Fréttablaðið - 19.03.2010, Síða 13

Fréttablaðið - 19.03.2010, Síða 13
FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 13 dum í 101 ár Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.is Ókeypis forgreining Þú getur treyst því að við gerum betur við Volkswagen Þótt Volkswagen bili sjaldan er mikilvægt að eftirlit og þjónusta sé í höndum fagfólks. Birgir og félagar hafa samtals 101 árs reynslu af Volkswagen þjónustu og tryggja að þú þurfir aldrei að bíða lengi eftir bílnum þínum. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. MÁLÞING UM SKOTVEIÐAR Grand Hótel – Hvammur – 20. mars 2010 DAGSKRÁ | AÐGANGUR ÓKEYPIS ALLIR VELKOMNIR 13:00 Setning málþingsins - Hjalti Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 13:10 Sjálfbær veiðistjórnun - Steinar Rafn Beck, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun 13:30 Veiðitölur - Bjarni Pálsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun 13:50 Sjálfbærar veiðar - Sigmar B. Hauksson, formaður SKOTVÍS 14:10 Rjúpan - Ólafur K. Nielsen, frá Náttúrufræðistofnun Íslands 14:30 Kaffi 14:50 Gæsir og endur - Arnór Þ. Sigfússon, frá Verkís 15:30 Svartfugl - Arnþór Garðarsson, prófessor við Háskóla Íslands 15:50 Hreindýr - Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun 16:10 Umræður 17:00 Málþingi slitið Málþing á vegum Umhverfisstofnunar um skotveiðar á Íslandi verður haldið á Grand Hótel laugardaginn 20. mars. Á málþinginu verða flutt erindi um helstu veiðitegundir á Íslandi, veiðistjórnun, sjálfbærar veiðar og veiðitölur. Akureyri – Egilsstaðir – Ísafjörður - Mývatn Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar Auglýsingasími Allt sem þú þarft… STANGVEIÐI Borgarráð samþykkti í gær tillögu Þorleifs Gunnlaugs- sonar úr Vinstri grænum um að beita fulltrúa borgarinnar í stjórn Veiðifélags Elliðavatns til að fá það samþykkt að veiðitíma í vatninu verði breytt þannig að hann hefjist 1. apríl í stað 1. maí. Breyting taki gildi strax á þessu ári og framvegis. Þorleifur lagði einnig til að skoðað yrði að gera borgar- búum kleift að veiða ókeypis í Elliðavatni. Borgarráð vísaði þeirri tillögu til umhverfis- og samgönguráðs. - gar Borgarráð samþykkir breytingar á veiðitíma Elliðavatns: Ókeypis í veiði og byrjað fyrr ELLIÐAVATN Opnað verður fyrir veiði 1. apríl í stað 1. maí ef borgin nær fram vilja sínum. Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnabrot: Fljótandi amfetamín fannst í farangrinum LÖGREGLUMÁL Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning nær eins lítra af fljótandi amfetamíni til lands- ins. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið hefði efnið skilað tæpum sex kílóum af amf- etamíni í neyslupakkningar á götuna, að því er upplýsingar Fréttablaðsins herma. Upphaf málsins má rekja til þess að pólskur karlmað- ur á þrítugsaldri var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli í lok janúar á þessu ári. Hann var þá að koma til landsins frá Kaupmannahöfn. Tollverðir leituðu í farangri mannsins og kom í ljós að hann var með flösku fulla af fljótandi amfetamíni. Hann var handtek- inn í kjölfarið og úrskurðaður í gæsluvarðahald til 29. mars. Nú í vikunni handtók lögreglan svo annan mann, einnig pólskan, sem talinn er tengjast málinu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. mars. Maðurinn sem tekinn var með amfetamínvökvann hefur ekki dvalið hér á landi, svo vitað sé, en hinn sem handtekinn var nú í vikunni hefur dvalið hér í ein- hvern tíma. Hann er einnig á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu hér. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins. - jss

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.