Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 40
20 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI „Þetta var alveg óvart,“
sagði María Lind Sigurðardóttir
hógvær eftir úrslitaleik Subway-
bikars kvenna á laugardaginn en
óvænt og frábær frammistaða
Maríu tryggði henni útnefninguna
besti maður úrslitaleiksins og átti
stóran þátt í að Haukakonur unnu
bikarinn.
María skoraði 20 stig á 23 mínút-
um í leiknum, hitti úr 9 af 12 skot-
um og tók 7 af 9 fráköstum sínum
í sókninni.
„Þetta er örugglega besti leik-
urinn sem ég hef spilað á ævinni
og ég held að stigametið mitt
hafi verið 18 stig,“ sagði María
og bætti við: „Það er oft sem litla
liðið kemur og vinnur svona leiki.
Þannig að við vissum að það var
ekkert að marka einhverjar spár.
Við vissum það að þeir sem berjast
meira, þeir vinna,“ sagði María.
Kvennalið Keflavíkur náði ekki
að fylgja eftir frábærum leikjum
liðsins á árinu 2010 og urðu enn á
ný að yfirgefa höllina með silfrið
um hálsinn alveg eins og 2007 og
2009.
Haukakonur unnu fráköstin í
fyrri hálfleik en þær hreinlega
rústuðu Keflavíkurliðið í fráköst-
um í þeim seinni þar sem liðið tók
meira að segja þrjú fleiri sókna-
fráköst en Keflavík tók af varna-
fráköstum. Haukar fengu 31 stig
eftir sóknafráköst í leiknum, þar
af skoruðu þær fyrstu tólf stig sín
í lokaleikhlutanum eftir að hafa
tekið sóknafráköst í sókninni. Hér
lá munurinn í leiknum enda erf-
itt að vinna leik þegar þú tekur 38
færri skot á körfuna en andstæð-
ingurinn.
„Þetta var ömurlegt. Þær rústa
okkur í fráköstunum og þar liggur
bara munurinn. Við vissum alveg
að þær væru sterkar í fráköstun-
um en mínar stelpur stigu bara
ekki út og vildu bara ekki vinna
þennan leik,“ sagði Jón Halldór
Epvaldsson, þjálfari Keflavíkur,
eftir leikinn.
Liðin skiptust á um að hafa for-
ustuna í fyrri hálfleik en Haukar
voru einu stigi yfir í hálfleik, 46-
45, eftir að Heather Ezell skoraði
lokakörfu hálfleiksins eftir að hafa
tekið enn eitt sóknafrákastið.
Haukarnir komust mest fimm
stigum yfir í þriðja leikhluta en
munurinn var aðeins tvö stig fyrir
lokaleikhlutann, 62-60. Keflavík-
urkonur töpuðu hverju frákast-
inu á fætur öðru í upphafi fjórða
leikhlutans og Haukarnir gengu á
lagið, gerðu út um leikinn á meðan
og tryggðu sér bikarinn.
„Þetta var frábær barátta hjá
stelpunum í dag. Þetta er það sem
skilur á milli í svona leikjum þegar
getumunurinn er ekki mikill. Við
vissum alveg hvað við getum og
við viljum vera með stóru liðun-
um. Við þurfum að minna á okkur
og það var bara það sem við gerð-
um,“ sagði Henning Heningsson,
þjálfari Hauka.
„Við lögðum upp með það að
vörnin myndi skila þessu. Við
vorum með ákveðna taktík í vörn-
inni sem átti að geta tekið svolítið
frá þeirra leik og brotið þeirra leik
svolítið upp. Það heppnaðist mjög
vel í seinni hálfleik en ekki eins
vel í þeim fyrri. Við fórum yfir
það í hálfleik og náðum að laga
þetta,“ sagði Henning og hann gat
ekki annað en hrósað hinni ungu
Maríu Lind Sigurðardóttur í hás-
tert.
„María Lind er mjög góður leik-
maður. Hún hefur kannski ekki
fengið öll þau tækifæri sem hún
hefur átt skilið en það er ekki
hægt að segja annað en að hún hafi
notað það tækifæri sem hún fékk
í dag. Þetta var frábær frammi-
staða hjá henni. Við vitum alveg
hvað María getur og þegar hún
setur skotin sín ofan í körfuna þá
stoppar hana enginn,“ sagði Henn-
ing. ooj@frettabladid.is
María spilaði leik lífsins
Haukakonur urðu bikarmeistarar í fimmta skiptið eftir 83-77 sigur á Keflavík
í Höllinni á laugardaginn. Keflavíkurkonur áttu ekki svar við baráttuglöðum
Haukastelpum og bikarsilfrið fór til Keflavíkur í þriðja sinn á fjórum árum.
BIKARINN Á LOFTI Telma Björk Fjalars-
dóttir, fyrirliði Hauka, með bikarinn í
hendi og félaga í liðinu sér við hlið.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MIKIL GLEÐI Í LEIKSLOK María Lind Sigurðardóttir og Henning Henningsson í farar-
broddi í fögnuði Haukaliðsins í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Keflavíkurstelpurn-
ar Birna Valgarðsdóttir og Pálína
Gunnlaugsdóttir töluðu báðar um
að leikmenn liðsins hefðu verið
hræddar við að tapa.
„Þetta er þvílíkt svekkelsi en
við skitum upp á bak í fráköstum.
Þegar við erum komnar í svona
spennandi bikarúrslitaleiki þá
förum við alltaf inn í skelina ef
það kemur smá áhlaup á okkur,“
sagði Birna og bætti við:
„Það er orðið frekar fúlt að fá
alltaf silfur í Höllinni. Þetta átti
ekki að fara svona en við vorum
bara hræddar við að tapa í fjórða
leikhlutanum og því fór sem fór,“
sagði Birna sem var best í liði
Keflavíkur.
„Við spiluðum ekki nógu vel
saman og við létum þessa litlu
hluti fara í taugarnar á okkur.
Haukarnir voru alltaf skrefi á
undan og tóku líka örugglega
tuttugu fleiri fráköst heldur en
við,“ sagði Pálína eftir leikinn en
hún var frákastahæsti leikmaður
Keflavíkur þrátt fyrir að vera lít-
ill bakvörður. - óój
Keflavíkurkonur eftir leik:
Hræddar við að
tapa leiknum
SVEKKTAR Keflavíkurkonur fengu silfrið
annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Subwaybikar kvenna
Haukar-Keflavík 83-77 (46-45)
Stig Hauka: Heather Ezell 25 (15 frák., 11 stoðs.,
5 stolnir), María Lind Sigurðardóttir 20 (9 frák.),
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11, Telma Björk Fja
larsdóttir 10 (11 frák.), Kiki Jean Lund 9 (5 frák.,
5 stoðs.), Guðrún Ósk Ámundardóttir 7, Helena
Brynja Hólm 1.
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22, Kristi
Smith 20, Bryndís Guðmundsdóttir 19 (5 frák.
5 stoðs.), Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Rannveig
Randversdóttir 3, Pálína Gunnlaugsdóttir 3 (7
frák., 5 stoðs.).
Tölur úr leiknum
Fráköst: Haukar +19 (51-32)
Sóknafráköst: Haukar +23 (27-4)
Stig af bekk: Haukar +11 (21-10)
Stig úr teig: Haukar +4 (32-28)
3ja stiga körfur: Jafnt (7-7)
Subwaybikar karla
Snæfell-Grindavík 92-81 (44-41)
Stig Snæfells: Sean Burton 36, Sigurður
Þorvaldsson 14, Jón Ólafur Jónsson 12, Hlynur
Bæringsson 10 (19 frák.), Martins Berkis 9, Emil
Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3,
Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Stig Grindavíkur: Brenton Joe Birmingham 17,
Þorleifur Ólafsson 16, Darrell Flake 16 (9 frák.),
Arnar Freyr Jónsson 15 (11 stoðs.), Guðlaugur
Eyjólfsson 9, Páll Axel Vilbergsson 4, Ómar Örn
Sævarsson 3 (10 frák.), Ólafur Ólafsson 1.
Tölur úr leiknum
Fráköst: Snæfell +7 (40-33)
Sóknafráköst: Snæfell +11 (14-3)
Stig af bekk: Grindavík +12 (26-14)
Stig úr teig: Grindavík +20 (44-24)
3ja stiga körfur: Snæfell +8 (13-5)
BIKARÚRSLITIN
KÖRFUBOLTI Sean Burton átti frá-
bæran leik með Snæfelli í bikar-
úrslitaleiknum á laugardaginn og
skoraði alls 36 stig í leiknum.
„Mér leið vel í þessum leik. Ég
kom inn í leikinn með það mark-
mið að stjórna hraðanum í leikn-
um og koma félögunm mínum í
Snæfellsliðinu inn í leikinn. Skot-
in mín fóru að detta þannig að ég
hélt bara áfram að skjóta,“ sagði
sagði Sean sem skoraði 16 af stig-
um sínum í þriðja leikhlutanum.
„Þetta var jafn leikur og ég
reyndi bara að gera það sem ég
taldi að myndi skila okkur sigri.
Ég vissi hvað það yrði æðislegt að
vinna þennan leik. Í þriðja leik-
hlutanum þurfti eitthvað að ger-
ast hjá okkur, ég reyndi að vera
ákveðnari og skotin mín duttu,“
sagði Sean Burton. - óój
Sean Burton hjá Snæfelli:
Ég hélt bara
áfram að skjóta
36 STIG Sean Burton. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Haukakonan Guðrún Ósk Ámundadóttir var eini bikarmeistarinn í
Höllinni um helgina sem náði því að vera bikarmeistari annað
árið í röð. Guðrún var einnig með KR-liðinu sem vann
líka Keflavík í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
„Ég hef aldrei tapað í Höllinni og þetta er alveg
dásamlegt,“ sagði Guðrún eftrir leikinn en hún varð
einnig bikarmeistari með Haukum 2005 og 2007
og hefur því fengið fjögur bikargull á síðustu
fimm árum.
„Vörnin skilaði okkur algjörlega þessum sigri.
Við vorum að kasta okkur á alla bolta og við
stóðum allar saman. Við hjálpuðum hver annarri
ef einhver missti leikmann framhjá sér og þá var
alltaf komin önnur í staðinn. Við vorum bara
frábærar í þessum leik og við trúðum þessu
allan tímann,“ segir Guðrún sem skoraði 7
stig í leiknum.
Guðrún hrósaði mikið hinni 21 árs gömlu Maríu Lind
Sigurðardóttur sem var óvænt maður leiksins.
„María var stórkostleg í þesum leik. Hún var sjóð-
andi heit, skaut með þvílíku sjálfstrausti og það
fór allt ofan í hjá henni,“ segir Guðrún en það
voru yfirburðirnir í fráköstunum sem áttu einnig
mikinn þátt í sigrinum.
„Við sýndum það í fráköstunum að við ætluðum
að vinna þennan leik,“ segir Guðrún sem komst
í hóp með Hönnu Kjartansdóttur yfir þær
sem hafa orðið bikarmeistarar með tveimur
félögum tvö ár í röð. Hanna vann bikarinn
með Haukum 1992 og Keflavík 1993.
„Þessi fer í safnið með hinum þremur
og það er alltaf ótrúlega skemmtilegt að
vinna bikarinn í Höllinni,“ sagði Guðrún að
lokum.
HAUKAKONAN GUÐRÚN ÓSK ÁMUNDADÓTTIR: BIKARMEISTARI Í FJÓRÐA SKIPTIÐ Á FIMM ÁRUM
Sýndum það í fráköstunum að við ætluðum að vinna
> Heather fyrst til að ná þrennu í bikar-
úrslitaleik
Haukakonan Heather Ezell varð fyrsta konan
til þess að vera með tvöfalda þrennu í
bikarúrslitaleik kvenna þegar hún skoraði
22 stig, tók 15 fráköst og gaf 11 stoð-
sendingar í 83-77 sigri Hauka á Keflavík
um helgina. Helena Sverrisdóttir (2005)
og Limor Mizrachi (1999) höfðu komist
næst því að ná þrennunni í Höllinni en
báðar vantaði þær aðeins eitt frákast,
Helena var með 27 stig og 11 stoðsend-
ingar en Limor skoraði 31 stig og gaf 10
stoðsendingar.