdagurinn
j^eirra. Hún mundi vel, hve innilega hún
uafði fyrirlitið liann, þegar þau liöfðu
unnið hjúskaparheit sitt hjá borgardóm-
aranuni.
Henni liafði aldrei þótt vænt um Jak-
°k- Þvert á móti. Hún hafði alla tið haft
andstyggð á honum, þessum sköllótta
V,|luvamba, og henni hafði orðið óglatt
viðbjóði, þegar hann mændi á hana,
nllur aðdáunar! En liún liafði neyðzt
að giftast honum, af því að hann var
auðugur og hana vantaði tilfinnanlega
Peninga.
iTros kom fram á varirnar á frú Lov-
ísu, þegar hún hugsaði um það, að Jakob
skyldi hafa verið svo barnalegur að láta
sér til hugar koma, að hún sæktist eftir
nokkru öðru en eigum hans. Það hafði
tekið hana fjögur löng og dýrmæt ár
að ná því marki að rýja mann sinn inn
að skyrtunni — og losa sig því næst við
hann!
Henni fannst hún geta litið sigri hrós-
andi yfir farinn vel, yfir þetta ódáða-
hraun ævi sinnar. Einmitt i dag fannst
henni liún geta óskað sjálfri sér til liam-
ingju með sigur sinn, á brúðkaupsafmæl-
inu þeirra! Allt hafði henni tekizt að
sölsa undir sig: dýrmæta skartgripi, ó-
grynni af peningum, jafnvel hlutabréf í
fyrirtækjum manns síns. Ekkert hafði
hann getað neitað henni um, þvi að hún
hafði alveg dáleitt hann með fegurð
sinni. Henni ofbauð, þegar henni varð
hugsað til þess, live mikið flón hann
hafði getað verið og live lengi liann
hafði enzt til að tilbiðja hana og láta
hana kvelja sig. Áður en hann hafði átt-
að sig, hafði henni tekizt að féfletta
hann rækilegar en hún liafði nokkurn
tíma lesið um i svæsnustu ástareyfurum!
Það fór sælukennd um frú Lovísu, þeg-
ar hún liugsaði til þess, hve frek hún
hafði verið og að henni skyldi hafa lán-
azt þessi herferð gegn eiginmanni sínum.
Og nú voru fimm mánuðir liðnir, síðan
liún hafði fengið fullan skilnað frá Jak-
obi og var aftur orðin frí og frjáls. Sið-
an hafði liún ekki séð hann, en hún
hafði frétt utan að sér, að hann væri tek-
inn að efnast á ný, enda uppgangstimar,
og Jakob dugandi fjármálamaður; það
varð ekki af honum skafið. Seigla hans
i þeim efnum var alveg með eindæmum.
En gagnvart henni mundi honum aldrei
takast að rétta hlut sinn. Það var hún
sannfærð um. En hvernig stóð þá á því,
að hann skyldi vera að senda henni þetta
bannsett kort?