Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 24
16 SAMTÍÐIN að við gleymum því furðu fljótt, að við höfum nokkurn tíma verið ung. að enn verra sé, að við gleymum þvi oft gersamlega, hvernig var að vera ung(ur). að örðugt hljóti að vera fyrir roskið fólk nú á dögum að kenna æskunni, hvernig hún eigi að vera ung. að aldahvörf séu milli 19. aldar æsk- unnar og unga fólksins í dag. að æskan í dag telji sjálfsagt að gera flestallt það, sem 19. aldar æskunni var harðbannað að gera. Niðurstaða: Æskan í dag er, hvað sem liver segir, allra hezta fólk. ■ Hvað merkja þessi —- ~ ORÐTÖk? 1. Að hallast á einn meið. 2. Að vera á snærum einhvers. 3. Að vera steini lostinn. 4. Að ganga í tarnna. 5. Að gjalda Torfalögln. Svörin eru á bls. 18. IJR ocj KLUKKtR mikið úrval SIGURÐUR JÓNASSON Laugavegi 10 B — Sími 10897 Sorgarsaga að sunnan SJÚK blökkustúlka í borg einni í Suður- Afríku var fyrir skömmu að bíða eftir stræt- isvagni í hellirigningu. Nokkrir hvítir menn biðu þarna einnig eftir vagni, sem einungis var ætlaður hvítum farþegum. Þeir sáu aum- ur á stúlkunni, og þegar vagn þeirra kom, buðu þeir henni að verða sér samferða í hon- um. Stúlkan ætlaði ekki að þora það, en lét þó til leiðast, vegna þess hve lasin hún var. En í því að hún steig upp í vagninn, kom lögregluþjónn hlaupandi. Þreif hann til blökkustúlkunnar, dró hana út úr vagnin- um og hótaði að sekta alla farþegana, ef hún dirfðist að fara aftur upp í hann. Stúlkan varð að bíða langa stund eftir blökkumannavagni. Áður en hann kæmi, höfðu 3 hvítra manna vagnar staðnæmzt á þessari biðstöð. Loks komst stúlkan þó heim til sín, en þá var svo af henni dregið vegna vosbúðar og sjúkleika, að hún lagðist þegar rúmföst og andaðist skömmu síðar. Allt erA þá þrennt er ÞEGAR japanskur málari, Naga Imogo að nafni, hafði „af tilviljun“ þ'risvar sinnum misst málningarkrukku í höfuðið á lögreglu- þjóni í sama mánuðinum, virtist réttvísinni austur þar nóg komið af tilviljununum og sektaði málarann. Hátekjukonur NÝLEGA sáum við þess getið í erl. blaði, að Elizabeth Taylor væri ekki lengur tekju- hæsta kvikmyndadís heimsins. Julie And- rews hefði nefnilega farið fram úr henni, hvað það snertir. Hún fékk fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Say it With Music“ 1.25 jnillj. dollara, en Elizabeth varð að láta sé." nægja 1 milljón. Útvarpstæki og útvarpsviðgerðir. öll vinna fljótt og vel af hendi leyst. IIADÍ ÓVIRKINN Skólavörðustíg 10 — Sími 10450

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.