Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 8
8 8. mars 2010 MÁNUDAGUR Hjörtur Jónasson, Námufélagi í háskóla La us n: N em an d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 Opið hús! 9. og 11. mars kl. 13:30-16:30 Leiðsögn um skólann og opnar kennslustundir í : o almennu námi o byggingagreinum – húsasmíði – pípulögnum o hársnyrtiiðn o listnámi – hönnun – útstillingum o málmiðnum – rennismíði – vélvirkjun o rafiðnum - rafvirkjun o tækniteiknun Allir velkomnir! 9. og 10. bekkingar sérstaklega hvattir til þess að koma og kynna sér nám við skólann Iðnskólinn í Hafnarfirði Flatahrauni 12 220 Hafnarfjörður www.idnskolinn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DÓMSMÁL Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavík- ur, segir að eftir metfjölda einka- mála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. „Það má reikna með að nú fari að streyma inn mál út af kröfum í þrotabú bankanna. Þau geta skipt hundruðum,“ segir Helgi og vísar til þess að hátt í þrjátíu þúsund kröf- ur hafi borist í þrotabú stóru bank- anna; Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans. Mörgum kröfum hafi slitastjórnir hafnað eða muni hafna. „Þá geta kröfuhafar borið það undir dómstóla og það má reikna með að þessum málum fari mjög fjölgandi á næstu mánuðum.“ Að sögn Helga eru þegar í gangi um þrjátíu mál kröfuhafa í Straumi- Burðarási auk alls konar mála vegna gjaldþrota stórra fyrirtækja. „Síðan má reikna með verulegum fjölda mála sem skiptastjórar höfða til riftunar á ýmsum gerningum. Þá er sérstakur saksóknari búinn að boða fyrstu málin í vor þótt það verði ekki stærstu málin. Þau munu koma seinna og verða gríðarlega stór og flókin,“ segir Helgi. Um síðustu áramót hækkuðu þingfestingargjöld hjá dómstólum allverulega. Gjaldið var áður 3.900 krónur en varð eftir hækkun á bil- inu 15.000 til 90.000 krónur eftir fjárhæð þeirrar kröfu sem stefn- endur gera. Ætlunin er sú að þeir peningar sem þannig fást til viðbót- ar renni til þess að auka við mann- afla hjá dómstólunum. Helgi segir að auglýst hafi verið eftir fimm nýjum dómurum sem starfa eigi í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi og að bætt hafi verið við aðstoð- armönnum. Lögmenn telja hins vegar að mikil hækkun þingfest- ingargjalda fæli suma frá að leita til dómstóla. „Ég hef heyrt að það sé umræða meðal lögmanna um það að þeir hiki við að leggja mál fyrir dómstóla,“ játar Helgi. „Kröfuhafarnir verða alltaf að leggja út fyrir kostnaði þannig að það þarf að vega það og meta hvort mál séu til árangurs fall- in; hvort að skuldarinn geti borgað. En það má benda á að fimmtán þús- und krónur ná ekki einum tíma á lögmannsstofu. Í hinu stóra sam- hengi myndi maður telja að þetta væri ekki sú fjárhæð að hún ætti að ráða úrslitum um það hvort menn leggi mál fyrir dómstóla.“ gar@frettabladid.is Dómstjóri býst við fjölda riftunarmála Von er á fjölda riftunarmála frá skiptastjórum þrota- búa. Sömuleiðis hundruðum mála frá kröfuhöfum gömlu bankanna. Dómstjóri segir hækkun þingfest- ingargjalda ekki ráða úrslitum um málshöfðun. HELGI INGÓLFUR JÓNSSON Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur segir að verið sé að ráða fimm nýja héraðsdómara auk þess sem aðstoðarmönnum hafi verið fjölgað til að anna miklum málafjölda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við teljum þetta ganga gegn rétti fólks til að fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og höfum bent stjórnvöldum á það,“ segir Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, um hækkun þingfestingargjalda og annarra dómsmálagjalda. Ingimar segir eðlilegt að hækk- un dómsmálagjalda um síðustu áramót fæli suma frá dómstólum. „Það kæmi mér alls ekki á óvart, tala nú ekki um í þessu árferði þegar fólk hefur minna umleikis. Sama á við um möguleika fólks á að fá gjafsókn en það hefur geng- ið verulega á þau réttindi síðustu ár, bæði með tekjuviðmiðunum og með því að takmarka gjafsókn- arfjárhæð við tiltekna upphæð,“ segir hann. Dómsmálagjöld skerða rétt fólks SKÓLAMÁL Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, formaður leikskólaráðs, segir ekki alls kostar rétt að leikskólaráð ætli að endurskoða ákvörðun sína um að afnema syst- kinaafslátt eins og fram kom í máli Oddnýjar Sturludóttur, borg- arfulltrúa Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu á laugardag. „Tillagan felur aðeins í sér að borgarlögmaður skoði jafnræð- isregluna gagnvart því að hleypa systkinum barna fram fyrir eldri börn,“ segir Þorbjörg Helga. „Það er ekki fyrr en eftir að álit hans liggur fyrir sem hægt verður taka afstöðu til endurskoðunar.“ Oddný sagði fulltrúa í leikskóla- ráði varla hafa fengið fleiri kvart- anir frá foreldrum um einstakt mál en afnám systkinaforgangs. Þor- björg Helga segir foreldra barna sem ekki áttu systkini í leikskólum sömuleiðis hafa verið mjög ósátta við að yngri börn kæmust fram fyrir þeirra börn áður en systkina- forgangur var afnuminn 2008. „Í raun snýst þetta um að forgangur fyrir fleiri þýðir lengri bið fyrir alla. Einfaldast er að miða við kennitölur nema ef um sérþarfir eða greiningar er að ræða.“ - ve Formaður leikskólaráðs um afnám systkinaafslátts: Beðið eftir áliti lögmanns

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.