Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 6
 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 Eldgos á Fimmvörðuhálsi FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur eldgos á Fimm- vörðuhálsi á eina vinsælustu göngu- leið landsins? Hvaða áhrif myndi það hafa á ferðalanga ef gosið dregst á langinn? Gönguleiðin um Fimmvörðuháls hefur verið ein allra vinsælasta gönguleið landsins undanfarin ár. Áætla má að um 3.000 manns hafi gengið Fimmvörðuhálsinn síðasta sumar, segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar. Hraunrennsli frá eldgosinu sem hófst aðfaranótt sunnudags milli Eyjafjallajökuls og Mýr- dalsjökuls hefur nú runnið þvert yfir gönguleiðina um Fimmvörðu- háls, og ofan í Hrunagil, segir Broddi Hilmarsson, skálavörður Ferðafélags Íslands. „Hraunið er farið að renna ofan í Hrunagil austan við Morinsheiði, og yfir gönguleiðina um Fimm- vörðuháls þar sem farið er niður Bröttufönn, að Heljarkambi,“ segir Broddi. Bæði Ferðafélag Íslands og Úti- vist eiga skála á gönguleiðinni, en hraunrennsli var í gær ekki talið ógna þeim. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að verði gosið skammvinnt megi búast við miklum straumi ferðamanna um Fimmvörðuháls í sumar. „Ef þetta verður stutt túrista- gos verður gönguleiðin bara löguð að hraunrennslinu og fær meira aðdráttarafl, gæti ég trúað,“ segir Broddi. Hraun rennur yfir vinsæla gönguleið Gönguleiðin um Fimmvörðuháls ■ Fimmvörðuháls er svæðið milli Eyjafjalla- jökuls og Mýrdalsjökuls. Gönguleiðin yfir hálsinn liggur frá Skógum í suðri yfir í Bása í Þórsmörk í norðri. ■ Leiðin er um 22 kílómetra löng, og hækkunin um 1.000 metrar. Gangan tekur gjarnan um eða yfir 10 klukkustundir. ■ Á leiðinni eru tveir skálar. Baldvinsskáli er í eigu Ferðafélags Íslands og Fimmvörðuskáli í eigu Útivistar. ■ Meirihluti þeirra sem fara um Fimmvörðu- háls gengur leiðina á einum degi. Um þriðjungur gistir í skála Útivistar á leiðinni og gengur á tveimur dögum. ■ Göngumenn verða að búa sig vel þar sem allra veðra er von á Fimmvörðuhálsi. Í maí 1970 urðu þrír göngumenn úti á hálsinum þegar stórhríð og ofsarok brast á. ■ Myndast hefur hefð fyrir því að ganga Fimmvörðuhálsinn á Jónsmessunótt og hefur ferðafélagið Útivist staðið fyrir þeim göngum. Þær hafa verið afar fjölmennar undanfarin og mörg hundruð manns gengið hálsinn í þeim ferðum. HRAUNIÐ RENNUR Í HRUNAGIL Á myndinni sést hvernig hraunið rennur niður í Hrunagil. Horft er til suðvesturs á myndinni, til vinstri er Hrunajökull og hægra megin á mynd- inni er Brattafönn. Gönguleiðin um Fimmvörðuháls liggur um Bröttufönn, hér um bil þar sem svarta línan er. Miðsker er rétt ofan og vinstra megin við eldgosið. Skúli tekur undir þetta: „Ef gosið hættir fljótlega kæmi ekki á óvart ef það yrði talsverð umferð af fólki þarna uppi í sumar, enda mörgum sem finnst spennandi að skoða nýrunnið hraun.“ Hætti gosið ekki verður hins vegar annað uppi á teningnum. Síðasta eldgos á þessu svæði stóð í tvö ár, frá 1821 til 1823, svo ómögulegt er að segja til um hvort hægt verður að ganga í nágrenni þess í sumar. „Eins og sprungan liggur virðist engin góð leið framhjá gos- svæðinu,“ segir Skúli. Fari svo að gosið malli áfram án stórkostlegra átaka megi því frekar búast við að fólk gangi áleiðis upp á Fimm- vörðuháls, að eldstöðinni, en snúi svo við og fari sömu leið til baka. Haldi eldgosið áfram fram á sumar má búast við að það geti haft áhrif á ferðir fólks til Þórs- merkur. Ferðir hafa raunar verið bókaðar í skála á svæðinu um næstu helgi, og eru nú í upp- námi. Þá fer yfirleitt talsverð- ur fjöldi ferðamanna í Þórsmörk um páskana, en eldgosið gæti sett strik í reikninginn með þau ferðalög, segir Skúli. Ekki er víst að áframhaldandi átakalítið gos komi í veg fyrir ferðalög í Þórsmörk í sumar, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Það verði þó að koma í ljós þegar líði á gosið enda erfitt að spá fyrir um framhaldið. Mögulega verði lítil hætta á ferðum og því vinsælt að berja gosið augum. Einnig sé mögulegt að svæðið verði lokað, það verði í höndum almanna- varnanefnda. brjann@frettabladid.is Baldvinsskáli Fimmvörðuskáli Aðalfundur svæðisdeildar höfuðborgarsvæðis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn fi mmtudaginn 25.mars kl. 18:30-20:30 í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 22. Dagskrá fundarins: Léttar veitingar Venjuleg aðalfundarstörf Fyrirlestur: Ásdís Olsen kynnir hamingjufræði með áherslu á gjörhygli Þátttöku þarf að skrá fyrir 23. mars á www.hjukrun.is Meira í leiðinniN1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 1118 HS029 Mundo Fredrik • Stillanleg hæð • Micro fiber Tilboðsverð 6.990 kr. Tilvalin fermingagjöf SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS Frábæ rt verð! Takm arkað magn ! Heljarkambur M or in sh ei ði Hr un ag il Hrunajökull Brattafönn M ý r d a ls jö k u ll E y ja f ja ll a jö k u ll Miðsker 1093 Heiðarhorn Um 3.000 manns ganga um Fimmvörðuháls á ári hverju, en hraunrennsli frá eldgosinu á hálsinum hefur nú runnið yfir gönguleiðina. Verði gosið skammvinnt er búist við miklum fjölda göngufólks til að skoða gosstöðvarnar í sumar. BÁSAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I F i m m v ö r ð u h á l s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.