Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 26
 23. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● farsímar Bíb! Bíb! „Mér þykir það leitt en ég elska þig ekki lengur,“ segja flatir stafir á símaskján- um. Áfallið jafnast á við atlögu með eggvopn. Áverkarnir eru bara ekki jafn sýnilegir. „Að flytja slæmar fréttir, eins og að slíta ástarsambandi í gegn- um sms, á aldrei að gera. Það er afar ópersónulegt því aldrei að vita hvar viðtakandinn er stadd- ur eða í hvaða aðstæðum þegar hann les það. Eina sem öruggt er, er að móttaka þess veldur áfalli,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir sál- fræðingur sem þekkir vel sálarör sumra af sínum skjólstæðingum eftir hranaleg og særandi sms- skilaboð. Hún segir mikilvægt að talað sé maður við mann þegar flutt eru slæm tíðindi. Annað sé óvarkárni og ónærgætni, auk þess sem fólk skjóti sér undan ábyrgð með því að hafa þennan háttinn á. „Það gleymist oft að hafa aðgát í nærveru sálar. Við þurfum að taka tillit til hvert annars og sýna lág- marks kurteisi; jafnvel þótt manni líki ekki alltaf vel við hvert annað. Koma alltaf fram af mannlegri reisn, en sá sem sendir þess háttar sms er óskaplega rislágur.“ Ágústína segir sms á borð við „Ég elska þig ekki lengur“ vera þau verstu sem hægt sé að senda manneskju sem er ástfangin og jafnvel búin að setja stóran hluta lífs síns í sambandið. „Slíkt er óbærileg afgreiðsla og má setja í samhengi við að manneskja ráðist á aðra með eggvopni. Þá verður afleiðingin sýnileg, en ekki við sms-atlögu, þótt hún sé alveg jafn slæm.“ Hún bætir við að möguleiki á sms-i hafi því miður breytt sam- skiptum fólks á verri veg. „Dofi og tilfinningaleg fjarlægð er orðin sjúkdómur í okkar samfélagi. Við erum komin svo langt frá hvert öðru að við erum hætt að skilja að hinn aðilinn og hitt fólkið hafi tilfinningar. Þannig erum við farin að umgangast hvert annað eins og í gegnum sjónvarp, þar sem við erum orðin ónæm fyrir fréttum sem eru hættar að snerta okkur þótt um sé að ræða fólk eins og okkur sjálf sem lendir í hræðilegum atburðum.“ Ágústína segir sms slæmra tíðinda vera enn ljótari hjá full- orðnum en börnum því þá sé meiningin að meiða. „Samskipti snúast um jafnvægi. Þegar fólk talar saman og annar segir eitt- hvað þarf hinn að fá tækifæri til að svara. Þetta eru hins vegar engin samskipti, heldur skila- boð á eina vegu og í raun ekk- ert tillit tekið til þess hvaða áhrif þau hafa. Þá situr hin manneskj- an eftir með allar tilfinningarn- ar og fær ekki að tala í jafnvægi, með brotið hjarta sem blæðir, og á um alla framtíð erfiðara með að fá aftur traust á annarri mann- eskju,“ segir Ágústína. „Því miður er algengt að fólk slíti ástarsamböndum á þennan veg, en líka að tilkynna um alvar- leg veikindi og jafnvel fráfall með ósmekklegum og köldum hætti. Þá hafa þeir sem sótt hafa um vinnu, beðið lengi eftir svari og sóst eftir því, fengið stuttaralegt sms um að hafa ekki fengið vinn- una í stað þeirrar lágmarks virð- ingu að hringt sé í það. En svona gerum við ekki. Við komum ekki svona fram við fólk.“ - þlg Brostnu hjarta blæðir við vont sms . Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að fólk sýni mannlega reisn og lágmarks kurteisi í öllum samskiptum við aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● MINNI GEISLUN Geislun frá GSM-símum hefur ekki verið rann- sökuð til hlítar. Þó eru þær raddir háværar sem telja að geislun frá símum sé skaðleg heilsu manna og á veraldarvefnum má finna ýmsar síður og greinar þar sem því er velt upp. Á einni þeirra, www.ewg.org, er að finna nokkur ráð til að minnka geislun þegar GSM-símar eru notaðir. Þar er meðal annars mælt með að: - Nota handfrjálsan búnað eða stilla símann á „Speaker“. - Halda símanum frá líkamanum þegar talað er en hafa hann ekki í vasa eða belti. - Hlusta meira og tala minna þar sem minni geislun á að fara fram þegar tekið er við símtölum og skilaboðum. - Skrifa frekar smá- skilaboð en hringja. - Nota ekki símann ef sambandið er lélegt. - Leyfa ekki börnum að nota símann. ● BARNIÐ OG FARSÍMINN Samkvæmt tölum frá árinu 2008 eiga níu af hverjum tíu börnum í 4.-10. bekk farsíma. Líkt og með netið þarf að kenna börnunum að umgangast símtækið og þá möguleika sem það býður upp á. Á heimasíðu umboðsmanns barna, barn.is, má finna ýmiss konar góð ráð fyrir foreldra er varða ýmislegt, og þar á meðal farsíma- notkun barna. Eineltismál þar sem netið og sms-sendingar koma inn í hafa komið upp í grunnskólum og því þurfa foreldrar að vera vel vakandi yfir sím- notkun barna sinna. Einnig þarf að kenna börnum að það kostar pening að tala í símann og að símtækin sjálf kosta pening þannig að huga þarf að því að börnin læri að gæta símans og fara vel með hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.