Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 32
 8. MARS 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Málverkum þarf að halda við með því að hreinsa eða skipta um gler svo þau skemmist ekki. ● ÚR FYLGSNUM FOR- TÍÐAR Fyrstu glergluggar sem bárust til Íslands voru settir í Skálholtskirkju um 1200 og á næstu hundrað árum voru settir slíkir gluggar í fleiri kirkjur landsins. Elstu minjar um glerglugga í íslenskum bóndabæ fundust á Bergþórshvoli, líklega frá 15. eða 16. öld en glergluggar fóru ekki að tíðkast til sveita hér á landi fyrr en á 18. öld. Áður voru það litlir skjáir sem báru ljósglætuna inn í bæina. Í þá voru notaðir líknarbelgir úr kúm sem voru strengdir og þurrkaðir. ● NÝJUSTU FRÉTTIR AF BYGGINGARIÐNAÐ- INUM Heimasíðan Bygging- ar.is var opnuð árið 2006 og er nú sem fyrr hafsjór fróð- leiks um allt sem viðkemur byggingarframkvæmdum. Upphaflegur tilgangur vefsíðunnar var að auka upplýsingaflæðið innan bygg- ingariðnaðarins. Þó er einnig lögð rík áhersla á þjónustu við einstaklinga, sem geta á síðunni nálgast upplýsingar um hvert eigi að leita vegna einstakra verka, hvar sé hægt að fá góða fagmenn og þar fram eftir götunum. Einnig er áhugasömum væntanlega mikill akkur í fréttasíðu Bygginga.is. Á þessum umbrotatímum hafa margir áhuga á nýjustu fréttum, samningum og samþykktum er varða bygg- ingariðnaðinn og vefsíðan fyllist daglega af sjóðheitum fréttum þess efnis. Mikilvægt er að hugsa vel um gömul málverk svo þau verði ekki fyrir skemmdum. Þannig er ágætt að láta hreinsa olíumálverk á um 40 ára fresti þar sem þau eru yfirleitt ekki varin með gleri og verða þar af leiðandi óhrein. Hafi gömul mynd hins vegar verið römmuð inn með gleri getur verið gott að skipta um það þar sem myndin getur farið að loða við glerið með tímanum. Viðhald málverka FRÉTTA BLA Ð IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.