Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2010 Á morgun kl. 20.00 fer kammer- tónleikaröð Félags íslenskra tón- listarmanna í samvinnu við Nor- ræna húsið af stað öðru sinni. Flytjendur á þessum fyrstu tón- leikum starfsársins verða ítölsku tónlistarmennirnir Natalia Bene- detti klarínettuleikari og Sebasti- ano Brusco píanóleikari. Þau munu flytja efnisskrá með vinsælum meistaraverkum fyrir klarínett og píanó eftir evrópsk og bandarísk tónskáld: Fantasíur op. 73 eftir Robert Schumann. Sónötur eftir Francis Poulenc, Camille Saint- Saëns og Leonard Bernstein. Þau fluttu þessa dagskrá í gær norður á Akureyri við góðar undirtekt- ir. Sebastiano Brusco og Natal- ia Benedetti hafa starfað saman um nokkurt skeið á alþjóðlegum vettvangi. Sebastiano Brusco er virtur píanóleikari í heimalandi sínu og kemur reglulega fram á tónleikum víða um heim. Hann hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna, komið fram sem einleikari með hljómsveitum, til dæmis Sinfóníuhljómsveitinni í Mílanó og I Solisti Veneti. Sebasti- ano hefur frumflutt verk eftir Milhaud, Gould, Tossati og fleiri. Hann er meðlimur Bernini-kvart- ettsins í Róm og vinnur náið með rússneska fiðluleikaranum Vadim Brodsky. Sebastiano er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Concerti nella Sagrestia del Bor- romini í Róm en þar hafa íslensk- ir listamenn komið fram nokkrum sinnum á síðustu misserum. Natalia Benedetti hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn í heimalandi sínu en hún lauk námi í klarínettuleik með hæstu einkunn árið 2005 frá Tónlistarháskólanum í Perugia. Henni hefur verið boðið að koma fram á tónlistarhátíðum svo sem Feneyjatvíæringnum, Spoleto og Edinborgarhátíðinni. Á Elliot Carter-hátíðinni í Feneyj- um 2008 lék hún meðal annars með Ursulu og Heinz Holliger. Natalia er listrænn stjórnandi tónlistar- hátíðarinnar í Bevagna. Aðgangseyri á tónleikana er stillt í hóf og er sérstaklega hvatt til aðsóknar ungs fólks með því að veita öllum undir 21 árs aldri ókeypis aðgang að tónleikun- um. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tón- listarmanna í samvinnu við Nor- ræna húsið með áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf. Mark- miðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á „einleikarann“ annars vegar og „kammertónlist“ hins vegar. Til ánægjuauka fjalla flytjend- ur um efnisskrána á tónleikun- um. Tónleikarnir eru að jafnaði á miðvikudagskvöldum. Starfsárið 2010 býður upp á tón- leika með erlendum einleikurum í samvinnu við norræn einleikara- félög, ítalska tónleikahaldara og með íslensku listafólki úr röðum félagsmanna. Í ár er innan vébanda tónleikaraðarinnar haldin norræn tónlistarhátíð dagana 10.-12. júní í tilefni af 70 ára afmæli FÍT. Góðir ítalskir gestir TÓNLIST Sebastiano Brusco og Natalia Benedetti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á fimmtudaginn frumsýnir Áhuga- leikhús atvinnumanna þriðja örverk sitt um áráttur, kenndir og kenjar. Verkið sem ber heit- ið MARS er 10 mínútna hugleið- ing um líðandi stund og er sýnt í beinni útsendingu á www.her- bergi408.is, frá ÚTGERÐ, Hug- myndahúsi háskólanna, sem er nýtt gjörningarými við Granda- garð 16. Sýningin er hluti af tólf verka röð sem mynda eina heild og verða sýnd í einu lagi í lok desem- ber og verður þá eins konar annáll ársins 2010. Listamönnum Áhugaleikhúss atvinnumanna hefur nýverið verið úthlutað listamannalaunum úr launasjóði sviðslistamanna vegna verkefna sinna en nú í vor mun leikhúsið endurflytja Ódauðlegt verk um stríð og frið. Verkið er nú í vinnslu hópsins en Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld hefur lagt leikhúsinu lið og er í þann mund að semja tónverk undir leiksýninguna sem verður sýnd í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í maí en fleiri ódauðleg verk eru í undirbúningi. Í tilefni frumsýningar MARS sem verður í hádeginu kl. 12.30 fimmtudaginn 25. mars, mun Áhugaleikhús atvinnumanna sýna fyrsta ársfjórðunginn, JANÚAR, FEBRÚAR og MARS í samfellu það sama kvöld kl. 20 og aftur kl. 21. Leiksýningar Áhugaleik- húss atvinnumanna flokkast ekki undir markaðsvöru heldur samtal og er því ókeypis á alla viðburði leikhússins. Örverk um áráttur, kenndir og kenjar eru öll eftir Steinunni Knútsdóttur í samvinnu við hópinn og unnin undir hennar stjórn. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir. Í JANÚAR leika þær Aðal- björg Árnadóttir og Ólöf Ingólfs- dóttir, í FEBRÚAR leika þeir Árni Pétur Guðjónsson og Hannes Óli Ágústsson, en í MARS Árni Pétur Guðjónsson, Kristjana Skúladótt- ir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Myndvinnsla og útsendingar er í höndum Hákonar Más Oddssonar og nema Borgarholtsskóla. - pbb Vara eða samtal LEIKLIST Hannes Óli og Árni Pétur. MYND ÁA Jakob Jakobsson gengur með gestum um sýningu sína, GENGIÐ AÐ VERKI, á morg- un kl. 12.10 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Jakob Jakobsson hefur tekið ljósmyndir í hálfa öld. Helstu viðfangsefni hans hafa verið portrettmyndir, landslagsmyndir og myndir af fólki við byggingarstörf. Sýningin Gengið að verki, sem var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í janúar, fjallar einmitt um það síðastnefnda; svarthvítar myndir af bygg- ingarstöðum og er lögð sér- stök áhersla á myndir teknar á Íslandi á árunum 1955 til 1970. Ljósmyndirnar hafa ekki einungis mikið sögulegt gildi heldur eru teknar með næmu auga ljósmyndarans Jakobs sem vegna ævistarfs síns sem byggingatæknifræð- ingur hefur tekið þátt í mörg- um stórum byggingafram- kvæmdum og eru þar helstar Búrfellsvirkjun og Findhorn- brúin í skosku hálöndunum. Byggingar- svæði LJÓSMYNDIR Matseljur fylgjast með opnun skurðar. Búrfellsvirkjun, 1969. MYND JAKOB JAKOBSSON/LJÓSMYNDASAFNIÐ UNESCO og menningararfurinn MÁLÞING 25. mars 2010 kl. 13–16 Þjóðminjasafn Íslands – fyrirlestrarsalur Hvað getur UNESCO gert fyrir íslenskan menningararf? Ávarp Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Hvað gerir UNESCO? Guðný Helgadóttir, formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar Hugsjónir og elja UNESCO Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra UNESCO á sviði tungumála UNESCO og Ísland Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrverandi fulltrúi Íslands í stjórn UNESCO Heimsminjaskrá – blessun eða basl? Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu Glöggt er gestsaugað Handritasafn Árna Magnússonar á varðveisluskrá UNESCO Dr. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Lifandi menningararfur, sáttmálar og skrár Dr. Valdimar Tryggvi Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands Umræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.