Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 DRAUMKENNT HÚS Haugen/Zohar arkitektar í Nor- egi hönnuðu skemmtilegt hús sem líkist helst súkkulaði- kossi frá Hershey. Það er gert úr endurunnu efni, er notalegt, hlýtt og ævintýri líkast enda með eldstæði í miðjunni. www.nextdoortomagic.com „Þetta er nýr áskriftarklúbbur fyrir áhugafólk um handavinnu og hannyrðir sem er ætlað að mæta þörf fyrir íslenskt efni,“ segir Halla Bára um Saumaklúbb-inn sem hún er komin á kaf í. Hún kveðst reyndar ekki hafa prjónað lengi en allir handgerðir, fallegir hlutir höfði til hennar. „Ég hef gert púða og alls konar dót á heimilið,“ segir hún glaðlega. Félagar í Saumaklúbbmá segir Halla Bára. „Uppistaðan er nýtt efni frá íslenskum hönnuðum en líka erlent efni í vandaðri þýð-ingu. Svo eru í hverri sendingu tvö spjöld með uppskriftum að klúbb-réttum sem ættu að falla í kram-ið. Fyrsti pakkinn okkar er farinn í prentsmiðju og á að verða tilbú-inn um miðjan mars. Hann verð-ur á hálfvirði, 845 krónur en síðer áskrifti samstarfs, meðal annars prjóna-hönnuði, bæði íslenska og erlenda. Hún nefnir Malínu Örlygsdóttur og Ragnheiði Eiríksdóttur sem dæmi og tekur fram að tækni-leg ritstjórn uppskrifta sé í hönd-um Herborgar Sigtryggsdóttur vefnaðarkennara sem hafi miklareynslu og þekki Vill fá líf inn á heimilin Uppskriftir að prjónavörum og hannyrðum af ýmsu tagi verða í handhægri möppu sem áskrifendum Saumaklúbbsins berast mánaðarlega, sumar eftir íslenska hönnuði. Ritstjóri er Halla Bára Gestsdóttir. „Við reynum að hafa efnið þannig að gaman sé að handleika það,“ segir Halla Bára um Saumaklúbbinn sem hefur heimasíðuna www.klubbhusid.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ím i MÁNUDAGUR 8. mars 2010 — 56. tölublað — 10. árgangur Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR Stofnar áskriftarklúbb fyrir handavinnufólk • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HÍBÝLI OG VIÐHALD Gagnlegar ábendingar um hönnun alrýma Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fortíðarbragur á ferðalögum Ferðafélag Austur- Skaftfellinga verður 30 ára á morgun. TÍMAMÓT 14 híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 8. MARS 2010 Íslandsmet Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti glæsilegt Íslands- met í fimmþraut í Svíþjóð í gær. ÍÞRÓTTIR 20 KVIKMYNDIR Karl Óskarsson var útnefndur kvikmyndatökumað- ur ársins á kvikmyndahátíðinni Tékkneska ljóninu sem var haldin í Prag á laug- ardag. Verð- launin hlaut hann fyrir töku á myndinni 3 sezony v pekle (Þrjár árstíðir í helvíti), sem var frumsýnd í Tékklandi fyrir jól. „Þetta er frekar stór mynd á tékkneskan mælikvarða. Hún var tilnefnd til ellefu ljóna og fékk verðlaun fyrir aðalleik, kvikmyndatöku og hljóð,“ segir Karl. Á kvikmyndahátíðinni voru veitt verðlaun í þrettán flokkum og þrír tilnefndir í hverjum. „Það vakti athygli að útlendingur væri á meðal tilnefndra og enn meiri athygli að ég skyldi vinna.“ - ve Kvikmyndahátíð í Prag: Karl fékk Tékk- neska ljónið KARL ÓSKARSSON Hlýnar í veðri Í dag ríkja suðlægar áttir, 3-8 m/s NA-til en annars 5-10 m/s. Sunnan- og vestanlands má búast við skúrum en annars staðar á landinu verður heldur skýjað en úrkomulítið. VEÐUR 4 7 4 4 6 5 Póker í sjónvarpið Pókerborð með tíu myndbandsupptöku- vélum hefur verið flutt til landsins. FÓLK 26 SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég tel að næsta skref sé að hugleiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnun- armálið næst í þjóðaratkvæða- greiðslu,” segir Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra. „Það deilumál hefur klofið þjóð- ina í marga áratugi og ríkisstjórnin hefur einsett sér að leiða þær deilur til lykta. Það færi vel á því að mínu mati, að niðurstaða sáttanefndar- innar, sem nú er að störfum um málið, yrði lögð fyrir þjóðina.“ Jóhanna telur mikilvægt að búið sé að ryðja brautina fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslur almennt og það sé það jákvæða við atkvæðagreiðsl- una nú. „Ég býst við að þjóðarat- kvæðagreiðslur verði fyrir vikið algengari í framtíðinni og vonandi næst samstaða um það á Alþingi að setja lög um þennan rétt fólks. Fólkið á að hafa þennan rétt en ekki bara forsetinn. Það má hugleiða að ef fólkið fær þennan rétt í lögum, að forsetinn hefði hann þá ekki.“ Hlutverk sáttanefndar í sjáv- arútvegi er að endurskoða ýmis ákvæði í fiskveiðistjórnunarkerf- inu og stuðla að sátt um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin mun skila áliti sínu. - shá Forsætisráðherra segir að næsta atkvæðagreiðsla geti orðið um fiskveiðistjórnun: Þjóðaratkvæði um sjávarútveg LAND OG STRAND Fiskiskipið Óskar Halldórsson, sem nú er notað sem flutningaskip, strandaði í Hafnarfjarðarhöfn um miðjan dag í gær. Skipið festist í leðju en var dregið aftur á flot laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Samkvæmt Kristni Aadnegaard, yfir- hagsögumanni í höfninni, virðist sem vélarbilun hafi orsakað óhappið, en rannsókn fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Formenn stjórnarflokk- anna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. „Það þarf að vera einhver sam- hljómur hjá mönnum um það hvað er ásættanlegt sem niðurstaða í málinu ef til viðræðna kemur,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert sjálfgefið, eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að menn sjái hlutina með sömu augum.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokks- formaður Hreyfingarinnar, tekur í sama streng og segir samningsfor- sendur gjörbreyttar. „Fyrir mér gerir samninganefndin ekki eitt eða neitt í mínu umboði fyrr en ég er búin að ræða við þetta fólk. Ef samninganefndin á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist mun ég segja mig frá þessu.“ Steingrímur J. Sigfússon reiknar með því að kalla til formenn allra flokka í dag til viðræðna um fram- haldið. Einnig mun hann ræða við formann íslensku samninganefnd- arinnar um næstu skref. Þá verður staðan að lokinni atkvæðagreiðslu rædd á þingi í dag. „Ég túlka orð stjórnarandstöð- unnar ekki með þeim hætti að samstaðan um frekari samninga- viðræður sé brostin. Ég vil alla- vega ekki gefa mér það fyrr en á reynir,“ segir Steingrímur. „Við byrjum að sjálfsögðu á því að láta á það reyna hvort ekki verð- ur haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég trúi því ekki að menn ætli að hlaupa frá þessu núna því ég sé ekki í grófum dráttum hvers vegna það ætti að vera.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra er sama sinnis og segir það nauðsynlegt „að taka sem fyrst upp samningaviðræðurnar þar sem frá var horfið“. „Nei, ég íhugaði ekki afsögn á neinum tímapunkti af alvöru,“ segir Jóhanna um orð Steingríms í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær en hann sagðist hafa íhug- að afsögn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögunum til þjóðarinnar í janúar. „Auðvitað kom þetta til tals á milli okkar Steingríms. En hann vill taka slaginn eins og ég.“ - shá, sh / sjá síður 4 og 6 Óvíst um framhald viðræðna Stjórnarandstaðan vill leggjast á ný yfir samningsmarkmið vegna Icesave í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Stjórnin vill halda áfram þar sem frá var horfið. Stefnt að því að funda um framhaldið í dag. Takk fyrir mig Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar um alþjóðlegan baráttu- dag kvenna. UMRÆÐAN 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.