Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN
15
Ingólfur Davíðsson:
nátt'úrunnar
FORIM VEIÐIDVR
FYRR á tímum var spendýralífið í
Evi’ópu miklu fjölbreyttara en nú. Langt
inni í hellum i Frakklandi og á Spáni
hafa ísaldarmenn málað á veggina furðu
góðar og lifandi myndir af veiðidýrum
sínum. Þarna gefur að líta myndir af
loðfílum, hreindýrum, ullhærðum nas-
hýrningum, hellabjörnum, villihestum
o. fl. stórum dýrum, sem nú eru löngu
útdauð. Á sumum myndum sést, hvernig
dýrunum er smalað saman og þau síð-
an skotin með örvum. Við sjáum mynd-
ir af mönnum klæddum loðfeldum og
með hreindýraborn bundin á höfuðið,
líklega til töfra. En hvers vegna eru
fyrrnefnd dýr og ýmis fleiri, t. d. risa-
hjörturinn og úruxinn, horfin? Olli þvi
mikil loftslagsbreyting, eða átti maður-
inn þar einnig drjúgan hlut að máli,
meiri en oft hefur verið talið?
Vísindamenn deila mjög um þetta.
Sumir segja: Vopn manna á þeim tím-
um voru ófullkomin og varla til stór-
ræða. Mönnum kemur þó saman um, að
ýmsar orsakir hljóti að liafa í samein-
ingu stuðlað að eyðingu dýranna, ekki
bara ein orsök. Og byltingar áttu sér
einnig slað aftur í grárri forneskju.
Menn lærðu að smiða boga og örvar og
miklu betri spjótslilöð en fyrrum tíðk-
aðist. Vel gerð spjótsblöð og axir úr
tinnu voru miklu öflugri vopn en grófar
steinkylfur. Uppgötvun bogans hefur
valdið straumhvörfum í veiðitækninni.
Stórar dyngjur af beinum á stöðum, þar
sem auðvelt var að reka dýrin saman
og sitja fyrir þeim, Iiafa fundizt og eru
augljós vottur um veiðitækni rnanna
þeirra tíma og mátt vopnanna. Frægasti
i undarstaðurinn er í þorpinu Predmost
ú Mæri í Tékkóslóvakía. Þar grófu
iuenn áratugum saman „risabein“ úr
jörðu, möluðu þau og notuðu i tilbúinn
áburð og fluttu burt til fleiri nota í járn-
brautarvögnum.
Þegar vísindamenn loks komu á stað-
inn, fundu þeir heil lög og dyngjur af
beinum dýra frá fyrri tímum, þ. á
m. um 900 beinagrindur af loðfílum
(mammútum), ýms veiðiáliöld og leifar
af bálum veiðimanna. Þetta sýndi, að
steinaldarmenn höfðu verið færir um að
veiða fjölda stórra spendýr og liagnýta
sér þau, og dýrunum hefur eflaust fækk-
að hættulega mikið við hina miklu veiði.
Slikir stórveiðistaðir liafa fundizt víðar
í Evrópu og N.-Ameríku. Stóru dýrun-
um fjölgar hægt. Indverski fíllinn nú á
dögum gengur með í 21 mánuð og fæðir
venjulega 1 unga annað hvert ár, ef vel
gengur. Kvendýrin verða ekki kyn-
þroska fvrr en við 12 ára aldur. Svipað
hefur þessu verið varið með loðfilinn o.
fl. hinna stóru útdauðu spendýra. Hrein-
dýrum, villihestum og flestum minni
spendýrum fjölgar mun örar og hafa
því þolað betur veiðina o. fl. áföll, enda
veitti ekki af, þvi að þau voru einnig
ofsótt. Undir ldettum við Solulre í
Frakklandi hafa fundizt mörg þúsund
beinagrindur villihesta. Þeir hafa verið
reknir fram af björgunum og kjöl og
húðir síðan hagnýtt. Menn hafa hæði
fyrr og síðar átt drjúgan þátt í útrým-
ingu margra dýrategunda á jörðinni. Á
íslandi útrýmdu menn t. d. geirfuglin-
um, en fengu minkinn í staðinn!
Afrika hefur lengi verið talin paradís
stórra villidýra. En nú er hætta á út-
rýmingu margra legunda l. d. sebradýra,
gíraffa, ljóna, nashyrninga o. fl. Vísund-
ar reikuðu tugþúsundum saman uni
gresjurnar miklu í N.-Ameríku og voru
aðalveiðidýr Indíána. Svo komu hvítir
menn með byssur sínar, og nú hjara að-
eins nokkrir vísundar i dýragörðum, en
haugar af heinum þeirra finnast i jörð.