Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 36
16 8. mars 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. KASTLJÓS eyddi þó á dögunum tveimur dögum í röð í umfjöllun um eldri frú eina, 101 árs. Umfjöllunin var fín og viðtalið eitthvað sem mér og mörgum þótti skemmtilegt. Um leið renndi það þó stoðum um það hvernig þróunin er orðin og hve langt við erum komin frá stórri kynslóð eldra fólks. Búa þarf til sérstakan þátt um gamla fólk- ið til að það sé okkur „hinum“ sjáan- legt og ég veit ekki hvort manni á að finnast það fagnaðarefni eða grátlegt – líkt og um sé að ræða innslag úr dýra- garðinum þar sem ísbirnirnir eru heimsóttir. Tegund sem við sjáum ekki öllu jafna, geymd inni á stofnunum. MANNLEGU efni, og þá sér- staklega í sjónvarpi, hefur í seinni tíð, verið stillt upp sem andsvari við pólitísk þrætumál. Eftir tíu mínútna umræðu um Icesave er tíu mínútna umræða um dverg. Eða mann sem misst hefur putta eða konu sem gleypt hefur staf af lyklaborði. Áhorfand- inn er verðlaunaður eins og barn, með sirkusatriði, eftir að hafa verið duglegur að hlusta á fullorðna fólkið tala um ábúð- arfullu málin. Og atriðin hafa, líkt og um börn væri að ræða, tekið æ ævintýralegri stefnu og orðið fríksjóv. Mér óx skegg (hormónatruflanir) síðasta sumar og bjóst alltaf við því að Kastljósið eða Ísland í dag hefði samband. KANNSKI rak mann því enn frekar í vörð- urnar þegar þátturinn um gömlu konuna var kominn í liðinn þar sem yfirleitt bregð- ur fyrir óvenjulegum minnihlutahópum og vakti upp spurningar. Setjum við eldri kyn- slóðina orðið í þann sama flokk? Og athygl- in og ánægjan sem innslagið vakti, var hún tilkomin af því að í raun vantar þetta fólk algerlega inn í líf okkar, umræðu og fjölmiðlum? Þar sem okkur nægði að fá að sjá eldri konu gera dagsins eðlilegu hluti – fara í göngutúr og spila á spil. EFLAUST var dagskrárliðurinn fyrst og fremst óþægileg áminning. Hver veit. Kannski eftir nokkur ár verður innslag í Kastljósi um fólk sem eyðir stund með börnunum sínum. Allir að elda saman og svona. Eða vegfaranda sem hugar að liggjandi manni. Næst á dagskrá er gamalt fólk ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Finnst ykkur ekki ömurlegt þegar sumir gaurar líta á ykkur eins og þið séuð bara eitthvert eggaldin! Bar hinna einhleypu grænmetis- ætna Fyrsti leikurinn á nýju tímabili og þú færð rautt spjald eftir þrjár mínútur! Til hamingju! Takk! Ótrú- lega gaman að vera kominn í gang aftur! Góðan dag heimur… Taktu mig nú í kennslu- stund! Getum við Hannes fengið súkk- ulaðisjeik? Ekki núna, það er alveg að koma matur. Og? Það myndi eyði- leggja matarlystina ykkar og þið fengjuð ekki réttu næringuna til að verða stór og sterk. Enginn sjeik og ekkert sjónvarp.Jæja...?En það er allt í lagi því þá þurfum við ekki vera alltaf í lýtaaðgerðaþáttum til að reyna að verða minni og grennri aftur! Gorenje kæliskápur RK60358DE Ryðfrítt stál. Nýtanlegt rými kælis 230 l. Nýtanlegt rými frystihófs 86 l. Hljóðstig 40 dB(A). Hæð: 180 cm. Tilboð 149.900 Gorenje ísskápur Reykjavík . Skútuvogur 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 00 61 0 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.