Fréttablaðið - 08.04.2010, Page 26

Fréttablaðið - 08.04.2010, Page 26
 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR2 Hönnunarveislan HönnunarMars er nýafstaðin en þar sýndu íslenskir hönnuðir vörur sínar á hinum ýmsu uppákomum. Ein þessara uppákoma var Popup-verslun sem opnuð var í gamla Saltfélagshúsinu við Granda- garð og þar sýndi Erna Skúladótt- ir hönnun sína. Erna hefur hann- að skartgripi úr postulíni sem hún kallar Veðramen. „Innblásturinn að skartgripun- um sótti ég í veðrið en það hefur svo mikil áhrif á okkur,“ útskýr- ir Erna en Veðramen eru þrjár línur sem heita Regn, Snjór og Ís. „Veðrið getur verið afskaplega öfgakennt, og breyst úr brjáluðum stormi í blíðskaparveður á nánast augabragði. Ég vildi fanga þá feg- urð sem er í loftinu þegar veðr- ið er stillt og rólegt. Snjórinn er allt í kringum mann eða jafnvel smá rigning og rómantíkin nánast áþreifanleg,“ útskýrir Erna. Talsverð umferð var af fólki gegnum Popup-markaðinn á HönnunarMarsinum og segir Erna vel hafa gengið og að áhug- inn á íslenskri hönnun sé mikill. „Stemningin var mjög skemmti- leg. Það voru bara allir svo spennt- ir og glaðir og svo gaman að hitta allt fólkið sem var á ferðinni um markaðinn.“ Skartgripalínan er lokaverkefni Ernu úr mótun í Myndlistaskóla Reykjavíkur og er seld í verslun- inni Aurum í Banskastræti. Erna er nú í árs fríi frá námi en stefnir á Listaháskóla í Bergen í Noregi í haust. Þessa dagana vinnur hún að nytjahlutum úr postulíni en getur vel hugsað sér að vinna frekar með skart. „Ég hef alltaf verið glingur- gjörn gegnum tíðina og á mikið af skarti sjálf. Ég held örugglega áfram að hanna skartgripi og fer jafnvel í frekara nám tengt því. Í hönnun skartgripa er hægt að leyfa sér svo margt, þeir eru eins og not- hæfur skúlptúr.“ heida@frettabladid.is Fjúk um háls og herðar Íslensk náttúra verður íslenskum hönnuðum og listafólki gjarnan uppspretta hugmynda. Í skartgripalín- unni Veðramen hefur óstýrilát veðráttan verið steypt í postulín. Erna Skúladóttir stefnir á frekara kera- mik nám í Listaháskólanum í Bergen í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslensk náttúra hefur löngum verið listafólki innblástur. Ís eða jökull um hálsinn en Veðramen Ernu eru innblásin af íslenska veðrinu. Ingibjörg Skúladóttir, litla systir hönnuðarins, er fyrirsæta. MYND/ERNA SKÚLADÓTTIR RAUÐUR KJÓLL sem fyrirsæta klæðist í Special K auglýsingu Kellogg’s vakti svo mikla athygli tískumeðvit- aðra áhorfenda að ákveðið hefur verið að selja svona kjóla í verslunarkeðjunni Marks & Spencer. Tískuhönnuðurinn Erdem Moralioglu hlaut vegleg verðlaun á dögunum. Erdem Moralioglu er þrítugur breskur tískuhönnuð- ur sem hefur vakið athygli að undanförnu. Þannig hlaut hann til að mynda verðlaun breska tískuráðsins á dögunum og þar með 200 þúsund punda verðlaunafé sem hinn ungi hönnuður getur notað til að þróa áfram tískumerki sitt. Erdem Moralioglu fæddist í Kanada 1977. Faðir hans er Tyrki en móðirin bresk og Erdem ólst upp í Montreal og Birm- ingham. Hann stund- aði listnám áður en hann fékk stöðu hjá Vivi- enne Westwood þar sem hann fann sína sönnu köllun í tískuiðnaðinum. Hann nam við konunglega lista- háskólann í London en eftir útskrift starfaði hann fyrir Diane Furst- enberg í New York. Hann stofnaði eigið tískumerki sitt, Erdem, árið 2005. Klæðnaður Erdem einkennist af litríkum mynstrum en hann fær innblástur frá þeim fjöl- mörgu löndum og menningar- heimum sem hann kynntist með fjölskyldu sinni sem barn. Meðal viðskiptavina Erdem eru Michelle Obama, Sarah Brown, Samantha Cameron, Tilda Swinton, Nicole Richie og Claudia Schiffer. Erdem verðlaunaður Erdem Moralioglu. Skræpóttur samfestingur úr haustlínu Erdem 2009. Fagur kóngablár kjóll frá Erdem. Kr. 2.193,- Kr. 1.293,- Sjá nánar á www.enskafyriralla.is Enskuskóli Erlu Ara Enskunámskeið í Hafnarfi rði fyrir fullorðna. Fimm vikna vornámskeið sem hefjast þann 12. apríl. Einnig stendur yfi r skráning í námsferðir til Englands. Í boði eru bæði ferðir fyrir unglinga og fullorðna Skráning í síma 8917576 og erlaara@simnet.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Gallapils kr. 5.900 Langermabolur kr. 2.900 Margir litir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.