Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 2
2 6. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Jón Böðv- arsson cand. mag. lést á sunnudag á Landspítal- anum. Jón fæddist 2. maí 1930 og hefði því orðið áttræð- ur í byrjun næsta mánaðar. Hann varð stúdent frá MR árið 1951 og lauk cand.mag.- prófi frá Háskóla Íslands árið 1964. Jón starfaði sem kenn- ari lengstan sinn starfsaldur og varð fyrsti skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón var mörgum að góðu kunn- ur vegna kennslustarfa sinna, en ekki síður fyrirlestra um Íslendingasögur sem hann hélt hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands við miklar vinsældir. Jón hlaut heiðurs- verðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í síðasta mán- uði. Jón lætur eftir sig eigin- konu, þrjú börn og stjúpson. Jón Böðvarsson lést á sunnudag Jón Þór, var þetta öfugur útsaumur? „Ja, hann var að minnsta kosti ekki á röngunni.“ Jón Þór Þorleifsson er félagi í íþrótta- félaginu Styrmi sem hélt páskamarkað á Barböru á laugardag. Þar var meðal annars seldur útsaumur með áletruninni Guð lessi Ísland eftir þær Hildi Hafsteins- dóttur og Írisi Ellenberger. Útsaumurinn seldist upp. FJÖLMIÐLAR Skopmyndir Halldórs Baldurssonar hefja göngu sína í Fréttablaðinu í dag. Myndir Hall- dórs munu birtast í blaðinu alla virka daga, en skopmyndir Gunn- ars Karlssonar munu áfram birt- ast í helgarútgáfu blaðsins. Halldór hefur teiknað skop- myndir í fjölmiðla frá árinu 1984; á Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum og síðast Morgunblaðinu. - þeb / sjá síðu 12 Skopmyndir í Fréttablaðinu: Halldór hefur göngu sína HALLDÓR BALDURSSON Skopmyndir Halldórs munu framvegis birtast í Frétta- blaðinu alla virka daga. BRETLAND, AP Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, geng- ur væntanlega á fund Elísabetar drottningar í dag til að leysa upp þingið svo hægt verði að boða til kosn- inga. Reiknað er með að kosn- ingarnar verði haldnar 6. maí. Íhaldsflokk- urinn, undir forystu Davids Camerons, hafa lengi mælst með mikið forskot á Verkamannaflokk Browns í skoðanakönnunum, en munurinn hefur minnkað hratt upp á síðkastið og er kominn niður í tíu prósent. - gb Brown leysir upp þing í dag: Íhaldsmenn að missa forskotið DAVID CAMERON DÓMSMÁL Stefnt er að því að ljúka rannsóknum á fyrstu málum embættis sérstaks saksóknara í apríl. Þá verða teknar ákvarðanir um ákærur í lok mánaðarins. Ólafur Þ. Hauksson, sérstak- ur saksóknari, segir rannsókn mála á borði hans komin misjafn- lega langt á veg, en segist ekki geta sagt til um það hvaða mál séu komin lengst. „Við stefnum að því að ljúka einhverjum málum í þessum mánuði en það er með öllum þeim fyrirvörum sem mögulegt er í því.“ - þeb Ólafur Þ. Hauksson: Ákvörðun um ákærur í apríl STJÓRNSÝSLA „Hér með tilkynnist þér að ráðgert er að áminna þig fyrir brot á almennum starfskyld- um ríkisstarfsmanna …“ Þannig hefst bréf sem Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í síðustu viku. Ástæðan er erindi Stein- gríms til Ríkis- endurskoðunar, án vitundar ráð- herrans. Erindið sneri að reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttinda- kostnaði vegna alvarlegra fæð- ingargalla, sjúk- dóma eða slysa. Á fundi fjárlaga- nefndar Alþing- is kom fram að forstjórinn hafði leitað til Ríkis- endurskoðunar. Þar spurði hann eftir því hvort ríkisendurskoðandi væri sammála því að útfæra þyrfti nánar fjárhagsleg skilyrði sem uppfylla þyrfti, áður en til endur- greiðslu kæmi. Steingrímur Ari segir tilkynn- inguna hafa komið sér mjög á óvart. Hann hafi verið að vinna að útfærslu reglugerðarinnar og í því skyni leitað til Ríkisendurskoðunar til að vanda til verka. „Ég var ekki að gagnrýna reglugerðina, heldur að kalla eftir leiðbeiningum um hvernig á að útfæra hana.“ Hann segir reglugerð- ina vera fordæmalausa og því vandasamt verk að útfæra hana. „Almenna reglan er sú, eins og þeir vita sem hafa kynnt sér lögin um sjúkratrygg- ingar, að annaðhvort eru til staðar samningar við þjónustuveitendur þeirrar þjónustu sem fellur undir sjúkratryggingarnar, eða, í undantekningartilvikum ef það er ekki samning- ur, þá skuli tryggja end- urgreiðslur á gjaldskrá sem stofnunin hefur gefið út. Hvorugt er til staðar í þessu tilviki.“ Álfheiður vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Ég ætla ekki að reka málið í fjölmiðlum og það er í stjórnsýslulegri meðferð. Andmælaréttur er til 13. apríl og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvað gert verður.“ Fyrir áramót var sett reglugerð um endur- greiðslu vegna tann- lækninga almennt. Tann- réttingafræðingar hafa verið ósáttir við hana og hún ekki komið til fram- kvæmda. Reglugerðin í mars skerpti á alvarleg- um tilvikum. Steingrím- ur Ari segir að ekki hafi verið greitt vegna neinna nýrra tilvika frá því fyrir áramót. kolbeinn@frettabladid.is Segir reglugerðina vera fordæmalausa Heilbrigðisráðherra tilkynnti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um fyrirhugaða áminningu. Forstjórinn ráðfærði sig við Ríkisendurskoðun um útfærslu reglu- gerðar. Segir það ekki snúa að innihaldi heldur útfærslu sem sé fordæmalaus. ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR STEINGRÍMUR ARI ARASON TANNLÆKNIR Ekki hefur verið endurgreitt vegna nýrra tilvika frá því fyrir áramót. Reglugerðin frá því í mars átti að skerpa á alvarlegum tilfellum, vegna fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég var ekki að gagnrýna reglugerðina, heldur að kalla eftir leið- beiningum. STEINGRÍMUR ARI ARASON FORSTJÓRI SJÚKRATRYGGINGA ÍSLANDS SAMGÖNGUR Nefnd fjögurra stjórnmálaflokka hefur velt upp þeim möguleika að setja vegtolla á þrjár stofnleiðir inn í höfuðborgina. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, situr í nefndinni. Hann segir vel koma til greina að breyta tekjuöflun í samgöngumálum og notendagjöld komi að einhverju leyti í stað bens- ín- og olíugjalda. Þeir vegtollar rynnu í samgöng- ur á höfuðborgarsvæðinu, mannvirki og almenn- ingssamgöngur. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að um landsbyggðarskatt yrði að ræða. Þessu er Árni Þór algjörlega ósammála. „Auðvitað fara Reyk- víkingar líka út fyrir borgarmörkin og þetta er ekki sérstakur landsbyggðarskattur. Árni segir að í framtíðinni gæti kerfið orðið þannig að bensín- og olíugjöld hyrfu alveg. Umferð bíla yrði mæld með gps-kubbum og rukk- að mismunandi eftir álagstímum og þungum gatnamótum, þannig myndi umferðin dreifast. „Þetta gæti því frekar lagst þyngra á þéttbýlis- búa, þar sem umferðin er meiri, en dreifbýlis- búa.“ Starfshópurinn sem um ræðir er óformlegur, en var skipaður af samgönguráðherra, Kristjáni Möller, í febrúar. Hans er að fara yfir hugmyndir að veggjöldum. - kóp Engar ákvarðanir verið teknar með álagningu vegtolla við höfuðborgina: Vegtollar lækki bensíngjald MORGUNUMFERÐ Árni Þór vonast til að í framtíðinni muni mismunandi veggjald eftir álagstímum minnka umferðartepp- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Ekki hefur verið ákveðið hvenær frekari stjórn- arráðsbreytingar munu eiga sér stað eða hve lengi utanþingsráð- herrar verði í ríkisstjórninni, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. „Hins vegar hefur alltaf legið í loftinu að það er verið að vinna að þessum stjórnarráðsbreyting- um, án þess að einstakir áfangar hafi verið ákveðnir eða tímasett- ir,“ segir Steingrímur. Utanþingsráðherrarnir Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon mældust vinsælust í nýjum þjóð- arpúlsi Gallup, sem greint var frá í gær. - þeb Breytingar á ráðherraskipan: Tímasetning ekki ákveðin HEILBRIGÐISMÁL Samkomulag hefur náðst í deilu á milli almennra lækna á Landspítalanum og spítalans. Þeir 65 unglæknar sem lögðu niður störf 1. apríl síðastliðinn sneru því aftur til vinnu í gærkvöldi og í morgun. Læknarnir voru ósáttir við nýtt vaktaskipulag sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Þeir sögðu það fela í sér aukið vinnuálag án þess að kjör þeirra bættust. Alls 65 læknar lögðu því niður störf um mánaðamótin og hafa sérfræðingar og læknar á bakvakt sinnt störfum þeirra yfir helgina, á meðan bráða- þjónustu var aðeins sinnt. Samkomulagið sem skrifað var undir í gær milli læknanna og stjórnar spítalans felur í sér að reynt verði að finna sameiginlega lausn á deilunni. Breytingum á vaktakerfinu hefur nú verið frestað og skipaður verður starfshópur sem mun vinna að nýju vaktakerfi. Þeirri vinnu á að ljúka í síðasta lagi 1. september. - þeb Samkomulag náðist í deilu unglækna og Landspítalans: Læknar snúa aftur til starfa LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Sátt náðist í deilu unglækna og spítalans í gærkvöldi. Stefnt er að því að gera nýtt vaktakerfi fyrir haustið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.