Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 19 Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Terr security býður upp á starfsmöguleika á heimsvísu Listdans ★★★★★ Endalaus Íslenski dansflokkurinn Dans og textahöfundur: Alan Lucien Öyen. Tónlist: Ólafur Arn- alds. Ljós: Aðalsteinn Sigurðsson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Dansarar: Aðalheiður Halldórs- dóttir, Cameron Corbett, Guð- mundur Elías Knudsen, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfs- dóttir, Katrín Á. Johnson, Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnars- dóttir, Steve Lorenz. Er ástin spurning um orð eða fram- kvæmd? Eitthvað á þessa leið hafa þau spurt sig, ungu listamennirn- ir úr Íslenska dansflokknum sem settu saman sýninguna Endalaus sem nú er verið að sýna í Borgar- leikhúsinu. Ástin getur verið frasi, leiður frasi, sjálfsagður hlutur, hversdagslegt hjal eða ofasfengin upplifun. Að dansa og á sama tíma sýna grafík á veggjum sem verð- ur til um leið og orð og hreyfing- ar auk undirliggjandi og stundum ögrandi tónlistar blossar upp, er það sem við fáum að sjá. Liðugir líkamar sem segja sögur og sveigj- ast eftir höggum andstæðinga á fiman og flinkan máta. Höfundar sýningarinnar eru þeir Alan Lucien Öyen og Ólafur Arnalds. Alan Lucien Öyen hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Hann er danshöfundur frá Noregi sem leggur áherslu á ríkar tilfinningar og ljóðrænu í verkum sínum. Handritið er alfarið hans, en dansarar tala hér jöfnum hönd- um og gerir það verkið aðgengi- legra kannski þeim sem óvanir eru hreinræktuðum dansi. Að vísu er hér talað á ensku, en hún er svo skýr þessi enska að allir ættu að skilja. Ólafur Arnalds semur tón- listina og hefur hann getið sér gott orð fyrir verk sín bæði í samvinnu við Sigur Rós og eins einn og sér. Hann blandar saman klassík og poppi og hér er hann svolítið ein- tóna en um leið ögrandi og tónarn- ir eiga mjög vel við undirliggjandi erfiðleika fólks sem komið er í kastþröng tilfinninga og orðasam- skipta. Sófaborðið er á milli okkar eða kemur upp á milli okkar, eitt- hvað á þá leið mælir ein kona, og samtímis birtist sófaborð reynd- ar með öðrum húsgögnum teikn- að snilldarlega á vegg og urgandi tónlist fylgir með. Þetta er sýning sem unun er að því að horfa á sama hvort heldur er ísmeygilegur dans eða smart grafík. Dansararnir voru hver öðrum betri og skemmtilegt að sjá hversu margbreytilegur hópurinn er, það eru greinilega ekki stærðarstaðl- ar í þessum dansflokki, allt í lagi að vera lítill og fínt að vera stór. Einstök atriði báru af eins og sam- skipti hjóna sem greinilega eru búin með kvótann í sínu samlífi og barátta upp á líf og dauða er sýnt á ofurfiman hátt af líkömum sem virtust breytast í gúmmí og almennt notkunin á rýminu sem stækkaði upp í allsherjar flæði og niður í smæstu kompur með töfr- um ljósanna. Góð sýning fyrir alla. Elísabet Brekkan Ástin verður aldrei þreytt FRÁBÆR SÝNING Unun er að horfa á sýningu Íslenska dansflokksins, Endalaus. Eysteinn Guðni Guðnason frum- sýnir heimildarmynd sína, Hring- urinn II, 2. mars, nákvæmlega 25 árum eftir að Friðrik Þór Friðriks- son frumsýndi mynd sína Hring- urinn. Sú mynd var tekin upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að leikarar kæmu við sögu og gerði Eysteinn slíkt hið sama síðasta haust. Myndin verður sýnd á hvor sínum húsveggnum fyrir utan heimili Eysteins á Laugaveg- inum þar sem óprúttnir aðilar skvettu nýverið rauðri málningu. „Ég er búinn að hafa augastað á þessum veggjum sem eru hvor á móti öðrum því þetta er mynd með tveimur römmum, einum að framan og einum aftan á,“ segir Eysteinn, en myndin var tekin upp þannig að einni myndavél var beint fram veginn og annarri aftur á bak meðan á ferðalaginu stóð. Einn rammi var tekinn upp á tíu metra fresti. „Þetta er óhefðbund- in mynd og þar sem bíóin bjóða ekki upp á tvö tjöld í sama saln- um ákvað ég að finna aðra leið til að sýna hana. Þetta er kjörin stað- setning á Laugaveginum og mér varð hugsað til hennar. Ég var að hugsa að það þyrfti að fara að mála þessa veggi og svo skvetta þeir þessari málningu þarna, þannig að það var alls ekkert svo slæmt. Það gaf mér tilefni til að mála veggina aftur,“ segir hann. Eysteinn segist ekki vita hverjir voru þarna að verki en tekur fram að hann sé alls enginn útrásarvík- ingur. Hann var fljótur að mála yfir skvettuna, enda segir hann það afar mikilvægt. „Það er tvennt sem maður græðir á því. Maður tekur burtu tilganginn hjá krotur- unum og kemur í veg fyrir áfram- haldandi krot, því ef það kemur eitt þá laðar það að sér fleiri.“ - fb Í fótspor Friðriks Þórs EYSTEINN GUÐNASON Kvikmyndagerðar- maðurinn ungi sýnir heimildarmynd sína, Hringurinn II, 2. mars næstkom- andi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.