Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2010 — 79. tölublað — 10. árgangur Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka www.forlagid.is KEMST MAN. UTD. ÁFRAM? Á MORGUN KL. 18:30 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 512 5100 MAN. UTD. - BAYERN MÜNCHEN FASTEIGNIR.IS6. APRÍL 201014. TBL. Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin eru með reitinn á horni Lækjargötu og Austurstrætis til sölu en þar stendur Reykjavíkurborg fyrir enduruppbyggingu húsa sem skemmdust í eldsvoða 2007. V erið er að endurbyggja húsin í anda upprunalegs útlits. Uppbyggingin gengur vel og í samræmi við áætlanir verða eignirnar boðnar til sölu eða leigu. Hægt verður að afhenda húsin nýjum rekstrar-aðilum seint í haust. Saga og fortíð bygginga á reitnum á að skila sér, en þó þannig að húsin hafi fullt notagildi nútíma. Þetta er grunnurinn í verðlaunatillögunni um uppbyggingu og alls fyrirkomulags á reitnum sem atkitektastofurnar Gullinsnið, Studio Granda og Argos unnu.Byggingarnar sem um ræðir eru að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 og 2a. Austurstræti 22 var reist árið 1801 og var lengi meðal merkustu húsa bæjarins. Það var byggt sem stokkahús og kom tilsniðið til landsins. Í því var íbúð stiftamtmanns, aðsetur landsyfirréttar, prestaskóli, verslunarhús og veitingahús. Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum. Landsyfirréttarhús-ið að Austurstræti 22 sem byggt var af Ísleifi Einars-syni 1801-2, verður endurgert sem stokkahús og mun hafa allt yfirbragð frá blómaskeiði sínu eftir að Trampe greifi hafði endurbætt það verulega um 1807. Húsið við Lækjargötu 2 var byggt árið 1852 og er fyrsta sérhannaða hornhúsið í Reykjavík. Sigfús Ey- mundsson ljósmyndari, bóksali og athafnamaður bjó í húsinu og rak þar ljósmyndastofu um árabil. Þar hafa verið ýmsar verslanir, myndlistargallerí og veitinga- hús til húsa hin síðari ár. Húsið að Lækjargötu 2, sem byggt hefur verið í mörgum áföngum frá 1852 til 1980, verður hækkað um eina hæð, þ.e. byggð ný fyrsta hæð og eldri hlutar end- urgerðir ofan á hana. Lækjargata 2a, Nýja bíó, stóð á baklóðinni og var byggt sem bíóhús árið 1920. Það var þá stærsta sam- komuhús landsins með sæti fyrir 500 manns. Það brann árið 1998. Húsið var byggt í anda svokallaðs Jugend- stíls. Reist verður nýtt hús á bakhluta lóðar Austur- strætis 22 sem mun taka form sitt og yfirbragð að veru- legum hluta af Nýja bíói.Gert er ráð fyrir að nýir notendur og framtíðareig- endur innrétti húsin miðað við sínar þarfir. Öll húsin verða fullfrágengin að utan, en óinnréttuð að innan. Byggingar sem nú rísa á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis eru alls tæplega 2.500 m² að flatarmáli og rúmlega 9.000 m³ eða um tvisvar sinnum stærri en þær byggingar sem þarna stóðu fyrir brunann. Þar af er kjallari um 800 m², Lækjargata 2 ofan kjallara um 756 m², bakhús (Lækjargata 2b, Nýja bíó) ofan kjallara og með aðalstigakjarna um 724 m² og loks er húsið Austur- stræti 22 ofan kjallara með útbyggingu um 220 m². Metnaðarfull endurbygg-ing í takt við söguna Húsin á reitnum verða endurbyggð í anda upprunalegs útlits. Vel skipulagt 70,2 m2, 3ja herbergja raðhús á einni hæð með góðum garði við Grundar- tanga í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, þvottahús/geymslu, baðherbergi, stofu og eldhús. Timburverönd og sérgarður í vestur. V. 19,9 m. 4861 Grundartangi 54 - 270 MosfellsbæOpið hús í dag þriðjudag frá kl. 17:30 til 18:00 KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Opið hú s Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 NÝ BRÁÐAMÓTTAKA verður opnuð í Fossvogi 8. apríl. Tvær stærstu bráðadeildir Landspítala sameinast þá í eina bráðamóttöku. Í framhaldi tekur hjartamiðstöð til starfa við Hringbraut þar sem áhersla verður á dag- og göngudeildarþjón- ustu auk bráðaþjónustu fyrir hjartasjúklinga á virkum dögum. Patti húsgögnLandsins mesta úrval af sófasettum „Þetta var mjög naumt, ekki nema tveggja stiga muHarald þett Mammútar urðu krullu-meistarar í þriðja sinn Mammútar sigrðu naumlega í spennandi úrslitaleik í krullu sem fór fram í Skautahölli i dögunum. Haraldur Ingólfsson er liðsmaður í Mammútum og sk Vígreifir Mammútar. Frá vinstri: Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason og Sveinn H. Steingrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.ISumræða 20 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Söngkeppni framhaldsskólanna veðrið í dag Ævintýri líkast Séra Hjálmar Jónsson fékk að prófa nýja gerð af Mercedes Benz á kapp- akstursbraut í Frakklandi. fólk 26 Strekkingur eða hvassviðri vest- antil á landinu en hægari vindur austantil. Snjókoma norðan- og vestanlands en slydda eða rigning austantil. Dregur úr úrkomu og vindi þegar líður á daginn. veður 4 1 -1 1 3 4 LANDBÚNAÐUR „Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegn- um lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin á milli kaupanda og selj- anda,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúa- bænda. Heildarskuldir kúabænda eru metnar um 44 milljarðar króna. Þau bú sem verst standa eru talin eiga um fimmtán prósent af 116 milljóna lítra ársframleiðslu. Hver lítri mjólkurkvóta er í dag metinn á um 250 krónur svo um milljarða hagsmuni er að tefla. Kúabændur telja nauðsynlegt að koma á fót uppboðsmarkaði með mjólkurkvóta og sendu frá sér ályktun þessa efnis eftir aðalfund sambandsins nýlega. Ástæðan er að 120 til 140 kúabú eiga í veru- legum eða miklum fjárhagserfið- leikum. Kúabú hér á landi eru um 700 alls og 75 til 80 þeirra eru upp á náð og miskunn viðskiptabanka og annarra lánardrottna komin. Til þess hefur ekki komið enn þá að bú hafi verið yfirtekin en LK telur slíkt óumflýjanlegt, verði ekki brugðist við skuldavandan- um með „raunverulegum lausn- um“ frá hendi lánastofnana, eins og Sigurður kemst að orði. Félag ungra bænda hefur tekið undir með LK um að mikilvægt sé að „allt greiðslumark komi á markað nú þegar að mikil hætta er á að bankastofnanir eignist bú skuldsettra bænda og geti farið að ráðstafa greiðslumarki út úr bönkunum líkt og öðrum eignum án auglýsingar eins og dæmin sanna,“ eins og segir í ályktun. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu kúabænda og þeirri hættu að kvóti færist frá viðkomandi jörð með tilheyrandi byggðaröskun og samþjöppun mjólkurkvóta á fárra manna hendur. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld leggist yfir það hvort eðlilegt sé að grípa inn í, jafnvel með miðlægum kvóta- markaði. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir það til skoðunar innan ráðuneyt- isins hvernig megi útfæra mark- að með mjólkurkvóta. „Við eigum í viðræðum við hagsmunaaðila um hvernig má nálgast þetta, en það væri ofsagt að það sé með skipu- lögðum hætti enn þá.“ - shá Bændur óttast að útvaldir fái mjólkurkvóta Um áttatíu kúabændur eru upp á náð og miskunn lánardrottna komnir. Fleiri í verulegum fjárhags- erfiðleikum. Bændur vilja að allur mjólkurkvóti gjaldþrota kúabúa verði settur á uppboðsmarkað. UTANRÍKISMÁL Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um fundi samninganefnda Íslendinga, Hol- lendinga og Breta vegna Icesave. Búist er við að Gordon Brown rjúfi breska þingið í dag og boði til kosn- inga í byrjun maí. Það setji mönn- um þröngar skorður hvað varðar samninga. Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, situr í samninganefnd Íslend- inga. Hann segir menn hafa verið í samskiptum en engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Það liggur ekki fyrir hvenær eiginlegar viðræður geta hafist. Það hafa verið samtöl á milli manna og þess er jafnvel að vænta að það ráðist á allra næstu dögum hvort og hvenær af samn- ingum verður.“ Fregnir bárust af því um helg- ina að Hollendingar og Bretar hefðu fallið frá einhliða fyrirvör- um fyrir viðræðum. Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir það oftúlkun á stöðunni. Engar nýjar fréttir séu af málinu, en vonast sé til að enn sé svigrúm til samninga. „Það væri augljós- lega betra að þetta gæti gerst sem allra fyrst, ef eitthvað á að reyna við þetta áður en hann dettur alveg inn í kosningar,“ segir Steingrím- ur og vísar þar til Gordons Brown. Hann vonast til að það takist. - kóp Fyrirhugaðar kosningar í Bretlandi og Hollandi setja mönnum skorður: Engir fundir á dagskrá um Icesave HRAUNFOSS Í HVANNÁRGILI Hraun frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi fór að flæða niður Hvannárgil á laugardagskvöld. Þúsundir manna lögðu leið sína að eldstöðvunum um páskana. Í gær versnaði veður og voru þá fáir á ferli. milljarðar króna eru samanlagðar skuldir um 700 kúabúa í landinu. Það svarar til 63 milljóna að meðaltali. LANDSSAMBAND KÚABÆNDA 44 Meisturunum skellt Snæfell lagði KR á útivelli er liðin mættust í undanúrslit- um úrvalsdeildarinnar í gær. Kefl avík vann Njarðvík. íþróttir 20 Ný listahátíð Jónsvaka, listahátíð fyrir unga fólkið, verður haldin í fyrsta sinn í júní. fólk 26 M YN D /B R JÁ N N B A LD U R SS O N fréttir 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.