Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 18
SKART HÁLSFESTAR, HRINGA, NÆLUR og annað skart í lík-ingu við það sem landnemar báru er hægt að kaupa í safnbúð Þjóðminjasafnsins. www.natmus.is Fríða rekur verslunina Fríða skart- gripahönnun ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Gísla Árnasyni, við Strandgötu 43 í Hafnarfirði, en Fríða lærði skartgripahönnun hér heima sem og í Kaupmanna- höfn. Helgin fór í að kynna nýja skartgripalínu sem kallast Slétt og brugðið en línan er unnin upp úr eldri skartgripalínu Fríðu sem kallast Akkeri. „Ég notaði sömu form og notuð eru í Akkeris-línunni með því að smækka þau talsvert og útkoman varð mjög skemmtileg og minnir helst á prjónalykkjur og því fékk línan þetta nafn,“ segir Fríða. „Það verður mjög spennandi að vinna áfram með þessa línu því líkt og hjá prjónakonunum er hægt að spinna endalaust í kringum þetta, breyta forminu og gera alls kyns lengjur.“ Akkeris-línan var innblásin af grunnformum en Fríða hefur jafn- an verið undir áhrifum frá nær- umhverfi sínu við sjóinn í Hafnar- firði þar sem ýmiss konar munum bregður fyrir, þangi, ígulkerum og gömlum vélarhlutum. Fríða segir að hún hafi byrj- að að vinna af fullum krafti við línuna í janúar og hún verði að vinna áfram næstu mánuði að lín- unni, en á Hönnunarmars sýndi hún það sem til er orðið. „Fram- leiðslan mun þróast núna með vor- inu og steinar og slíkt skraut bæt- ast við. Ég fann mikinn áhuga og mæting var góð hingað í búðina á laugardaginn. Íslendingar virðast vera mjög spenntir fyrir íslenskri hönnun í skarti og ánægðir með hve mikil breidd er í faginu.“ juliam@frettabladid.is Slétt og brugðið silfur Fríða Jónsdóttir útskrifaðist sem gullsmiður árið 1992 og hefur undanfarin tíu ár starfað við hönnun og smíði eigin skartgripa. Hún kynnti skemmtilega nýja skartgripalínu á Hönnunarmars um helgina. Armband úr smiðju Fríðu. Áhugasömum má benda á heima- síðu hennar, fridaskart.is. Eins og sjá má á hringnum minnir smágert mynstrið einna helst á prjónalykkjur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gullfalleg eyrnalokkasett úr Slétt og brugðið-línunni. Hún og hún Í Húnoghún, Skólavörðustíg 17b, fást silfur- og gullskartgripir hannaðir af Sif Ægisdóttur gullsmiði. Anna María design skartgripaverslun Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík S. 551 0036 Mikið af handsmíðuðum skartgripum til fermingargjafa. Silfurhringir frá 5.500 kr. SNÖ of Sweden fæst nú í Smáralind. Skart fyrir alla aldurshópa. Fyrir tilefni eins og fermingar, útskriftir, árshátíðir eða bara til að gleðja og fegra. Allar vörur SNÖ of Sweden eru Nikkelfríar. Verð frá 2290 kr. Líf og List Smáralind s. 544-2140 www.lifoglist.is SNÖ of Sweden skartgripirnir einkennast af einstakri litagleði. Perlur, Zirconsteinar og trékúlur í bland við keðjur, leður, við og rússkinn. Allar vörur SNÖ of Sweden eru Nikkelfríar. SNÖ of Sweden er eitt stærsta skartgripamerki Norðurlanda og nú fáanlegt hér á landi. Heildsöludreifing Yd design. Tangarhöfða 6, 110 Rvk. s. 587 9393 www.yd.is Gull & Silfur Laugavegi 52, 101 Reykjavík, sími 552 0620. Gullkrossar miklu úrvali Silfur hringar hannaðir af Sif Jakobs. Verð 9.900.- Leonard Kringlunni 4 – 12 103 Reykjavík www.leonard.is OXXO design rokkar þig upp. Mikið um keðjur, grófar jafn sem fínar, leður í bland við perlur og steina. Allar vörur OXXO design eru Nikkelfríar. Sænskar gæða- vörur. Heildsöludreifing Yd design. Tangarhöfða 6, 110 Rvk. s. 587 9393 www.yd.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.