Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 24
 23. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● farsímar ● ÚTGEFNIR OG VÆNTANLEGIR LEIKIR FRÁ ÍSLENSKUM TÖLVULEIKJAFYRIRTÆKJUM Íslenskur tölvuleikjaiðnaður er í stöðugum vexti. Á þessu ári er von á fjölda nýrra leikja þar sem möguleikar miðla eins og Facebook og iPhone eru vel nýttir. „Leikurinn verður mjög fullkominn í útliti, miðað við þá leiki sem eru í boði fyrir þessa miðla,“ segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmda- stjóri Gogogic, sem er að þróa fyrsta íslenska fjölþátttökuleikinn sem verður hægt að spila samtímis á Facebook og í iPhone. Slíkir leik- ir þekkjast erlendis en eru þó enn tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Íslensk- ir tölvuleikjaframleiðendur eru því duglegir við að notfæra sér nýjustu tækni til að koma leikjum sínum á framfæri. „Ég held það sé óhætt að segja að íslensk fyrirtæki hafi náð eftirtektarverðum árangri í sinni leikjaþróun, sérstaklega fyrir far- síma,“ segir Jónas og tekur iPhone sem dæmi. „Héðan er að koma ótrúlega góð flóra fyrir iPhone og reyndar aðra farsíma líka,“ segir hann og bend- ir á að á Íslandi starfi nokkur fyrir- tæki sem sérhæfi sig meðal annars í leikjalínum fyrir farsíma. Þar megi nefna Dexoris, Digital White Knight, Ýmir og On the Rocks. „Fjarskiptamarkaðurinn er aftur á móti frekar stoðmarkaður fyrir Gogogic, við erum að búa til leiki sem henta fyrir marga miðla.“ Jónas segir farsíma- leikina til marks um þá grósku sem einkennir íslenskan tölvuleikja- markað í dag. Smærri fyrirtæki hafi sprottið upp eins og gorkúlur á síðustu árum og utan um þau voru stofnuð sérstök samtök, Iceland- ic Gaming Industry, árið 2009. Nú starfi um 350 manns við tölvuleikja- gerð á Íslandi, eða sem samsvarar nánast starfsmannafjölda í einu ál- veri, og eru þá óupptaldir þeir sem vinna erlendis í útibúum fyrirtækja á borð við Betware og CCP sem eru með höfuðstöðvar sínar hérlendis. Á heildina litið voru sjö nýir titlar gefnir út á síðasta ári, ýmist sem nýir farsíma- leikir, Face- book-leikir eða uppfærslur á eldri PC- leikjum sem þegar voru komnir út. Sumir seld- ust í allt að tugþús- undum eintaka, þar á meðal Eve Online og Soft Freak Fiesta. Áætlað er að iðn- aðurinn hafi velt um ellefu milljörð- um króna á síðasta ári. Jónas segir að hingað til hafi enginn iPhone- leikur beinlínis slegið í gegn en hins vegar þykja gæðin almennt góð. Undir það tekur Ernir Erlingsson, framkvæmdastjóri Ýmis. „Leikur- inn okkar Ringo hefur fengið góða dóma og tekinn sem dæmi um nýtt og áhugavert á iTunes-síðu Apple.“ Þar hafa margir af íslensku leikjun- um verið til sölu á verðbilinu 0,99 cent upp í 5 dollara. Ýmir er með þrjá tölvuleiki í vinnslu og er það brot af þeim leikj- um sem fyrirtækin ætla að setja á markað í ár, ýmist eða allt í senn hannaðir fyrir tölvur, Facebook og eða farsíma. Þar á meðal verður fyrrnefndur leikur frá Gogogic sem kemur í fyrsta lagi út í árslok 2010 og því vill Jónas sem minnst um hann segja. „Þó ekki af ótta við inn- lenda keppinauta, því hér vinnum við að sameiginlegum markmiðum iðnaðarins.“ - rve Stöndum frekar vel að vígi „Íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn stendur betur en nokkurn tímann áður,“ segir Jónas Björgvin Antonsson hjá Gogogic. Ýmir Mobile er með þrjá leiki í pípunum sem áætlað er að komi út á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁRIÐ 2009 Symbol6 Fyrsti iPhone-leikur frá Gogogic. Kom á markað í febrúar 2009. TiltaFun Frá On The Rocks Productions. Kom á markað í mars 2009. Eve Online Apocrypha. Frá CCP. Kom í mars 2009. Vikings of Thule Gogogic. Kom í september 2009. Peter Und Vlad iPhone-leik- ur frá Dexoris. Kom á markað í september 2009. Ringo Fyrsti leikurinn frá Ýmir mobile. Kom í nóvember 2009. Audio Puzzle iPhone-leikur. Dexoris. Kom í desember 2009. Thor On the Rocks Product- ions. Byggist á samnefndri mynd. Kom í desember 2009. Eve Online Dominion. CCP. Kom á markað í desember. Soft Freak Fiesta (SFF) iPhone-leikur sem má spila í Wi-Fi, Bluetooth eða 3G. Go- gogic. Kom í desember 2009. ÁRIÐ 2010 Hours of War Frá Sauma Technologies. Kemur á mark- að fyrsta ársfjórðunginn 2010. True you Frá Mind Games. Annar ársfjórðungur 2010. Face it Mind Games. Annar ársfjórðungur 2010. The Viking Game. Frá Ýmir Mobile. Kemur út í maí 2010. Island Survivor Mind Games. Kemur út á þriðja ársfjórðungi 2010. Bomb Squad Mind Games. Þriðji ársfjórðungur 2010. Eve Online Frekari viðbætur á leiknum. CCP. Sumarið 2010. Legion of Amon iPhone- leikur frá On the Rocks Productions. Kemur út á fyrsta ársfjórðungi 2010. Minds Eye Mind Games. Þriðji ársfjórðungur 2010. Maximus Musicus Frá Fancy Pants Global. Þriðji ársfjórð- ungur 2010. Killville iPhone-leikur. Frá Dexoris. Þriðji ársfjórðungur 2010. Battledrawn Frá Gogogic. Kemur út á fjórða ársfjórðungi 2010. Rupture Leikur hannaður fyrir ýmsa miðla. Gogogic. Fjórði ársfjórðungur 2010. Tournamental Fancy Pants Global. Fjórði ársfjórðungur 2010. Eve Online Frekari viðbætur á leiknum. CCP. Veturinn 2010. Gúndi Mindgames. Fjórði ársfjórðungur 2010. Heimild: Edge ● JÁKVÆÐIR DÓMAR Tölvuleikurinn Þór hefur fengið góða dóma. Gagnrýnandi á vef- síðunni Touch Arcade sagði að framsetningin væri frábær. Ringo frá Ýmir Mobile lenti á lista yfir nýja og áhugaverða leiki á iTunes-verslun Apple á síðasta ári. Tölvuleikurinn Audio Puzzle frá Dexoris var tilnefndur sem einn af tíu bestu tónlistarleikjum ársins 2009 af 148apps.com, sem er virt umfjöllunarsíða. Symbol6 frá Gogogic var val- inn einn af fimmtán áhugaverð- ustu þrautaleikjum á App Store á síðasta ári og tilnefndur til Nordic Game-verðlaunanna 2009. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Digital White Knight er með þrjá leiki í pípunum, meðal annars Ball Brothers. iPhone.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.