Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 8

Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 8
 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR Hljóðið í þingmönnum VG er þungt þessa dagana þegar þeir eru spurðir um heilsufar flokks síns. Fólk dramatíserar vandann mis- mikið, en enginn gerir lítið úr honum. Ofboðslegur titr- ingur og vaxandi, segir einn þingmaður. Lausn á Icesave er talin forsenda þess að um heilt grói. Spenna vegna framkvæmdar for- vals VG í Reykjavík á dögunum og eftirmál þess eru vísbendingar um að grunnt sé á því góða í flokkn- um. Umræða um meinta andfem- ínista og laka framkvæmd kosn- inganna hefur verið áberandi. En sumir fylgismenn Ögmundar Jón- assonar, sem fór úr ríkisstjórn vegna andstöðu sinnar við Icesa- ve-stefnu Steingríms J. Sigfússon- ar formanns, telja að fólk Stein- gríms og Svavars Gestssonar hafi í forvalinu hefnt sín á Ögmundi fyrir afstöðu hans í Icesave-mál- inu. Það hafi barist gegn Þorleifi Gunnlaugssyni, sem er talinn til Ögmundarmanna. Auðvitað þýðir stuðningur við einn frambjóðanda ekki andstöðu við samherja annars frambjóð- anda, en þingmenn flokksins kann- ast við þessar sögur. Enginn þeirra sem blaðið ræddi við sagðist þó hafa tekið þátt í slíkum leik. Þingmaður VG, hlynntur Ögmundi, segir augljóst að eitt- hvað mikið bjáti á í flokknum, fyrst gengið sé fram af heift gegn gömlum félaga á þennan hátt. Annað nýlegt dæmi um titring í VG eru skrif um ágæti Evu Joly, þar sem Björn Valur Gíslason, Steingrímsmegin, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, úr Ögmund- ararmi, hafa verið á öndverðum meiði. Þegar vefriti VG, Smugunni, var lokað á dögunum höfðu þangað borist nokkrar aðsendar greinar og harðorðar frá flokksmönnum. Til dæmis sagðist Sigríður Krist- insdóttir, fyrrum kjörstjórnarfull- trúi og VG-félagi til langs tíma, þar efast um að hún kjósi flokk- inn í næstu kosningum. Hún tal- aði um siðleysi í forvalinu og þar fram eftir götunum. Svo líkti einn pistlahöfundur, Freyr Rögnvaldsson, keppinautum Sóleyjar Tómasdóttur við menn á borð við Pol Pot, Papa Doc og Pin- ochet. Þetta væru litlir hræddir karlar sem þyldu ekki að sjá hug- rakka unga stúlku sigra. Stalín kemur einnig að borðinu Hversu mikið sem það kann að tengjast femínisima og miðaldra körlum, verður ekki hjá því litið að margir flokksmenn telja VG hafa misst sjónar á lýðræðislegum hefðum sínum. Þetta var eitt af því sem flokksmenn gagnrýndu í for- valinu í Reykjavík. Síðan hafa komist í hámæli deilur Sóleyj- ar Tómasdóttur og Hermanns Valssonar varaborgarfulltrúa, um hvernig Hermann ætti að greiða atkvæði. Nú heyr- ist vopnabrak norð- an heiða. Guðbergur Egill Eyjólfsson, þá for- maður svæðisfélags VG á Akureyri, sagði af sér formennsku á föstudag, óánægður með hvernig stillt var upp á lista fyrir norðan, vegna komandi sveit- arstjórnarkosninga. Það er í ljósi alls þessa sem Ögmundur skrifar á heimasíðu sína á föstudag, og víkur að deilum fyrir sunnan og norðan. „Það tekur á þegar vinir deila. Svo lýkur því,“ sagði hann þar og hvatti flokks- menn til að fylkja liði til sigurs í sveitarstjórnarkosningum. En það er ekki sami sáttatónn í öllum þingmönnum VG. Í svokall- aðri órólegri deild Ögmundar eru þingmenn sem segja Steingrím J. og félaga jaðra við að beita „stal- ínískri“ reglu um eina flokks- línu fyrir alla. Þetta smiti út frá sér: Lilja Mósesdóttir var hvött á sínum tíma af „vel menntuðum hópi fólks úr grasrótinni“ til að segja af sér sem þingmaður, eftir að hún tók afstöðu gegn Icesave- samningnum. Ögmundur óvelkominn? Svokallað flokkseigendafélag Steingríms formanns og Svavars segir á móti að Ögmundur hafi sjálfur ákveðið að fara úr ríkis- stjórninni, án samráðs við þing- flokkinn. Hann hafi meira talað við blaðamenn. Einn ráðherra VG segist ekki vita til þess að Ögmundi hafi verið stillt upp við vegg í því máli. Ákvörðunin virð- ist hafa verið Ögmundar. Þingmaður einn telur að Ögmundur hafi æ meir tekið ásýnd fórnarlambs þegar í ljós kom að hann hefði leikið af sér með afsögninni og hann fann sig utan innsta hrings. Nú sé stjórnin samstæðari og sterkari og beri deilumál ekki á torg. Ögmundur njóti því ekki stuðnings þingflokksins sem hugs- anlegur ráðherra, enda séu allir hættir að tala um það sem mögu- leika að hann snúi aftur. Þvert á móti fjarlægist hann óðum hring- iðuna í stjórn flokksins. Þá segir annar þingmaður erf- itt að sjá fyrir sér sættir fyrr en Ögmundur snúi aftur í ríkis- stjórn. Iceasave sem forsenda friðar Einir fimm viðmælendur blaðs- ins úr þingflokki VG voru spurðir sérstaklega um hugsanlega lausn á deilum innan flokksins. Allir nefndu niðurstöðu í Icesave-mál- inu sem forsendu friðar. Einn þingmaður telur hins vegar að í grunninn snúist deilurnar ekki um málefni heldur um Steingrím og Ögmund, tvo leiðtoga flokksins. Aldrei hafi verið gengið almenni- lega frá verkaskiptingu milli þeirra. Það verði þó ekki gert fyrr en að Icesave loknu. Ögmundarfólk tekur ekki undir þetta heils hugar, heldur segja málið snúast um trúnað við hug- sjónir. VG sé í þeirri hættu að fara sama veg og aðrir flokkar, passi hann ekki upp á lýðræði og opin skoðanaskipti, sem fyrr segir. Þetta eigi að vera aðalsmerki flokksins. Samkvæmt heimildum hefur á stundum ekki verið starfsfriður í æðstu röðum flokksins, vegna persónulegra deilna. Sérstaklega hafi staðan verið slæm fram að 30. september, þegar Ögmundur sagði af sér. Þá hafi hávær átök á þingflokksfundum komið í veg fyrir að fólk gæti talað saman. Opinskáar deilur í fjölmiðlum hafi síðan reynst mörgum flokksmann- inum erfiðar, enda sé VG flokkur sem leggi mikið upp úr samstöðu. Stjórnarsetan hafi verið afar erfið að þessu leyti. Erfiðir hjallar fram undan Grasrót flokksins, fullyrða sumir þingmenn, er vonsvikin með stefnu VG í ríkisstjórn. Það þykir ekki nægilega vinstrisinnaður bragur þar á bæ. Aðgerðaleysi hafi komið í stað frægrar skjaldborgar um heimilin. Þá skyldi ekki vanmeta and- stöðu, sérstaklega landsbyggðar- fólks, við ESB, og gremju vegna umsóknar Íslands að því. Stein- grímur formaður sagði jú annað fyrir kosningar en að ESB væri á dagskrá. En hvorki ESB né Icesave eru endilega það sem verður erfið- ast fyrir flokkinn, að sögn þing- manns. Fram undan er minnst fimmtíu milljarða niðurskurður ársins 2011, eftir allt sem á undan er gengið. Þá fyrst þurfi vinstri græn að taka á honum stóra sínum og standa saman. Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. Af litlum neista… A  Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki SGS krefst... ... þess að stöðugleikasáttmálinn standi! Efling atvinnulífsins verði algjört forgangsmál. Nánari upplýsingar á www.asi.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VG er í vanda statt FRÉTTASKÝRING: Innanflokksátök hjá Vinstri grænum FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARS. klemens@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.