Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 4
4 6. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR KÖNNUN 65 prósent landsmanna segjast ánægð með störf Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Tæp fimmtíu prósent eru ánægð með Gylfa Magnús- son. Katrín Jak- obsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon koma næst á eftir utanþingsráð- herrunum, en 44 og 41 pró- sent aðspurðra eru ánægð með þeirra störf. 27 prósent lands- manna eru ánægð með störf forsætisráðherrans Jóhönnu Sigurðardóttur en um 56 pró- sent segjast óánægð með störf hennar. Fæstir eru ánægðir með störf Álfheiðar Ingadóttur, Jóns Bjarnasonar og Kristjáns Möller, eða í kringum 14 prósent. - þeb Þjóðarpúls Gallup: Utanþingsráð- herrar vinsælir SLYS Alvarlegur árekstur varð rétt norðan við Blönduós klukk- an hálffimm í gær þegar ökumað- ur jeppa á suðurleið lenti framan á fólksbíl sem var ekið norður. Fernt var í jeppanum en tvennt í fólksbílnum og voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, ein- hverjir með meiri háttar meiðsl. Tvennt var flutt með lögreglubif- reið. Fólksbifreiðin er gjörónýt en jeppinn mikið skemmdur. Mikil hálka og krapi var í umdæmi lögreglunnar á Blöndu- ósi í gær. Tilkynnt var um fimm umferðaróhöpp og var nokk- uð um að menn keyrðu of hratt miðað við aðstæður. - ve Bílslys á Blönduósi: Jeppi fór fram- an á fólksbíl RAGNA ÁRNADÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 19° 14° 9° 16° 18° 8° 8° 20° 13° 19° 27° 29° 3° 17° 16° 5°Á MORGUN Strekkingur með N- og SA-strönd annars hægari. FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. -1 -2 -7 0 1 2 4 6 3 3 1 16 13 8 5 5 10 16 16 16 9 16 6 43 3 5 2 3 2 2 3 SNJÓKOMA eða slydda er það sem einkennir veðrið víða um land í dag en á morgun verð- ur talvert bjartara á landinu sérstak- lega sunnanlands. Á fi mmtudaginn nálgast lægð úr suðvestri og þá dregur fyrir sólu sunnantil en verður bjart allra austast. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Tveir menn hafa viðurkennt aðild að líkamsárás á Ísafirði aðfaranótt skírdags. Líkamsárásin átti sér stað í gleðskap í heimahúsi. Maður var stunginn í andlitið og hlaut hann alvarlega áverka. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en var útskrifaður þaðan í gær. Hann var gestkomandi í bænum og hafði ætlað á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Annar árás- armannanna hafði verið í gæslu- varðhaldi en mönnunum hefur nú báðum verið sleppt. - þeb Maður hlaut alvarlega áverka: Tveir menn ját- uðu líkamsárás ELDGOS Ekkert ferðaveður var á Fimmvörðuhálsi í gær og var lítið um ferðir við gosstöðvarnar. Lög- regla og björgunarsveitarmenn drógu því úr gæslu. Að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, er ekki von á miklum straumi fólks í dag enda spáð slæmu veðri líkt og í gær. Hann gerir þó ráð fyrir því að ferðamannastraumurinn aukist þegar veður skánar og verður við- búnaður í samræmi við það. Aðspurður segir Sveinn að ótrú- lega lítið hafi verið um slys og óhöpp þrátt fyrir allan þann fjölda fólks sem hefur lagt leið sína að gosinu að undanförnu. „Ég myndi halda að þau væru í kringum tuginn,“ segir hann og nefnir hnémeiðsl, ökklabrot og slitinn lærvöðva sem dæmi. Hann brýnir þó fyrir fólki að búa sig undir breytilegt veður og láta vita af ferðum sínum áður en það legg- ur af stað upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið. „Það er mikilvægt að fólk fari ekki með því hugarfari að komast eins langt og það getur en láta svo bjarga sér ef í harðbakkann slær.“ - ve Um tugur fólks hefur slasast á ferðum sínum á Fimmvörðuháls: Vitlaust veður við gosstöðvarnar ÍRAK Ekkert fer á milli mála að bandarísku hermennirnir höfðu lítið tilefni til að gera árás á hóp manna á götu úti í Bagdad hinn 17. júlí árið 2007. Myndband, sem tekið var í tveimur bandarískum herþyrlum, sýnir vel hvað gerð- ist. Vefsíðan Wikileaks birti í gær myndbandið, sem Bandaríkjaher hefur ekki viljað gera opinbert. Árásin kostaði tólf manns lífið, þar á meðal tvo íraska frétta- menn á vegum fréttastofunn- ar Reuters, þá Nour El Deen og Saeed Chmagh. Einnig særðust tvö börn í árásinni. Af orðaskiptum mannanna í þyrlunum má heyra að þeim sýn- ast mennirnir á jörðu niðri bera vopn. Óljóst er á myndbandinu hvort einhverjir mannanna báru í raun og veru vopn, en augljóst virðist að eitt þessara meintu vopna er ljósmyndavél Noor El Deens. Enginn mannanna virðist gera sig líklegan til að munda vopn, heldur eru þeir hinir rólegustu úti á götu þegar árásin úr þyrlun- um hefst skyndilega. Allir menn- irnir létust nema einn, sem virð- ist illa særður. Stuttu síðar kemur lítil sendi- bifreið á vettvang og út úr henni stígur maður sem gerir sig líkleg- an til að aðstoða hinn særða, en þá gera bandarísku hermennirn- ir árás á ný. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær skýrði Kristinn Hrafnsson frétta- maður, sem er staddur í Írak, frá því að börnin höfðu verið í sendi- bílnum ásamt föður sínum, sem var að aka þeim til kennara. Hann hafi numið staðar til að aðstoða særðan mann við vegarbrúnina, en þá gerðu bandarísku hermenn- irnir aðra árás sem varð föður barnanna að bana og olli börnun- um tveimur alvarlegu tjóni sem þau eiga enn við að stríða. Eftir árásina hélt Bandaríkja- her því fram að mennirnir á þyrlunum hafi verið að bregðast við árás frá hópnum á jörðu niðri. Á hljóðrás myndbandsins má heyra að bandarísku hermennirn- ir kenna hinum látnu um að börn- in tvö særðust, því þau hafi verið tekin með á átakasvæðið. Á vefsíðunni kemur fram að Wikileaks hafi fengið mynd- bandið frá ónefndum heimildar- manni. Myndbandið var dulkóð- að, en á vegum Wikileaks tókst að opna dulkóðunina. Í lok myndbandsins kemur fram að Kristinn Hrafnsson, fréttamað- ur á Ríkisútvarpinu, Ingi Ragnar Ingason kvikmyndagerðarmaður og Birgitta Jónsdóttir þingmaður hafi unnið að gerð myndbandsins ásamt fleiri Íslendingum. Einnig er RÚV þakkað sérstaklega. gudsteinn@frettabladid.is Myndband af fjöldamorði Wikileaks birti í gær myndband frá Bandaríkjaher sem sýnir þegar hermenn felldu að tilefnislausu á ann- an tug manna á götu í Bagdad sumarið 2007. Hópur Íslendinga vann að útgáfu myndbandsins. ÚR MYNDBANDINU Hópur manna á götu úti í Bagdad þegar ráðist er á þá. Aðstoð barst með sendibifreið, en þá hefst árás á ný. MYNDIR/WIKILEAKS SONUR SYRGIR FÖÐUR SINN Sonur annars íraska fréttamannsins, Saeed Chagh, á vettvangi skömmu eftir árásina í júlí 2007. NORDICPHOTOS/AFP KULDALEGT Fáir ferðamenn voru á ferli við gosstöðvarnar í gær enda veður slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 31.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,1856 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,81 128,43 193,58 194,52 172,03 172,99 23,103 23,239 21,46 21,586 17,692 17,796 1,368 1,376 193,89 195,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.