Samtíðin - 01.12.1968, Page 35
SAMTlÐIN
27
ÚR EÍNU -
HINN 4. októher 1957 brauzt mann-
kynið í fyrsta sinn úr járnviðjum nátt-
úrunnar, gerðisl óliáð þyngdarlögmál-
inu og sendi fyrsta geimfarið út úr gufu-
hvolfi jarðar í hringferð umhverfis
hnöttinn. Það var geimför Sputniks I frá
Ráðstjórnarríkjunum, sem markaði hér
timamót. Þetla geimfar vó 83,5 kg. —
Réttum 10 árum seinna svifu 4—5000
gervihnettir og geimför umliverfis jörð-
ina, sólina og tunglið ásamt leifum af
1500 eldflaugum og geimförum, sem
geigað liöfðu á ferðum sínum. Stærstu
geimförin voru þá orðin 12 lesla þung.
Kostnaðurinn af þessum 10 ára fram-
kvæmdum Sovét- og Bandaríkjamanna
er áætlaður um 500 milljarðar danskra
króna, sem við hiðjum lesendur okkar
vinsamlegast að breyta í ísl. kr., ef þeir
kæra sig nm.
SAMKVÆMT skýrslum horgarlæknis
Khafnar um árið 1966 var meira en
7undi hver maður þar í horg 65 ára eða
eldri, og liafði það lilutfall haldizt
óhreytt nokkur ár. Árið 1960 stöfuðu
34,2% af dauðsföllum í Khöfn af hjarta-
sjúkdómum. I árslok 1966 var sá hundr-
nðshluti orðinn 39,3%. Dánarorsakir
nieðal karla af völdum hjartasjúkdóma
var 50% tiðari en af völdum krahha-
nieins, og dánarorsakir meðal kvenna
vegna hjartabilunar voru talsvert fleiri
en af völdum krahbameins, sem er þó
næstmannskæðasti sjúkdómur í horg-
nini. Dauðsföllum af völdum lungna-
krahba liefur fjölgað mjög í Khöfn á ár-
nnum 1935—66. Árið 1935 dóu úr hon-
um aðeins 10 manns á aldrinum 55—64
ára og 10 á aldrinum 65—84 ára. Árið
1935 dóu úr honum aðeins 10 manns á
aldrinum 55—64 ára og 10 á aldrinum
65—84 ára. Árið 1966 voru þessar tölur
orðnar 160 og 239.
ÞAU tíðindi gerðust í lítilli kúlu-
pennaverksmiðju í Mendrisio í Sviss 23.
júlí sl., að 70 starfsmenn þar fóru í
verkfall ld. á mínútunni 9 samkvæmt
svissneskri nákvæmni. Þetta er talið eill
fvrsta verkfall, sem orðið hefur í Sviss
síðan í styrjaldarlok 1945 og þótti því-
líkum tíðindum sæta í Frakklandi, að
þess var getið í hlöðunum. Kröfur sviss-
nesku verkfallsmannanna voru ekki um
kauphækkun, heldur einungis um 3ja
vikna sumarleyfi. Ekki er okkur kunn-
ngl um, hvað klukkan var, þegar deilan
leystist, né hvernig henni lyktaði.
VIÐ lásum í erlendu hlaði, að venju-
leg hollenzk húsmóðir ynni 60 klst. á
viku, en maður heunar ekki nema 45
klst. 35% hollenzkra húsmæðra kvört-
uðu um þreytu og slen, einkum vegna
höfuðverkjar. Þessar upplýsingar hyggj-
ast á rannsóknum stofnunar, sem hefur
með höndum skoðanakaunanir í Hol-
landi. lQc/t, þeirra kvenna, er stofnunin
leilaði til, kváðust aldrei fara á hár-
greiðslustofur og 30% sögðust aldrei
fara út með mönnum sínum! Á 78%
hcimilanna er þvottadagur vikulega, á
75% þeirra eru þvottavélar, en 5%
senda tauið í þvottahús.
- í ANNAÐ