Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 40
20 6. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild karla: KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvalds- son 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Keflavík-Njarðvík 89-78 Keflavík: Draelon Burns 26/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/7 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Uruele Igbavboa 10/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2. Njarðvík: Nick Bradford 27/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik E. Stefánsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Páll Kristinsson 4/6 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Egill Jónasson 2. N1-deild karla: Grótta-Fram 22-26 Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 7/3 (14/4), Hjalti Þór Pálmason 5/1 (11/1), Viggó Kristjáns- son 3 (6), Jón Karl Björnsson 2/0 (3/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Heiðar Þór Aðalsteins- son 1 (3), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Matthías Árni Ingimarsson 1 (2), Arnar Freyr Theodórsson 0 (1) Varin skot: Gísli Guðmundsson 18 Hraðaupphlaup: 4 (Viggó 2, Anton, Ægir) Fiskuð víti: 6 (Hjalti 2, Jón Karl, Matthías. Ægir, Anton) Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 6/3 (10/3), Andri Berg Haraldsson 6 (10), Haraldur Þorvarðarson 4 (8), Stefán Stefánsson 3 (4), Róbert Aron Hostert 3 (6), Guðjón Drengsson 2 (2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (3), Daníel Berg Gretarsson 0 (2). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 27/1, Sigurður Örn Arnarson 1/1 Hraðaupphlaup: 3 (Andri, Stefán, Guðjón) Fiskuð víti: 3 (Einar, Haraldur, Guðjón) Utan vallar: 14 mín. Akureyri-HK 22-24 Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%. Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur). Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Her- mannsson Bridde 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54% Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli). FH-Valur 20-25 Mörk FH: Bjarni Fritzson 6, Ólafur Guðmundsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Ólafur Gústafsson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 1, Örn Ingi Bjarkason 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Benedikt Kristinsson 1. Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 7, Elvar Friðriks- son 6, Fannar Friðgeirsson 5, Sigurður Eggertsson 3, Baldvin Þorsteinsson 2, Ingvar Árnason 1, Sigfús Páll Sigfússon 1. Haukar-Stjarnan 35-23 Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7, Einar Örn Jónsson 6, Þórður Guðmundsson 6, Freyr Brynjarsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Guðmundur Árni Ólafsson 1. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 4, Tandri Konráðsson 3, Daníel Einarsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Jón Arnar Jónsson 2, Sigurður Torfi Helgason 2, Björn Friðriksson 2, Daníel Hansson 2, Eyþór Magnússon 1, Sverrir Eyjólfsson 1. STAÐAN: Haukar 20 14 2 4 518-480 30 Valur 20 11 3 6 493-464 25 HK 20 11 2 7 535-513 24 Akureyri 20 10 2 8 533-509 22 FH 20 10 1 9 552-537 21 Grótta 20 7 0 13 503-533 14 Fram 20 6 1 13 529-557 13 Stjarnan 20 5 1 14 475-545 11 > Margrét Lára skoraði í fyrsta leik Tímabilið í sænsku kvennadeildinni hófst í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-2 sigri liðsins á Sunnanå. Þóra B. Helgadóttir stóð í marki Malmö sem lagði Hammarby, 1-0. Edda Garðarsdóttir var í liði Örebro sem vann öruggan sigur á AIK, 4-1. Ólína G. Viðarsdóttir gat ekki leikið með Örebro vegna meiðsla. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð síðan í marki Djurgarden sem tapaði fyrir Tyresö, 2-0. HK tryggði sig inn í úrslitakeppni N1-deildar karla í handbolta í gær með 22-24 útisigri á Akureyri. Sveinbjörn Pétursson varði 68% skota sem fóru á markið frá Akureyri í fyrri hálfleik og lagði grunn- inn að sigrinum. „Það er ekkert skemmtilegra en að koma hingað aftur og spila – og vinna,“ sagði Sveinbjörn sem er frá Akureyri. „Ég virðist alltaf finna mig vel hérna.“ Miðað við markvörslu hans, og góða vörn HK, hefði liðið átt að leiða með meira en fjórum mörkum í hálfleik þegar staðan var 9-13. Akureyri jafnaði leikinn í 20-20 þegar átta mínútur voru eftir en þeir náðu aldrei að komast yfir. HK var skrefinu á undan og eftir æsispennandi lokamínútur innbyrti það tveggja marka sigur. Eftir að hafa talað við Akureyringa eftir leikinn er nokkuð ljóst að sjálfstraustið í liðinu er lítið. Liðið þarf að vinna Hauka í lokaumferðinni, á útivelli, að treysta á HK-sigur gegn FH til að komast í úrslitakeppnina. „Við byrjuðum skelfilega og komumst aldrei inn í leikinn. Við vorum sjálfum okkur verstir. Við erum ekki líklegir til að komast áfram eins og staðan er í dag. Það er stutt í næsta leik og við þurfum að gera eitthvað óvænt til að komast áfram,“ sagði þjálfarinn Rúnar Sigtryggsson. Kollegi hans hjá HK, Gunnar Magnússon, var stoltur eftir leik- inn. „Við leystum varnarleikinn okkar vel og við fórum þetta á klókindunum og smá reynslu. Vörn og markvarsla var frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Páskarnir voru erfiðir, það var mikið um veikindi og meiðsli og við gátum varla æft. Það er mik- ill léttir að vera kominn í úrslitakeppnina. Ég er búinn að vera fjögur ár hjá HK og að koma þessu liði í úrslitakeppnina er mikið afrek. Ég er mjög stoltur af þessu,“ sagði Gunnar sem hljóp í því út á flugvöll þar sem liðið fagnaði sigri alla leið í Kópavoginn. - hþh N1-DEILD KARLA: HK SPILAR Í ÚRSLITAKEPPNINNI EFTIR SIGUR Á AKUREYRI Í GÆR Mikið afrek að koma þessu liði í úrslitakeppnina HANDBOLTI „Liðið mætti gríðarlega vel undirbúið í þennan leik. Þvílík barátta frá fyrstu mínútu í vörn- inni,“ sagði Magnús Erlendsson sem varði 27 skot í marki Fram þegar liðið vann ansi mikilvægan sigur á Seltjarnarnesi í gær. „Við vorum gríðarlega tilbúnir. Við vorum aðeins ryðgaðir sókn- arlega en Grótta spilaði bara fant- avörn. Þetta var frábær leikur, við vorum bara ákveðnari,“ sagði Magnús sem hefur leikið sérlega vel eftir áramót. „Ég skeit á mig í síðasta leik og vildi ekki eiga tvo slaka leiki í röð svo ég kom vel undirbúinn í dag.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með sitt lið. „Ef við værum búnir að spila svona vörn í allan vetur þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þeir áttu engin svör við okkur, sama hvort við vorum fimm eða sex í vörninni. Þetta var frábært,“ sagði Einar sem hrósaði markverði sínum að sjálfsögðu í hástert. Framarar voru betri allan leik- inn í gær og voru tilbúnari í verk- efnið. Liðið er nú í næstneðsta sæti fyrir lokaumferðina með þrettán stig, einu stigi minna en Grótta en tveimur stigum á undan Stjörn- unni. Fram mætir Stjörnunni á fimmtudagskvöld í algjörum úrslitaleik. „Liðið sem vinnur kemst pott- þétt í umspil og ef það verða hag- stæð úrslit í leik Gróttu og Vals tryggir það sér sæti. Þetta er því allt eða ekkert leikur fyrir bæði lið,“ sagði Einar. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, segir að nánast allt hafi farið úrskeiðis hjá sínu liði. „Við vorum bara mjög lélegir. Framarar spil- uðu vel en þetta er samt enn í okkar höndum. Við erum enn í sjötta sæti og næsta markmið er að halda því. Við eigum Val á Hlíð- arenda á fimmtudag og verðum að ná í stig,“ sagði Geir. Sóknarleikur Gróttu í gær virk- aði tilviljanakenndur gegn öflugri vörn Framliðsins. Safamýrarlið- ið var mun beittara í öllum sínum aðgerðum og vann flottan og verð- skuldaðan sigur. - egm Magnús Erlendsson átti stórleik í marki Fram þegar liðið vann Gróttu í fallbaráttuslag 26-22 á Nesinu: Grótta átti engin svör gegn vörn Fram HARKA Það var ekkert gefið eftir á Nesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Snæfell sýndi allar sínar bestu hliðar er liðið kom í heimsókn í Vesturbæinn í gær og vann sætan útisigur. Snæfell er þar með komið með 1-0 forystu í rimmunni en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í sjálfa úrslita- rimmuna. Liðsheildin vann leik- inn fyrir Snæfell. Þeir áttu svör við öllu sem KR gerði og rúmlega það. „Mér fannst við vera betri í kvöld og það gekk nánast allt upp sem við ætluðum okkur,“ sagði sigurreifur Snæfellingur, Hlynur Bæringsson, eftir leikinn en hann átti enn einn stórleikinn fyrir Snæ- fell í gær. „Það hefur verið orðrómur yfir landinu að Pavel geti ekki skot- ið en hann vann okkur um dag- inn með skotum fyrir utan. Við ákváðum að setja pressu á hann og ekki gefa honum eitt né neitt. Leyfa honum að fá lítinn tíma og frið með boltann í höndunum enda er hann sterkastur þar. Er hávax- inn og sér yfir allt. Það gekk mjög vel upp.“ Það var rétt í fyrsta leikhluta sem KR hafði eitthvað í Snæ- fell að gera. Eftir það áttu gest- irnir leikinn. „Mér fannst við ná að sprengja þá vel upp. Þeir eru með mikla athygli á Sean og halda honum niðri. Það er samt fórnar- kostnaður í því og aðrir nýttu sér það vel. Svo fengum við frábær- ar mínútur frá strákum sem hafa verið að spila minna í vetur,“ sagði Hlynur og hafði lög að mæla. Fjöldi leikmanna Snæfells lagði lóð sín á vogarskálarnar í gær á báðum endum vallarins. Frábær liðsheild og samvinna hjá Snæfelli. Þeir héldu öllum leikmönnum KR nema Finni Atla og Jóni Orra niðri og Pavel lenti ítrekað í vandræðum og tapaði boltanum æði oft. „Við erum ekkert að missa okkur þó svo við höfum unnið fyrsta leik- inn. Við höfum áður komist yfir á móti KR en tapað. Við gleymum því ekki. Þetta var samt það sem þurfti.“ Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Við hentum þessu frá okkur í þriðja leikhluta er við lendum 15 stigum undir. Varnarleikurinn í seinni hálfleik var alveg ömurleg- ur,“ sagði Páll en hann fékk lítið framlag frá Brynjari sem hefur ekkert getað í úrslitakeppninni. Hann er þó ekki búinn að vera eins slakur og Tommy Johnson sem átti enn og aftur ömurlegan leik. Hitti ekkert, tók vond skot og er skelfi- legur liðsmaður sem gefur ekki boltann og virðist á stundum halda að hann sé einn í liði. „Hann var búinn að lofa mér því að standa sig vel í úrslitakeppninni en er engan veginn að gera það. Hann stóð ekki við stóru orðin sín og ég þarf að hugsa betur hvernig ég nota hann í næsta leik.“ henry@frettabladid.is Vopnin slegin úr höndum Íslandsmeistaranna Snæfell vann magnaðan og sannfærandi útisigur á KR, 84-102, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Snæfell sterkari á öllum sviðum og sló öll vopn úr höndum KR-inga sem áttu engin svör við leik þeirra. LITLI OG STÓRI Það er mikill stærðarmunur á leikstjórnendum KR og Snæfells – Pavel Ermolinskij og Sean Burton – en Burton hafði betur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Keflavík er komið í 1-0 í rimmunni við Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express- deildar karla eftir sigur, 89-78, í kaflaskiptum leik í Keflavík. Áhugaverður leikur fyrir margra sakir og ekki síst að þarna var mættur fyrrum þjálf- ari Keflavíkur til margra ára, Sigurður Ingimundarson, ásamt fleiri liðsmönnum þeirra blá- klæddu. Liðin héldust í hendur í fyrri hálfleik og aðeins munaði tveim- ur stigum á liðunum í leikhléi. Njarðvík var síðan sterkara í þriðja leikhluta og leiddi með fjórum stigum eftir hann. Heimamenn voru síðan miklu betri í lokaleikhlutanum sem þeir unnu með yfirburðum, 28-13. Þá áttu Njarðvíkingar engin svör við þeirra leik. Draelon Burns og Hörður Axel Vilhjálmsson fóru mikinn í liði Keflavíkur og Gunnar Einarsson var einnig sterkur. Nick Bradford, fyrrum leik- maður Keflavíkur, var sterkastur í liði Njarðvíkur á sínum gamla heimavelli en Magnús Þór Gunn- arsson fann sig ekki eins vel á parketinu í Keflavík. Liðin mætast að nýju í Njarð- vík á fimmtudaginn. - hbg Iceland Express-deild karla: Keflavík lagði granna sína MAGNAÐUR Burns var sterkur í liði Keflavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.