Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 25
Söngkeppni framhaldsskólanna ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2010 5 ● STJÖRNURNAR FÆÐAST Í SÖNGKEPPNI FRAM HALDSSKÓLANNA Emilíana Torrini, Páll Óskar, Hreimur, Magni, Jónsi í Svörtum fötum, Birgitta Haukdal, Sverr- ir Bergmann, Margrét Eir, Regína Ósk, Alma úr Nylon, Selma Björnsdóttir og Auðunn Blöndal hafa öll tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskól- anna. Frægðarsól þessara einstaklinga hefur risið hátt eftir þátttöku í söngkeppninni sem er frábær stökkpallur til frekari frægðar. ● ÞJÓÐIN HEFUR 50% VÆGI Skapast hefur hefð fyrir því á undanförnum árum að leyfa almenningi að taka þátt í kosningu í gegnum síma og SMS í Söngkeppni framhaldsskólanna. Frá árinu 2005 hefur farið fram símakosning samhliða störfum dómnefndar og því hefur þjóðin helmingsvægi í vali á sigurvegurum keppninnar. Allir keppendur fá sitt eigin símanúmer sem almenningur getur svo kosið meðan á keppninni stendur. Það fylgir því mikið álag á símkerfi þegar símakosning fer fram og á síðasta ári voru send um tíu þúsund SMS. Forsvarsmenn Söngkeppninnar telja að búast megi við að sú tala muni líklega tvöfaldast í ár en hægt verður að kjósa frá því að fyrsta at- riði fer á svið og í 20 mínútur eftir lokakeppnisatriðið. Símakosningin gæti því spannað tvær og hálfa klukkustund sem gefur þjóðinni góðan tíma til að velja það sem henni líkar best. Með þessu móti er hægt að finna hinn gullna meðalveg milli þjóðar og dómnefndar. ● MR, MH OG FNV HAFA OFTAST UNNIÐ Keppt hefur verið í Söngkeppni framhaldsskólanna frá árinu 1990 en þá var það Fjölbrauta- skóli Suðurlands sem fór með sigur af hólmi, í fyrsta og eina skiptið. Þrír skólar hafa oftast unnið keppn- ina eða þrisv ar sinnum en það eru Menntaskól- inn við Hamra- hlíð, Menntaskól- inn í Reykjavík, og Fjölbrauta- skóli Norður- lands Vestra. ● BERMUDA ANNAST UNDIRLEIK Hljómsveitin Bermuda sér um undirspil í keppninni, annað árið í röð og verður flytj- endum til halds og trausts. Hljómsveitin var stofnuð í kringum menningarnótt árið 2004 en hana skipa Gunnar Þorsteinsson, trommur, Ingvar Alfreðsson, hljómborð, Pétur Kolbeins- son, bassi, Steinþór Guðjónsson, gítar og Íris Hólm, söngur. Sveitin á að baki eina plötu, Nýr Dagur, sem kom út árið 2007 en sveitin mun nýta sér tækifærið og frumflytja splunkunýtt lag á sjálfri Söngkeppninni. ● MR OG MH UNNU TVISVAR Í RÖÐ 32 skólar keppa í keppninni í ár en aðeins hafa tíu skólar unnið keppnina á þeim 20 árum sem hún hefur farið fram. Tvisvar hefur það gerst að sami skólinn hefur unnið keppnina tvö ár í röð. MR tókst það árin 1992 og 1993 en MH endurtók svo leikinn með sigri árið 1997 og 1998. ● TÍU ÁRA ALDURSMUNUR Á YNGSTA OG ELSTA KEPPANDA Kristmundur Axel sem keppir fyrir Borgarholtsskóla er yngsti keppandinn í keppninni, að- eins 16 ára. Kristmundur tekur lagið Heaven eftir Eric Clapton í nýrri útgáfu sem á íslensku kallast Komdu til baka. Honum til fulltingis er tónlistarmað- urinn Júlí Heiðar. Elsti kepp- andinn er hins vegar Berglind Fríða Steindórsdóttir sem er 26 ára ogsyngur bakraddir í lagi Emmu Lovísu hjá Iðn- skólanum í Hafnarfirði. ● SYSTKINI KEPPA GEGN HVORT ÖÐRU Systur og systkini keppa fyrir alls fjóra skóla í ár. Bryndís Elsa Guðjónsdótt- ir keppir fyrir Framhalds- skólann á Laugum með lagið Gravity. Bróðir hennar, Bjarni Kristinn Guðjónsson, syngur bakraddir í lagi Menntaskól- ans á Ísafirði. Systkinin Emma Lovísa Diego og Sigurjón Sindri Skjaldarbörn keppa einnig fyrir sitthvorn skólann. Emma Lov- ísa tekur þátt fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði en Sigurjón Sindri tekur þátt fyrir hinn nýstofnaða Framhaldsskóla í Mosfellsbæ. ● MAGNI TÓK ÞRISVAR ÞÁTT Magni Ásgeirsson tók þrisv ar þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna á sínum tíma. Fyrst fyrir Alþýðuskólann á Eiðum árið 1996 en þar tók hann lagið Wonderwall með Oasis. Ári síðar tók hann a f t u r þát t fyrir Mennta- skólann á Eg- ilsstöðum en söng þá lagið With or Wit- hout You með Írsku sveit- inni U2. Magni söng að lokum bakraddir fyrir félaga sinn þegar hann tók þátt í þriðja sinn. Fjölbr. Suðurnesja 900-2017 Verkmenntaskóli Austurlands 900-2018 Verzunarskóli Íslands 900-2019 Framhaldssk. á Húsavík 900-2020 Menntask. að Laugarvatni 900-2021 Landb.hásk. Íslands 900-2022 Menntask. í Kópavogi 900-2023 Kvennask. í Reykjavík 900-2024 KRIST INN ÞÓR SCHRAM REED HÖRÐUR ÁRNA SON HÖS KULDUR KOLBEINS SON HÖRÐ UR MÁR BJARNAR SON EYRÚN ÖSP OTT ÓS DÓTTIR JÓHANNA FANNEY HJÁLM ARSDÓTTIR WELDINGH HALL FRÍÐUR ÞÓRA TRYGGVA DÓTTIR ALEX ANDER HER MANNS SON KEPPENDUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA 2010 Fyrirtækið AM Events sér um Söngkeppni framhaldsskólanna frá a til ö, en þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið kemur að keppn- inni. Það eru þeir Andri Geirsson, Tindur Jensson, Einar Ben sem eiga og reka fyrirtækið, en það var stofnað í kringum keppnina árið 2007. Frá því hefur fyrirtæk- inu vaxið fiskur um hrygg og sér nú um framleiðslu á keppninni. „Á síðasta ári tókum við alfarið við framleiðslu og útsendingarmál- um á Söngkeppni framhaldsskól- anna. Fyrirtækið hefur því vaxið hratt á skömmum tíma,“ segir Einar Ben en markmið fyrirtæk- isins er að koma að fleiri þekkt- um viðburðum. „Við höfum haldið helstu viðburði í Háskóla Íslands fyrir Stúdentaráð en einnig höfum við verið í samningsviðræðum um að taka að okkur fleiri þekkta við- burði eins og SamFés, Skrekk og Músíktilraunir. Við teljum að það sé rökrétt þróun hjá okkur á næstu tveimur árum,“ segir Einar en bætir við að fyrirtækið stefni ekki að því í framtíðinni að flytja inn hljómsveitir eins og var svo vinsælt fyrir nokkrum árum. „Við höfum meiri áhuga á að taka við rótgrónum viðburðum sem ganga ágætlega og gera þá enn þá stærri og betri.“ Það hefur verið mikið að gera hjá þeim félögum að undanförnu en þeir hafa undirbúið sig vel og telja að söngkeppnin muni ná nýjum hæðum. „Undirbúningur fyrir keppnina hefur verið langur og góður sem gerir okkur kleift að takast á við þetta verkefni með sem bestum hætti. Í ár koma um 200 manns að Söngkeppni fram- haldsskólanna en rúmlega helm- ingur þeirra á launaskrá hjá AM Events sem sýnir hversu stór við- burðurinn er orðinn og á hvaða stall keppnin er komin.“ Í nógu að snúast hjá AM Events Þetta er fjórða árið í röð sem AM Events kemur að keppninni. Frá vinstri: Andri, Einar Ben og Tindur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þarftu að skerpa hugann fyrir prófin? Énaxin jurtablandan eykur einbeitingu og úthald! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum apótekanna ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI Stökkpallur fyrir rísandi stjörnur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.