Samtíðin - 01.12.1968, Page 31

Samtíðin - 01.12.1968, Page 31
SAMTÍÐIN 23 Guðm. Arnlaugsson: 29. grein SKÁLDSKAPUR Á SKÁKBORÐi Á það hefur verið minnzt áður í þess- um þáttum, að ýmsar snjallar hugmynd- ir tafllokahöfunda eru komnar rakleið- is úr tefldu tafli. Ein hinna kunnustu af því tagi er þessi: 44. Saavedra, 1895 Iíb6—Pc6; Kal—Hd5. Hvítur á að vinna. Sagt er að þessi staða hafi komið upp i tefldu tafli í London og keppendur ■samið um jafntefli án þess að tefla lengra. En við nánari athugun á taflinu kom í ljós að staðan hjó yfir fleiru en teflendurna hafði grunað. Vinningsleiðin er lærdómsrík: í. c7 Hd6i 2. Kb5. En vitaskuld ekki 2. Kc5 Hcl! 2.....Hd5i 3. KU Hdkf 4. Kc3 Hdl 5. Kc2 Hdk! Hér hlýtur maður að spyrja: hvað sáu teflendurnir langt þegar þeir sömdu um Jafnteflið, sáu þeir þessa vörn? Án henn- ar væri taflið auðunnið fyrir hvít. En nú strandar 6. c8D á Hc4fl 7. Dxc4 og hvítur er patt! Jafnteflið "virðist því blasa við, en 6. c8HH snýr broddinum aftur við. Hvítur hótar að máta og við því er aðeins ein vörn 6. .. HU. Hlýtur þetta ekki að nægja til jafn- teflis? 7. Kb3! Og nú er öllu lokið, hrókurinn í upp- námi, máthótun í borði og engin leið til að bjarga því við. En nú skulum við sjá, hvernig Troitzkí vinnur úr þessari hugmynd. 45. Troitzkí 1924. Kd5-Hd2-Pb4-Ph5-Ph6 Ka6-Hg4-Bd7-Pb5-Pd6. Hvitur á að vinna. Við látum lausnina bíða til næsta þátt- ar. Ef menn hafa Saavedra i huga, ætti hún ekki að vera óviðráðanleg. Nonni litli: „Geturðu ekki gefið mér eld í sígarettuna, manni? Pabbi og mamma segja nefnilega, að ég sé allt of ungur til að vera með elds-pýtur!“ Vestur-þýzk útvarps- og sjónvarpstæki frá Schaub-Lorenz. Hagstætt verð. GELLIR sf., Garðastræti 11, sími 17412. a n mm ■ wa m m m m

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.