Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2010 11 AFGREIÐSLUTÍMIVIRKA DAGA: 11-19(AKUREYRI 10-18.30)LAUGARDAGA: 10-18(AKUREYRI 10-17)SUNNUDAGA: 12-18(AKUREYRI 13-17 Blikkandi ljós 4.999 FRJÁLST VAL SPARIÐ 2.000 12.999 SPARIÐ 4.000 TAKMARKAÐ MAGN! 211222-23 HLAUPAHJÓL Með ljósi. Framleitt úr áli með ABEC 5 legum, steyptum plasthjólum, fótbremsu, svamphandföngum og stillanlegri stýrishæð. Auðvelt að fella saman. Fæst bleikt eða blátt. Þarf 4 C-rafhlöður. Venjulegt verð 6.999 460876 FYRSTA TRAMPÓLÍNIÐ MITT Bólstrað og endingargott hringlaga trampólín með öryggisneti, byggt úr 24 mm rörum úr gegnheilu stáli. Þvermál 140 cm, hæð 180 cm. Venjulegt verð 16.999 ÞAÐ ER VOR Í LOFTI! 460723 LEIKBOLTAR 100 stykki. Venjulegt verð 1.9993.998 3 FYRIR 2 SPARIÐ 1.999 T ilb o ð in g ild a ti l o g m eð 1 1. 04 .2 01 0. V SK e r in ni fa lin n í v er ð i. Fy ri rv ar ar e ru g er ð ir v eg na m ö g ul eg ra p re nt vi lln a. MEIRI VERÐL ÆKKUN FRÁ A UGLÝS TUM VERÐU M Í BÆKLI NG KÓPAVOGUR: Smáratorg 3 sími 550 0800 GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur 2-8 sími 585 0600 AKUREYRI: Glerártorg sími 461 4500 SKÓLAMÁL Tveir háskólanemar hafa fengið styrki til að vinna við verkefni sem talin eru auka fræðilega og hagnýta þekkingu á Evrópumálum. Styrkirnir eru vegna lokaverkefna til meist- araprófs við Háskóla Íslands, en þá veittu Samtök iðnaðarins og Alþjóðamálastofnun Háskólans. „Styrkupphæðin miðast við úthlutun Nýsköpunarsjóðs náms- manna til þriggja mánaða,“ segir í tilkynningu. Styrkina hlutu Inga Dís Richter fyrir verkefni um dreifbýlisþró- unarstefnu Evrópusambandsins og Jón Kristinn Ragnarsson fyrir verkefni sitt um tölvuógnir og tölvuvernd. - óká Stuðlað að Evrópuþekkingu: Tveir háskóla- nemar fá styrk DÓMSMÁL Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að brjótast, eða reyna að brjótast, inn í tugi bifreiða á Selfossi til að stela þar verðmætum. Maðurinn var sextán og sautj- án ára þegar hann braust inn í bílana. Hann mætti fyrir dóminn við þingfestingu málsins og játaði skýlaust sök. Hann gaf þá skýr- ingu að sig hefði vantað peninga. Maðurinn á sakaferil að baki. Með þessum brotum nú rauf hann skilorð. Dómurinn taldi að með hliðsjón af ungum aldri hans og áætlanir hans um að nýta með- ferðarúrræði skyldi skilorðs- binda dóminn. - jss Ungur maður rauf skilorð: Braust inn í fjölmarga bíla BANKAR Íslandsbanki hefur ákveðið að afnema heimildargjald, einnig þekkt sem viðskiptagjald, af yfirdráttarreikningum viðskiptavina sinna. Ákvörðunin tók gildi 21. mars. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 4. mars innheimtu allir stóru bankarnir þrír slíkt gjald, milli þrjú og fimm prósent. Almenna reglan var sú að gjaldið borgaði fólk sem ekki var í sérstakri vildarþjónustu hjá bönk- unum og var með yfirdráttarheimildir sem ekki voru nýttar. Bankarnir hafa sagt gjaldið innheimt í undantekningartilfellum; flestir viðskipta- vinir séu í þess háttar viðskiptum, til dæmis náms-, eða gullvild, að þeir greiði það ekki. Gjaldið hafi verið algengara í gamla daga. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að það sé liður í endurskoðun gjaldskrár bank- ans að fella gjaldið niður. Eftir því sem næst verður komist hefur Landsbankinn það líka á stefnuskránni að afnema heimildargjaldið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, hefur lýst heimildargjaldi bankanna hér í blaðinu. Hann segir að það sé „út í hött að taka vexti af einhverju sem ekki er notað“. - kóþ Gjald sem lagt var á fólk með ónýttar yfirdráttarheimildir: Íslandsbanki afnemur heimildargjald FRÉTTABLAÐIÐ 4. MARS Það kom mörgum á óvart að heimildargjald væri innheimt, þegar Fréttablaðið greindi frá því, jafnvel innan bankanna sjálfra. LÖGREGLUMÁL Sinueldur kviknaði skammt frá sumarhúsi við Langá á Mýrum í Borgarfirði um helg- ina. Eldurinn kviknaði eftir að fólk sem dvalið hafði í bústaðnum hellti kolum á jörðina áður en það yfirgaf svæðið. Ungmenni sem voru á ferð á staðnum hringdu í slökkvilið- ið sem kom á staðinn og slökkti eldinn. Annars var töluvert um sinu- bruna í Borgarfirðinum um helg- ina þar sem bændur höfðu fengið leyfi til slíks. - th Heitum kolum hellt á jörðina: Bruni við sum- arhús á Mýrum LÖGREGLUMÁL Slökkviliðið var þrisv ar sinnum kallað út aðfara- nótt mánudags vegna sinuelda. Þess fyrsta varð vart við Garða- kirkju um hálftólf, annars við Hlíðaberg í Hafnarfirði um hálf- fjögur og þess þriðja á svipuðum slóðum klukkustund síðar. Um minni háttar elda var að ræða og gekk slökkvistarf greiðlega. Talsvert frost var á þess- um slóðum og telur talsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu líklegt að kveikt hafi verið í. - ve Grunur um íkveikju: Þrjú útköll vegna sinuelda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.