Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 14
14 6. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Fyrstu nútíma Ólympíuleikarnir voru haldnir þennan dag árið 1896. Nútíma- leikarnir eru byggðir á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna. Elsti skráði sigurvegari þeirra er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ára. Árið 1887 hóf baróninn Pierre de Coubertin baráttu sína fyrir endurvakn- ingu Ólympíuleikanna. Á alþjóðaráðstefnu 1894 var ákveðið að hrinda hugmynd hans í framkvæmd og Alþjóða Ólympíuráðið var stofnað. Fyrstu Ólympíuleikar nútímans voru síðan haldnir í Aþenu 1896 með þátttöku 300 keppenda frá 13 þjóðlöndum. ÞETTA GERÐIST: 6. APRÍL 1896 Fyrstu nútímaleikarnir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gerða Herbertsdóttir sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar láti góðgerðasamtök njóta þess. Herbert Haraldsson Hallfríður Ragnheiðardóttir Sigríður Haraldsdóttir Gunnar Þór Ólafsson Jón Ingi Herbertsson Laufey Elísabet Löve Gerða Gunnarsdóttir Guðmundur Arnar Jónsson Lára Guðrún Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Steinsson Gullsmára 5, Kópavogi áður garðyrkjubóndi í Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00. Gunnhildur Ólafsdóttir Agnar Árnason Jóhanna Ólafsdóttir Pétur Sigurðsson Steinn G. Ólafsson Guðrún Sigríður Eiríksdóttir Símon Ólafsson Kristrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Guðmunda Halldórsdóttir Baughúsum 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 14. Magnús Davíð Ingólfsson, börn, tengdabörn og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Jóhann Eyþórsson Lækjarbergi 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00. Valdís Þorkelsdóttir Anna Jóhannsdóttir Jón Örn Brynjarsson Eyþór Kristinn Jóhannsson Kristín Þórey Eyþórsdóttir Gísli Þorláksson barnabörn og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Aðalsteins Þ. Þórðarsonar Hrafnistu Hafnarfirði, áður Gunnarssundi 9 Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Einnig fær starfsfólk deildar A4 á Landspítalanum í Fossvogi kærar þakkir fyrir einstaka hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. María I. Aðalsteinsdóttir Stefán Sandholt Þórstína U. Aðalsteinsdóttir Guðmundur Th. Einarsson Svanhvít Þ. Aðalsteinsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Vilhjálmur Hálfdánarson Klapparstíg 1, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 9. apríl kl. 14.00. Bára Jónsdóttir Arnar Vilhjálmsson Hjördís Elísabet Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Árni Kjartansson Fannar Vilhjálmsson Andrea Lind Vilhjálmsdóttir Hálfdán Þorgrímsson Hjördís Vilhjálmsdóttir Jón Jóhannsson Jóhanna Tyrfingsdóttir systkini og makar. PAUL RUDD ER 41 ÁRS Í DAG. „Það er eitthvað svo frábært við gullfiska. Þeir eru líka fyrsta gæludýrið sem fólk eignast.“ Paul Stephen Rudd er bandarískur leikari og handritshöfundur. Hann er aðallega þekktur sem gaman- leikari og lék í myndum á borð við 40 year old Virgin, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, Knock- ed Up og Clueless. Þá fór hann með hlutverk Mike Hannigan í sjón- varpsþáttaröðinni um Vini. Hálf öld er liðin frá því að félagasam- tökin Vernd – fangahjálp hófu starfsemi, en þau voru stofnuð árið áður, 19. okt- óber 1959. Samtökin höfðu frá fyrstu tíð það markmið að gera fólk sem lent hafði á glapstigum að nýtum þjóðfélags- þegnum. Fyrstu árin snerust verkefnin um að aðstoða heimilislaust fólk, drykkjumenn og þá sem voru að losna úr fangelsi. Vernd var þá til húsa að Stýrismanna- stíg og var þar fram til 1964. Það voru þær Þóra Einarsdóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir sem fyrst lögðu til stofnun samtaka um dvalar- og vinnuheimili á fundi Kvenréttinda- félags Íslands. Þá áttu samtökin einn- ig að „vinna að umsjá og eftirliti með afbrotafólki“, segir í fundargerð. „Þetta fólst í því að aðstoða fólk með því að skjóta yfir það skjólshúsi, útvega fólki föt, því menn komu oft fatalitlir úr fangelsi. Svo var alls konar aðstoð við fjármál, svo sem skattframtöl og þess háttar. En Vernd hafði svo eftirlit með þeim sem voru á skilorði eða á reynslu- lausn,“ segir Hreinn S. Hreinsson fanga- prestur, sem er formaður Verndar. Nú til dags snýst reksturinn helst um áfangaheimilið að Laugateigi 19, sem var keypt 1985. Þangað geta fangar farið í lok afplánunar, með því skilyrði að þeir séu reglusamir og vinni fyrir sér eða nemi. Þetta er gert til að laga fang- ana að samfélaginu. Síðastliðin fimmtán ár hafa 802 menn búið þar og 86 prósent þeirra þykja hafa staðið sig vel að dvöl lokinni. „Þeir sem hafa hlotið þyngstu dóm- ana, til dæmis fyrir morð, hafa fengið að vera þarna í eitt ár,“ segir Hreinn, aðrir skemur. Rekstur Verndar er því mun afmark- aðri en hann var í upphafi, enda hefur samfélagið þróast. „Þegar Vernd var stofnuð 1959 var ekki til nein Félagsmálastofnun eða neitt velferðarsvið borgarinnar. Það var reyndar til framfærslufulltrúi Reykja- víkurborgar en Félagsmálastofnun kom ekki fyrr en 1967,“ segir Hreinn. Vernd er rekin með stuðningi sveit- arfélaga, aðallega Reykjavíkur, og rík- isins. Þar eru fjórir starfsmenn. „Svo borga menn fyrir sig sem eru á Vernd, því það er liður í að laga menn að samfélaginu, að það er ekkert ókeyp- is, þeir greiða svokallað viðverugjald, 49.000 krónur á mánuði fyrir mat og húsnæði,“ segir Hreinn. Í tilefni afmælisins er boðað til afmælismorgunverðar á Grand Hóteli Reykjavík á fimmtudaginn milli klukk- an 8.00 og 10.00, þar sem dómsmálaráð- herra heldur tölu, ásamt öðrum. klemens@frettabladid.is VERND – FANGAHJÁLP: HELDUR UPP Á AFMÆLIÐ Á GRAND HÓTELI Á FIMMTUDAG Föngum hjálpað í fimmtíu ár FANGAPRESTURINN VIÐ LAUGATEIG Fangarnir sem dvelja hjá séra Hreini greiða 49.000 krónur á mánuði fyrir húsaskjól og næringu, enda er hugsunin sú að þeir eigi að venjast aftur þeirri hugsun að allt kosti peninga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.