Fréttablaðið - 19.03.2010, Side 12

Fréttablaðið - 19.03.2010, Side 12
12 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR Höfum þjónað Volkswagen eigen Þjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði F í t o n / S Í A BÚNINGAR TIL SÖLU Þessir búningar, sem notaðir voru í Apaplánetumynd- unum á síðustu öld, verða boðnir upp í Bandaríkjunum í vor. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Dragist samningar um Icesave enn á langinn má gera ráð fyrir að atvinnuleysi, auk sam- dráttar landsframleiðslu og fjár- festingar, verði mun meira en Seðlabankinn hefur gert ráð fyrir í spám sínum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, benti á það þegar kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar bankans um vexti á miðvikudag, að í síð- ustu hagspá bankans, Peningamál- um, sem út komu í janúar, væri að finna vísbendingu um hvers væri að vænta í umfangi samdráttarins, dragist enn að Icesave leysist. „Sem dæmi má nefna að tefjist stórframkvæmd- ir fram á seinni hluta næsta árs og verði önnur fjárfesting á þessu ári um 10 prósentum minni en gert er ráð fyrir, gæti fjármuna- myndun dregist saman um fjórðung á þessu ári og landsframleiðsla um 5 prósent. Atvinnuleysi yrði jafn- framt hátt í tveimur prósentum meira í lok ársins en gert er ráð fyrir í grunnspánni,“ segir í Pen- ingamálum, en grunnspá bankans gerði ráð fyrir tiltölulega skjótri úrlausn Icesave-mála. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka í gær segir að vonir lands- manna um að lausn sé á næsta leiti virðist fara þverrandi. „Enda hefur lausn deilunnar nú verið í sjónmáli í marga mánuði án þess að endahnút- ur sé bundinn á málið.“ Bent er á að samningaviðræður um Icesave hafi ekki enn hafist að nýju eftir að upp úr slitnaði í byrjun þessa mánaðar. - óká ÞÓRARINN G. PÉTURSSON Vonir um að lausn Icesave sé á næsta leiti fara þverrandi hjá þjóðinni: Enn meiri samdráttur í spilunum REYKJAVÍK Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var sam- þykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí. Í fyrstu tíu sætum listans eru: 1. Sóley Tómasdóttir, 2. Þorleifur Gunnlaugsson, 3. Líf Magneudótt- ir, 4. Elín Sigurðardóttir, 5. Davíð Stefánsson, 6. Hermann Vals- son, 7. Björg Eva Erlendsdóttir, 8. Snærós Sindradóttir, 9. Krist- ín Þorleifsdóttir, 10. Vésteinn Valgarðsson. - bj Framboðslisti VG í Reykjavík: Tilbúin í kosningar í maí LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur lýst eftir vitnum að íkveikju í Öskjuhlíð í gærmorgun. Þá voru bensínbrúsar og blys notuð til að kveikja í tveim- ur fjarskiptamöstrum, auk þess sem tilraun var gerð til að kveikja í því þriðja. „Það hefur enginn verið hand- tekinn eða yfirheyrður, við erum enn að vinna að öflun gagna,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar. Brunavarginum eða vörgun- um tókst ekki að kveikja á búnaði sem nota átti til að kveikja í þriðja mastrinu og hefur lögregla því nokkuð góða mynd af því hvern- ig aðferðum var beitt. Tvær plast- flöskur með bensíni voru festar saman og blys fest við þær. Með því að kveikja á blysinu var því hægt að kveikja í bensíninu. Friðrik Smári segir málið litið afar alvarlegum augum enda greinilegur tilgangur þess sem var að verki að valda tjóni. Ekki sé þó rétt að kalla bensín- brúsana og blysið sprengjur. Engin sprenging verði þegar blysið brenni í gegnum plastið heldur kvikni ein- faldlega í bensíninu. „Við vitum ekki hver tilgangur- inn er, hvort hann var eingöngu að valda fjártjóni eða eitthvað annað,“ segir Friðrik Smári. Í möstrunum var fjarskiptabúnaður frá Síman- um, Vodafone og öðrum fjarskipta- fyrirtækjum. Litlar truflanir urðu á fjarskipt- um vegna íkveikjunnar. Þó duttu útsendingar stafrænna sjónvarps- sendinga Vodafone niður í tæpar þrjár klukkustundir þar sem eld- urinn skemmdi kapal í öðru mastr- anna, segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. - bj Lögregla rannsakar íkveikju þar sem bensínbrúsar og blys voru notuð til að kveikja í fjarskiptamöstrum: Lýsa eftir vitnum að íkveikju í Öskjuhlíð ÍKVEIKJA Ekki fengust í gær upplýsingar um tjón á fjarskiptamöstrunum tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Bæjarráð Hafnar- fjarðar telur Alcan á Íslandi enn ekki hafa skýrt nægilega vel vilja sinn vegna áformaðrar end- urtekningar á íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu telja forsvars- menn Alcan sig hins vegar hafa svarað öllu sem að fyrirtækinu lýtur og að kjósa eigi um óbreytta þá deiliskipulagstil- lögu sem felld var í íbúakosn- ingu vorið 2007. Það þýði þó ekki sjálfkrafa að af stækkuninni verði. Bæjarráðið fól í gær sviðstjóra skipulagssviðs ásamt oddvitum bæjarstjórnarflokkanna að fá sem fyrst nánari svör hjá Alcan varðandi áform um stækkun álversins út frá upphaflegu deili- skipulagstillögunni. - gar Íbúakosning enn í biðstöðu: Tali skýrar um álversstækkun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.