Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 NÝ BRÁÐAMÓTTAKA verður opnuð í Fossvogi 8. apríl. Tvær stærstu bráðadeildir Landspítala sameinast þá í eina bráðamóttöku. Í framhaldi tekur hjartamiðstöð til starfa við Hringbraut þar sem áhersla verður á dag- og göngudeildarþjón- ustu auk bráðaþjónustu fyrir hjartasjúklinga á virkum dögum. Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Takmarkað magn af IQ-Care heilsudýnum og Proflex stillanlegum rúmum á sértilboði frá framleiðanda Proflex 2x80x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 339.900 - verð áður kr. 429.000 Proflex 2x90x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 349.900 - verð áður 459.000 Listh Fermingartilboð sjá www.svefn.is Patti húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 roma „Þetta var mjög naumt, ekki nema tveggja stiga munur,“ segir Haraldur Ingólfsson, liðsmaður Mammúta, sem urðu Íslandsmeist- arar í krullu eftir spennandi við- ureign við Garpa í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akur- eyri á dögunum. Þetta er þriðja árið í röð sem Mammútar sigra á Íslandsmóti og hafa þeir því orðið oftar Íslands- meistarar en nokkurt annað lið. Þá er Haraldur sá leikmaður í sínu liði sem hefur unnið til flestra verðlauna á Íslandsmótinu, tvisvar sinnum gull, silfur og brons. Átta ár eru síðan Haraldur fór að æfa með liðinu en hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni eftir aðeins eina æfingu. „Ég fór á opið hús í nóvember 2002 og fannst þetta svo skemmtilegt að ég mætti á allar æfingar þann veturinn. Síðan þá hef ég stundað íþróttina af ástríðu,“ segir hann og bætir við að ansi skemmtileg saga sé af því hvernig hún skaut rótum hér- lendis. „Þessi íþrótt er talin vera skosk að uppruna og hefur verið leikin að minnsta kosti frá 16. öld. Þrátt fyrir langa sögu var það þó ekki fyrr en 1998 sem hún varð að full- gildri Ólympíugrein. Áður voru þjóðirnar í alþjóðakrullusamband- inu 24 en 25 þurfti til að íþróttin yrði samþykkt sem ólympíugrein,“ segir Haraldur. Bandaríkjamenn sáu sér þá leik á borði og hvöttu Íslendinga til að gerast aðilar. „Þeir hrintu af stað söfnunarátaki fyrir búnaði handa okkur. Eftir það náðist að stofna krullunefnd og nú eru liðin tíu talsins hér fyrir norðan.“ Haraldur segir íþróttina aldrei hafa náð sömu fótfestu fyrir sunn- an. „Krulluíþróttin var stund- uð fyrir sunnan í tæpa tvo vetur, 2005-2007. Því miður voru ekki í boði hentugir tímar þannig að erf- itt var að halda uppi nægum fjölda iðkenda og fá inn nýtt fólk. Von- andi rætist úr því.“ Fram undan er svo Ice Cup-mót í apríl. „Það er endirinn á keppn- istímabilinu en þá höldum við heilt mót yfir helgi. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram og viðbúið að fjölmenni taki þátt, þar á meðal erlendir keppendur,“ segir Harald- ur, sem hlakkar til mótsins. roald@frettabladid.is Mammútar urðu krullu- meistarar í þriðja sinn Mammútar sigrðu naumlega í spennandi úrslitaleik í krullu sem fór fram í Skautahöllinni á Akureyri á dögunum. Haraldur Ingólfsson er liðsmaður í Mammútum og skemmti sér konunglega í leiknum. Vígreifir Mammútar. Frá vinstri: Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason og Sveinn H. Steingrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.