Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 18
 8. MARS 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Alrými þar sem engin skil eru á milli eldhúss og stofu hafa verið vinsæl undanfarin misseri. Það er skemmtileg áskorun að samræma þetta rými inngangs, eldhús og stofu, þannig að úr verði falleg heild. Í skemmtilegri blokk í úthverfi Reykjavíkur búa tveir ólíkir en hugmyndaríkir heimahönnuðir. EKKERT ÓÞARFA SKRAUT „Við hugsuðum fyrst og fremst um hagnýtingu rýmisins, sem og hirsl- ur sem bæði geyma dót og fela allt drasl,“ segir Ágústa Gísladóttir bros- andi. „Stíllinn er frekar mínimalísk- ur sem er engin tilviljun því hér búa þrír strákar, fjórir með húsbóndan- um og þeim fylgir ýmislegt dót. Við lögðum því upp úr stílhreinu alrými, þar sem allir gætu haft sitt rými og hægt væri að taka til í á augabragði. Þess vegna er heldur ekki mikið af skrautmunum í stofunni.“ Ágústa segir að það sé saga á bak við sófasettið. „Hallgrímur Hans- son, afi Hallgríms, sá sófasett þessu líkt sem verið var að flytja í hús við hliðina á honum fyrir mörgum ára- tugum. Hann fékk að mæla það og smíðaði síðan nýtt. Við erfðum það og bólstruðum árið 2000 og það hefur alltaf haft sérstakan sess í huga okkar.“ Alrými útfær Fjölskyldan Hallgrímur Jónasson og Ágústa Gísladóttir ásamt börnunum Vikt- ori Gísla, Jasoni Helga og Alex Unnari. Þau Ágústa og Hallgrímur ákváðu að innrétta íbúðina sína með mínimalisma að leiðar- ljósi. Af þeim sökum er til dæmis lítið af skrautmunum í stofunni en meira af rúmgóðum hirslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verkfærakassi með lágmarks- útbúnaði þarf helst að vera til á hverju heimili. En hvað þarf að vera í kassanum til að hann standi undir nafni? - Hamar í millistærð, helst með klauf. - Naglbítur en ef ham- arinn er með klauf dugar hún. - Naglar og skrúf- ur í tveimur til þremur stærðum. Gott er að eiga skrúf- ur í stein og tré. - Múrtappar sem passa skrúfunum. Séu gifs- veggir á heimilinu þarf að eiga veggfestingar sem henta gifsi. - Skrúfjárn og helst skrúf- járnasett en þau er víða hægt að fá í lágvörumörkuðum, stórmörkuðum og byggingar- vöruverslunum. - Málband eða tommustokk. - Alhliða lím og trélím. - Tangir. - Skiptilykill. - Sexkantar til að herða húsgögn. - Skæri. - Hallamál. Margir eiga lúinn stól eða annað húsgagn sem þeir hefðu gaman af að gera upp á einhvern máta. Ein leiðin er að taka fallegt plak- at eða annan skreyttan pappír og líma hann á húsgagnið. Hér er leiðarvísir að slíkri umbreytingu: - Þrífið vel stólinn eða það húsgagn sem á að breyta. Fyllið í rispur og dældir ef þið getið. - Takið hvítan pappír eða smjörpappír og teiknið á hann útlínur flatarins sem á að hylja. - Klippið út formið og leggið það síðan ofan á plakatið. Teiknið útlínurnar á það. - Notið vel beitt skæri þegar plakatið er klippt. - Berið lím á húsgagnið með mjúkum pensli, límið þarf enn að vera blautt þegar plakatið er sett á. - Setjið plakatið nú í vatn í smá stund til að mýkja pappír- inn. - Setjið nú plakatið á límbor- inn flötinn, hafið hendur blaut- ar til að koma í veg fyrir að rífa pappírinn. - Notið blautan svamp og lím- rúllu til að þrýsta plakatinu vel á flötinn og jafna út allar ójöfn- ur. Vinnið frá miðju og út að enda. - Næstu klukkutímana þarf að fylgjast vel með og jafna allar lofbólur út sem myndast. Látið þorna yfir nótt. - Berið á þrjú til fimm lög af akrýllakki með froðupensli. Uppáhaldsplakatið sett á húsgagn Það er bjart yfir íbúðinni enda hvíti liturinn í algleymingi og fer einstaklega vel með græna litnum. Rétthyrnd hornin fara einnig vel með gamaldags línum sófasettsins. Allra helstu nauðsynjar VÉLAR & VERKFÆRI · Skútuvogur 1 C · 104 Reykjavík · Sími: 550 8500 · Fax 5508510 · www.vv.is Hreinlætistækifæri BIO JangPoong þurrkblásarar, gerildeyðandi Bleiuskiptiborð, margar gerðirSápuskammtarar í úrvali WAGNER Hjá Vélum og verkfærum fæst úrval áhalda fyrir baðher- bergi sem margir hafa aðgang að, allt sem tilheyrir góðri hreinlætisaðstöðu fyrir fyrirtæki, veitingahús, hótel og mötuneyti og önnur almenningssalerni. Skiptiborð, hand- þurrkunar-blásarar, handþurrkuhaldarar, sápuskammtarar, klósettrúllustatíf, í stuttu máli allt sem þarf til að búa út góða salernisaðstöðu. Viðurkennd traust vörumerki og fjölbreytt vöruúrval. EWA R Airdri þurrkblásarar, margar tegundir SSE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.