Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 23
farsímar ●ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2010 3 Vodafone býður upp á nýjung sem er sönn búbót fyrir mörg heimili. Börnum foreldra sem eru með Vodafone Gull býðst 1.500 króna GSM-frelsi á mánuði. Vodafone Gull er vildarþjónusta sem býðst viðskiptavinum Voda- fone. „Ef þú ert með alla þína þjón- ustu hjá Vodafone færðu bestu kjör sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Elva Guðrún Guðjónsdótt- ir, vörustjóri Vodafone Gull. Hún nefnir sem dæmi afslátt af mánað- argjaldi, sjónvarpsstöðvar, ódýr- ara mínútugjald í gsm og svo nýj- ung sem kallast Krakkafrelsi. Krakkafrelsi snýst um að Voda- fone býður börnum á heimilum for- eldra sem eru með Vodafone Gull að fá 1.500 króna inneign á mánuði frítt. „Þetta er mikil búbót og þess má geta að ef GSM-áskriftir eru tvær á heimilinu þá eru Krakka- frelsin einnig tvö,“ segir Elva en inneignina er bæði hægt að nýta sem mínútur í tali eða í sms. En er hægt að ráðstafa Krakka- frelsinu að vild? „Inneignin er eins og hver önnur inneign og notk- un barnsins er ekki bundin nein- um skilyrðum. Þjónustan er hins vegar ætluð fyrir krakka eingöngu og því þarf að skrá niður kennitölu barnsins til að virkja þjónustuna. Í fyrstu var Krakkafrelsið eingöngu í boði fyrir þau börn sem áttu sama lögheimili og foreldrið, en nú höfum við breytt því svo foreldrar sem ekki búa með börnum sínum geti notið góðs af,“ útskýrir Elva Guðrún. Hún segir viðskiptavini Vodafone afar ánægða með þjón- ustuna enda bjóði önnur símafélög ekki upp á Krakkafrelsi. Elva Guðrún segir Vodafone ávallt reyna að gera vel við við- skiptavini sína. Hún nefnir jóla- gjöfina til viðskiptavina á síðasta ári sem dæmi, þar sem allir við- skiptavinir í Vodafone Gull gátu hringt í hálftíma til útlanda end- urgjaldslaust. Hún minnist einn- ig á reiknivélina á heimasíðu Vodafone þar sem viðskiptvinir geti sett inn hvaða þjónustuleiðir henti þeim og sjái hvaða ávinning þeir fái. „Þannig verður ljóst hve þægilegt er að hafa alla þjónustu á einum stað,“ segir hún og bendir á að frekari upplýsingar sé hægt að fá á heimasíðunni www.voda- fone.is eða í upplýsingasímanum 1414. Krakkafrelsið mikil búbót „Ef þú ert með alla þína þjónustu hjá Vodafone færðu bestu kjör sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Elva Guðrún Guðjónsdóttir, vörustjóri Vodafone Gull. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● HEFUR SAFNAÐ GSM- SÍMUM Í YFIR ÁRATUG Gylfi Gylfason í Símabæ í Mjóddinni hefur síðasta rúma áratuginn safn- að notuðum GSM-símum. Í samtali við Fréttablaðið á síðasta ári sagði Gylfi safnið geyma hreinustu gull- mola í GSM-sögunni eins og fyrsta Nokia-símann, auk fyrstu árgerða Ericsson, Siemens og Panasonic. Gylfi heldur því fram að slíkir símar seljist jafnvel fyrir hundruð evra á erlendum uppboðsvefsíðum. Gylfi sendi fyrirspurnir til atvinnu- þróunarfélaga landsins með það fyrir augum að setja safnið upp úti á landi og bjóða upp á einhvers konar hliðarþjónustu til að örva ferðaþjónustuna. Við þessum umleitunum fékk hann engin svör. Síðast þegar fréttist var Gylfi því á leiðinni að selja GSM-safnið á eBay, sem var honum þvert um geð. ● FARSÍMI SEM GENGUR FYRIR AAA-BATTERÍI Farsímar eru yfirleitt útbúnir endurhlaðanlegum batteríum. Þeim fylgja hleðslutæki sem hægt er að stinga í samband og er það vitanlega þægilegast fyrir Vesturlandabúa. Í öðrum lönd- um er rafmagn hins vegar oft af skornum skammti eða í það minnsta ekki hægt að stóla á það. Þar getur síminn sem ind- verskt farsímafyrirtæki, Olive Telecommunication, kynnti nýlega komið í góðar þarfir. Síminn er fremur ódýr, kostar aðeins 1.699 rúpíur, eða 35 dollara, og er ætlað að þjóna þeim milljónum manna sem búa við raforkuskort. Síminn er búinn endurhlað- anlegu litíum-batteríi eins og flestir aðrir símar en getur einnig gengið fyrir einu venjulegu AAA-batteríi. Frábær tilboð á flottum símum Sumarsundkort Vodafone fylgir völdum símum. 0 kr. í sund í allt sumar. Nokia 2720 16.900 kr. Nokia 5230 33.900 kr. LG Viewty 29.900 kr. Sumar-sundkort fylgir* Sumar-sundkort fylgir* Sumar-sundkort fylgir* *Gildir fyrir 6 - 18 ára í allar sundlaugar ÍTR til 1. september 2010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.