Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2010 — 69. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hef alltaf viljað dansa, en þar sem ég er frá Svínafelli úr Öræfum voru ekki beint aðstæður til að gera neitt að ráði. Þegar ég frétti af þessum félagsskap manaði ég mig í að fara í prufutíma, þótt ég þekkti engan í þessu. Nú er ég komin á fullt og alveg elska þetta,“ segir Dóra Guðrún Ólafsdóttir, sem ákvað að fá útrás fyrir dansþörf-ina með því að skrá sig í háskóla-dansinn um leið og hún byrjaði í námi við grunnskólakennaradeild Háskóla Íslands síðasta haust.Að sögn Dóru er háskóladansinn áhugaman fél fyrir danskvöldum víðs vegar um bæinn. Um þarsíðustu helgi hittist hópurinn til að mynda á skemmti-staðnum Sólon í Reykjavík þar sem Dóra segist hafa skemmt sér konunglega. „Þetta var í framhaldi af nám-skeiði með erlendum gestakenn-ara og alveg rosalega skemmtilegt. Ætli ég hafi ekki dansað samfleytt í einhverja þrettán klukkutíma bæði kvöldin,“ segir hún og hlær og viðurkennir að vera með svo-litlar harðsperrur eftii og allt á þeim buxum að hafa gaman. Tónlistin spillir heldur ekki fyrir, en hún er mikið til gömul, til að mynda frá millistríðsárunum og við hana dönsum við meðal annars Lindi Hop, Rock´n´Roll og Boogie Woogie.“ Dóra segir bæði byrjenda- og framhaldstíma kennda í háskóla-dansinum og því sé engin krafa gerð um reynslu. Dansinn sé fyrst og fremst ætlaður háskólaneen þó ei i Nýt hverrar mínútuDóra Guðrún Ólafsdóttir, nemi við grunnskólakennaradeild Háskóla Íslands, fann líkamsrækt við sitt hæfi þegar hún skráði sig í háskóladansinn í haust og dansar nú Swing og Boogie Woogie af innlifun. „Ég fór á stutt dansnámskeið þegar ég var í lýðháskóla í Danmörku og svo hefur maður náttúrlega dansað eitthvað á böllum, en ekkert jafnast á við þetta,“ segir Dóra um háskóladansinn. Hér tekur hún létta sveiflu með Brynjari Edda Rafnarssyni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /AN TO N BÓLUSETNINGAR GEGN SVÍNAFLENSU eru enn í gangi. Nú þarf ekki lengur að panta tíma heldur er fólk velkomið á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins alla virka daga á almennum þjónustutíma án þess að gera boð á undan sér. Heil- brigðisyfirvöld hvetja landsmenn eindregið til að láta bólusetja sig. Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. FARSÍMARSÉRBLAÐ \\ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS DÓRA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Dansar Swing og Boogie Woogie af innlifun • heilsa • skart Í MIÐJU BLAÐSINS Steindi í pólitík Grínistinn Steindi Jr. er kominn á kaf í sveitarstjórnarmál- in í Mosfellsbæ. FÓLK 30 KÖNNUN Tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust ekki styðja tilslakanir á kröfum um umhverfis- vernd til að greiða fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum. Rúmlega 42 prósent voru fylgjandi slíkum tilslökunum. Mikill munur var á afstöðu kynj- anna og eftir því hvaða stjórnmála- flokk þátttakendur í könnuninni sögðust myndu styðja yrði gengið til þingkosninga nú. - bj / sjá síðu 4 Könnun Fréttablaðsins: Meirihluti vill umhverfisvernd Eftir hamfarirnar „Ástæða þess að íslenskt viðskiptalíf átti erfitt með að standast heimskreppuna var að innviðir þess voru ótraustir,” skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 FARSÍMAR Tölvuleikir, nýjungar og vafasöm sms-skilaboð Sérblað um farsíma FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lætur gott af sér leiða á afmælisdaginn Valgerður Sverrisdótt- ir er sextug í dag. TÍMAMÓT 18 www.forlagid.is GOSIÐ FÆRÐIST Í AUKANA Nýtt hraun þakti um 400 fermetra á gossvæðinu í gær. Hraunið rennur yfir gönguleiðina um Fimmvörðuháls. Á myndinni sést gossprungan og til hægri hið nýja fjall sem hefur myndast á Fimmvörðuhálsi. Bak við sprunguna er Miðsker. Fremst á myndinni er Brattafönn en horft er til suðvesturs. Sjá síðu 6, 8 og 10 Hvasst um allt land Í dag verður stíf NA-átt á landinu, víða 12-18 m/s en hvassara um tíma á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Úr- komulítið SV-lands og hiti á bilinu 1-8°C, hlýjast syðst. VEÐUR 4 7 1 1 3 5 STJÓRNMÁL „Ríkisstjórnin hefur slitið stöðugleikasáttmálanum hvað okkur varðar,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Alþingi samþykkti í gær frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða. Samkvæmt frumvarpinu fær sjávarútvegsráðherra heimild til að auka kvóta á skötusel um allt að tvö þúsund tonn þetta fiskveiðiár og það næsta. Vilhjálmur segir að eftir sam- þykkt frumvarpsins telji SA að þau séu ekki bundin af sáttmálanum. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur gagnrýnt frumvarp- ið mjög, en það er aðili að SA. Það sem helst fer fyrir brjóstið á útvegsmönnum er að þessar afla- heimildir verða ekki framseljan- legar og þeim verður úthlutað til útgerða gegn gjaldi. Telja þeir að með því sé verið að stíga fyrsta skref í átt til fyrningarleiðar. „Það liggur fyrir að við munum ekki taka þessu þegjandi,“ segir Vilhjálmur. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir í nóvember. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra vísar því til föðurhús- anna að stjórnin hafi slitið sam- starfi um sáttmálann. Dapurlegt sé ef SA ákveði að slíta því góða samstarfi sem um hann hefur ríkt. Ríkisstjórnin hafi í tvígang rétt fram sáttahönd í málinu, en á hana hafi verið slegið. „Ég held að þeir séu á rangri braut með því að segja sig frá sam- starfi við stjórnvöld. Það er ekki í þágu þeirra eða félagsmanna þeirra. Ég vona að þeir sjái að sér og haldi samstarfi við okkur áfram,“ segir Jóhanna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir miður hvernig málum sé komið. Sátt hafi náðst um að ræða sjávar- útvegsmálin í nefnd, en síðan hafi sjávarútvegsráðherra lagt frum- varpið fram til hliðar við þær viðræður. „Það skýtur skökku við að stjórnvöld fari fram með slík- um ofsa um svona lítið mál, nema málið sé orðið að prinsipp- máli,“ segir Gylfi. Hann veltir því upp hvort nefndarstarfið um sjávarútvegsmál sé bara plat, þegar frumvarpið er afgreitt til hliðar við það. Vilhjálmur segir ljóst að traust milli manna hafi beðið hekki. Í mögulegum samningum framtíð- arinnar verði þess krafist að öll atriði verði bundin í lög, en ekki sett fram sem markmið. - kóp Skötuselurinn fellir stöðugleikasáttmála Samtök atvinnulífsins segja stjórnina hafa slitið stöðugleikasáttmálanum með lögum um skötusel. Fráleitt, segir forsætisráðherra og telur samtökin vinna gegn félagsmönnum. Forseti Alþýðusambandsins sakar stjórnvöld um offors. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL LI HK-menn björguðu stigi HK lét ekki mótlæti buga sig á móti Val í gær og náði að tryggja sér dýrmætt stig. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.