Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 38
22 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég mátti velja mér listamann til að koma fram með og ég valdi Andreu Gylfadóttur, enda er hún í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér,“ segir Vilhelm „Naglbítur“ Anton Jónsson. Villi og Andrea koma fram nú á miðvikudags- kvöldið á fimmtu Fuglabúrs-tónleikum FTT og Reykjavík Grapevine. „Við spilum bæði mín lög og hennar og svo teljum við í einhverja standarda. Mér finnst líklegt að við tökum Spiladós- arlagið. Þetta er svo auðvelt með hennar stöff, það kunna allir Todmobile-lögin, bara nóg að hún kalli nafnið á laginu út í loftið. En það þarf að læra mitt stöff.“ Villi og Andrea koma fram með Birgi Bragasyni á kontrabassa og Hrafni Thor- oddsen og Kjartani Valdimarssyni á píanó. „Þetta verður kósí og þægilegt, bara rauðvín og kerti. Engin tudda- keyrsla.“ Fyrir utan tónleikana eru Villi og Andrea bæði á fullu í leikhúsvinnu þessa dagana. „Hún er fyrir norðan, er tónlistarstjóri í Rocky Horror,“ segir Villi. „Ég er svo á fullu í Borgarleikhúsinu þar sem ég sé um músíkina í leikritinu Dúfurn- ar, sem verður frumsýnt 10. apríl. Þetta er mjög fyndið og súrt leikrit eftir Þjóðverja með eintómum stjörnuleikurum. Það var farin sú leið að spila þekkt lög. Siggi Sigurjóns syngur til dæmis Scooter- lag í einni senunni. Þetta verður helvíti töff.“ Tónleikar Villa og Andreu hefjast kl. 22 á morgun og eru haldnir á Café Rosenberg við Klapparstíg. Miða- verð er kr. 1.500. - drg Villi og Andrea kósí saman VILLI OG ANDREA Telja í á Rosenberg á miðvikudagskvöldið. > LINDSAY Í RIFRILDI Leikkonan Lindsay Lohan lenti í rifrildi við stúlku á klúbbi um helgina. Ástæð- an var sú að Lindsay þótti um- rædd stúlka eyða of miklum tíma með ástmanni hennar, fyrirsætunni Adam Senn. Allt leystist þó farsæl- lega á endanum og Lindsay náði gæjanum heim með sér. Um helgina var haldin fyrsta raunverulega „tískuvikan“ í Reykjavík en hún átti sér stað á hátíðinni Reykjavík Fashion Festival sem var haldin í tengslum við Hönnunar- mars. Á föstudags- og laugardagskvöld sýndu tuttugu og tveir íslenskir fatahönn- uðir hönnun sína í gömlu kaffiverksmiðju Ó. Johnson & Kaaber við Sætún þar sem færri komust að en vildu. Sýningarnar þóttu heppnast mjög vel í þessari glæsi- legu umgjörð og nokkur fjöldi erlendra blaðamanna og tískumógula voru á svæð- inu til að fylgjast með nýjustu straumun- um í hinum vaxandi íslenska tískuheimi. Ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á RFF á föstudagskvöldið og myndaði þessa smekklegu gesti. - amb Glæsileg tískuhelgi að baki GLÆSILEG UMGJÖRÐ Ó. Johnson og Kaaber-húsið við Sætún var kjörið til að sýna það besta í íslenskri hönnun. Hér sést mann- þröngin á sýningu E-label á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fegurðardrottningin Ingibjörg Ragnheiður ásamt stílistanum og förðunarfræðingnum Karli Berndsen. Hönnuðirnir Guðrún Tara, Katrín Alda og Hilda Stefánsdóttir. Linda Pétursdóttir sat á fremsta bekk með ljósmyndaranum Veru Pálsdóttur. Þær Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, Eva Katrín Baldvinsdóttir og Kristjana Guðjónsdóttir voru sáttar við samkomuna. SPRINT KSO lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 VINSÆLU KOMINR AFTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.