Samtíðin - 01.12.1968, Qupperneq 26
18
SAMTlÐlN
fleygastur allra fugla er freigátufuglinn
í hitabeltinu. Hraði hans hefur mælzt
375 km á klst. í logni. Næstur honum er
múrsvölungurinn með 355 km hraða á
klst. og veiðir meira að segja flugur á
þeim hraða! En talið er, að flugur hrindi
öllum metum í þessum efnum. Vísinda-
menn þykjast hafa mælt viðbragðsflýti
uxakleggjans, sem nam allt að 500 km
á klst. Sá bitvargur er a. m. k. alltaf
búinn að stinga fólk og er floginn á burt,
áður en menn hafa haft ráðrúm til að
slá liann. Gullsmiðurinn flýgur með 90
km hraða á klst. og getur stöðvað sig á
centímetra, sem reynast myndi öðrum
lifandi verum bráður bani.
Sverðfiskurinn er allra fiska hrað-
syndastur; hann kemst 110 km á klst.
Hákarl kernst tæpa 60 km, lax 40.
Hér verður nú staðar numið að sinni.
Við liættum okkur ekki út i að segja frá
þeim hraða, sem mennirnir hafa þegar
náð með ýmsum tækniráðum. Sú frásögn
yrði líka vísast orðin úrelt, þegar þessar
línur koma á prent.
Nýstárleg bankaþjónustu
f danska blaðinu Politiken birtist nýlega
eftirfarandi smágrein:
Danskir bankar eru ekki enn komnir það
langt, að unnt sé að fá þar léða peninga í
peningasjálfsafgreiðslum (pengeautomater).
En þar er hægt að taka út peninga á þann
hátt, ef menn taka ekki meira en þeir eiga
inni. Sjálfsafgreiðsla (automat-service) hef-
ur nú í fyrsta sinn í Danmörku verið tekin
upp við Norðurport, þar sem Sparisjóður
Kaupmannahafnar og nágrennis hefur kom-
ið fyrir sjálfsafgreiðslu peninga, er annast
þjónustu úti fyrir, eftir að peningastofnun-
inni hefur verið lokað. f þessari sjálfs-
afgreiðslu er hámarksúttekt 500 kr. Við-
skiptavinir Sparisjóðsins geta nytfært sér
hana með plastkorti, sem kostar 10 kr. Raf-
reiknir vakir yfir útborgununum og fylgist
með því, hvort innstæða sé fyrir þeim á
bankareikningnum, áður en sjálfsafgreiðslan
afhendir peningana.
0LIK SJ0NARMIÐ
Eg geri það ekki — segir letinginn.
Eg gel það ekki — segir dugleysinginn,
Eg veit það ekki — segir sá fáfróði.
Ég vildi ég gæ.ti það — segir óskhyggju-
maðurinn.
Ég kynni að geta það — segir draumóra-
maðurinn.
Eg ætla að reyna það — segir sá framsýni.
Ég get það áreiðanlega — segir kjarkmað-
urinn.
Ég ætla að gera. það — segir sá ötuli.
Eg er búinn að því — segir sigurvegarinn.
Tveir stjórnmálaskörungar
HÉR kemur aldargömul saga: Ensk ungl-
ingsstúlka varð þess einstæða lieiðurs að-
njótandi að vera borðdama stjórnmálaskör-
unganna Gladstones og Disraelis hvort kvöld-
ið eftjr annað. Aðspurð, við hvorn þeirra
henni hefði likað betur, svaraði stúlkan:
„Þegar ég hafði hr. Gladstone tii borðs, viit-
ist mér hann vera vitrasti maður á öllu Eng-
landi. En þegar ég hafði herra Disraeli, þá
fannst mér hann vera vitrasta kona á Eng-
Iandi!“
MERKINGAR ORÐTAKA á bls. 16.
1. Að fara á sömu leið.
2. Að vera á vegum einhvers.
3. Að vera forviða.
4. Að bregðast.
5. Að leysa verk af hendi til þess að rækja
einhverja skyldu.
^ SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreylts
og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN kapp-
kostar að veita fslendingum þá þjónustu.
^ ScgiS vinum yðar frá SAMTÍÐINNI.