Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 32
 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR24 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármála- ráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki við völdin. Fjöldi rangra ákvarðana var tek- inn á síðustu árum sem olli því að efnahagshrunið varð verra en ella. Að mati rannsóknarnefndar- innar var tónninn strax sleginn með einkavæðingu bankanna, þegar pólitísk sjónarmið voru látin ráða ferðinni frekar en þau faglegu. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem tók við völdum árið 1999, hafði á stefnu- skrá sinni að einkavæða bankana. Það var gert og ekki liðu sex ár þar til efnahagur bankanna – og landsins um leið – hrundi. Alþingi samþykkti í maí 2001 að selja hlut sinn í Búnaðarbanka og Landsbanka Íslands. Áður hafði hlutur ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins verið seld- ur, en hann varð síðar sameinað- ur Íslandsbanka. Ætlunin var að ríkið hyrfi úr allri bankastarf- semi. Lögin voru einföld, ein setning: „Heimilt er að selja hlutafé ríkis- sjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.“ Engin ákvæði voru um hvernig að þeirri sölu skyldi staðið eða hvaða kröfur yrðu gerðar. Valgerður vann Davíð Framkvæmdarvaldinu var þannig gefið autt spil um hvernig standa skyldi að málum. Valgerður Sverris dóttir, þáverandi iðnað- arráðherra, viðurkenndi í yfir- heyrslu nefndarinnar að líklega hefði umboðið verið of opið. Það hefði þó verið „barn síns tíma, framkvæmdarvaldið var náttúru- lega mjög dóminerandi í þinginu á þeim tíma“. Stjórnin lagði því línurnar, en stjórnarflokkarnir voru ekki sam- stiga. Framsóknarflokkurinn vildi selja í báðum bönkum í einu, Sjálf- stæðisflokkur láta Búnaðarbank- ann bíða. Valgerður vann rifrild- ið við Davíð „og þótti það nú ekki leiðinlegt“ eins og hún sagði við nefndina. Framan af var krafan um dreifða eignaraðild áberandi, auk þess sem í hvorum banka fyrir sig skyldi verða kjölfestufjár- festir. Það var tiltölulega nýtt orð í íslenskri tungu og þarfn- aðist skýringar við. Hann er sá sem „hefur þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu“ sagði iðnaðarráðherra í grein. Kjöl- festufjárfestir gæti þannig aukið styrk bankans og gefið honum ný sóknarfæri. Samson ræður ferðinni Sú krafa breyttist hins vegar þegar fjárafestingarhópur sýndi áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum. Hópurinn, sem síðar varð Samson, sendi tilboð til framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu í júní 2002. Þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magn- ús Guðmundsson vildu kaupa 33,3 prósent af hlutafé bankans og kauprétti að 10 prósentum heild- arhlutafjár á næstu tveimur árum, samtals 43,3 prósentum. Áhugi stjórnvalda var vakinn og skipti þá litlu að Samson-menn höfðu enga reynslu af bankarekstri og féllu því ekki undir skilgrein- inguna um kjölfestufjárfesti. Af heimildum nefndarinnar að ráða leiða bréfaskriftir Samson-manna til þess að breyting varð „sem fól í sér verulega rýmkun frá fyrri kröfum“ varðandi þekkingu kjöl- festufjárfestis á bankarekstri. Eins og sést hér til hliðar lýsti Steingrímur Ari Arason því yfir við nefndina, að hann hefði sagt sig úr einkavæðingarnefndinni vegna óeðlilegrar fyrirgreiðslu við Sam- son. Þeir hefðu fengið upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupin. Þá má nefna að fyrirtækið HSBC, sem var ríkisstjórninni til ráðgjafar, sendi starfsmanni einkavæðingarnefndarinnar tölvu- bréf 29. ágúst 2008. Í því er lýst möguleikum til að hagræða mats- viðmiðum á þann hátt að tryggt sé að „preferred party“, sá aðili sem vilji stendur til að selja, komi vel út úr matinu. 70 prósent að láni hjá Kaupþingi S-hópurinn keypti Búnaðarbank- ann í gegnum fyrirtækið Eglu. Alls fengust 35 prósent kaupfjár að láni hjá Landsbankanum og er það vel innan þeirra viðmiða sem sett voru. Skýrsluhöfundar benda þó á að ekki var sett bann við því í kaupsamningi að kaupendur legðu hin keyptu hlutabréf að veði vegna lánsfjármögnunar. Hins vegar voru settar tímabundnar takmark- anir á því hvenær heimilt yrði að gangast að þeim veðum. Niðurstaða nefndarinnar er hins vegar sú að tvær síðari greiðslur Samson, af þremur, til greiðslu á kaupunum hafi fengist að láni hjá Kaupþingi. „Þessar greiðslur námu samanlagt um 70 prósentum af kaupverði bankans eins og það varð endanlega að teknu tilliti til uppgjörs á samningsbundnum frá- dráttar- og afsláttarliðum.“ Samkvæmt kaupsamningi skyldi eiginfjárhlutfall kaupverðsins vera 34,5 prósent. Stjórnin lagði línurnar Niðurstaða nefndarinnar er að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að eignaraðild varð ekki dreifðari í bönkunum en raun ber vitni. Einkavæðingin hafi „á vissan hátt gefið tóninn fyrir það hvernig skipulag eignarhalds varð á íslenskum fjármálamarkaði“. Heimild Alþingis um sölu bank- anna hafi verið allt of víð og of mikið vald sett í hendur fram- kvæmdarvaldsins. Reyndin hafi því verið sú að pólitík hafi ráðið ferðinni en ekki faglegt mat. Ákveðið hafi verið að selja báða bankana í einu þrátt fyrir óhag- stæðar aðstæður á markaði. Kröf- ur og viðmið stjórnvalda hafi reynst óstöðug. Þá hafi pólitísk markmið ríkis- stjórnarinnar um sölu bankanna stýrt ferð. Drífa hafi þurft í mál- inu fyrir lok kjörtímabils, hvað sem aðstæðum leið. kolbeinn@frettabladid.is Pólitík réði frekar en fagmennska INNAN VIÐ SEX ÁR Ekki liðu sex ár frá því að bankarnir voru einkavæddir þar til þeir hrundu og drógu efnahag landsins með sér í fallinu. Samson keypti Landsbankann í október 2002 og S-hópurinn, í gegnum Eglu, Búnaðarbankann í nóvember sama ár. [V]ið töldum að það væri bara langt liðið á kjörtímabilið og þetta var stefnan að selja bankana og því ekki að leita eftir áhuga- sömum aðilum til að kaupa þá. Það má vera gagnrýnivert en þetta var samt niðurstað- an að gera þetta með þess- um hætti og það er rétt sem hefur komið fram að það var fyrst og fremst Framsóknar- flokkurinn sem þrýsti á það. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR FYRRUM IÐNAÐARRÁÐHERRA, HJÁ RANN- SÓKNARNEFNDINNI. Fjárfestingar í stóriðju jukust til muna á fyrsta áratug aldarinnar. Það skýrist, eðli málsins samkvæmt, fyrst og fremst með virkjuninni við Kárahnjúka, sem var risavaxin framkvæmd. Henni fylgdi álver Fjarðaáls í Reyðarfirði og tengdar framkvæmdir. Árið 2002 voru fjárfest- ingar í stóriðju um 4 milljarðar króna, á verðlagi ársins 2000. Þær fóru í tæpa 30 milljarða króna fjórum árum síðar. Í skýrslunni segir að augljóst hafi verið að þessar framkvæmdir myndu auka á þenslu í samfélaginu. Stóriðjufjárfestingarnar hafi verið mjög miklar í hlutfalli við verga landsfram- leiðslu og ljóst að verulega reyndi á stöðugleika efnahagslífsins á framkvæmdatímanum. „Hér er um vel þekktan eftirspurnarskell að ræða sem ljóst var að yki verulega á þenslu ef ekkert væri að gert.“ Því hefði verið tilvalið að beita aðgerðum í ríkisfjármálum til mótvægis. Olía á eldinn Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að bregðast við þenslunni á réttan máta. Þvert á móti hafi hún gripið til aðgerða sem virkuðu eins og olía á eldinn. Ákvarðanir um skatta- lækkanir hafi verið teknar í trássi við ráðlegg- ingar sérfræðinga. Tekjuskattur einstaklinga var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007. Stefnt hafði verið að lækkun um tvær pró- sentur síðastnefnda árið, en horfið var frá því haustið 2006. Þá var virðisaukaskattur ýmissa vara lækkaður skömmu fyrir kosningarnar 2007. Þetta hafi verið gert gegn ráðum Seðla- banka Íslands, OECD og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Nauðsynlegur samdráttur í ríkisút- gjöldum hafi ekki fylgt í kjölfarið og því hafi lækkanirnar ýkt ójafnvægi í hagkerfinu. Gegn betri vitund Nefndin telur ámælisvert að ákvarðanirnar voru teknar gegn betri vitund. Það sé dæmi um að ekki hafi nægilega verið vandað til ákvarðana um hagstjórn hér á landi á síðustu árum. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra þegar umræddum skattalækkunum var hrint í framkvæmd, sagði í yfirheyrslum hjá nefndinni að hann mæti það svo að tímasetning þeirra hefði verið óheppileg. Hún gæti verið sem olía á eldinn og aukið ofþenslu. Af skattalækkununum varð, þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða. Mat nefndarinnar er að ástæðan sé sú að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga sem snerust „með mjög furðulegum hætti upp í kapphlaup um skatta- lækkanir,“ eins og Geir sagði í yfirheyrslu hjá nefndinni. - kóp Aukið á þenslu vegna stóriðjunnar með skattalækkunum RÁÐHERRAR Davíð Oddsson var forsætisráð- herra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar ákvarðanir um skattalækkanir voru teknar mitt í þenslutíma. Nefndin telur það hafa verið slæmt fyrir efnahagslífið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefndinni á sínum tíma. Samkvæmt skýrslu hans hjá rannsóknarnefndinni taldi hann ákveðið fyrirfram að Samson fengi að kaupa Landsbank- ann. Kornið sem fyllti mælinn var fyrirvari Sam- son um mis- munandi mat á útlánum bankans. „[M]ér fannst það ekki bara viðeigandi að ríkið sem minni- hlutaaðili, auðvitað sem sagt ráðandi aðili en sem minni- hlutaaðili í bankanum sko færi að veita mögulegum kaupanda aðgang að þessum upplýsingum, hugsið ykkur, þetta eru viðkvæm- ustu upplýsingar sem eru innan bankans, það er staða stórra aðila sem að mögulega þarf að afskrifa. Og hvers vegna? Vegna þess að menn höfðu ekki passað nógu vel upp á það o.s.frv. Þannig að mér fannst þetta í alla staði bara sem sagt fráleitt.“ Sagði af sér STEINGRÍMUR ARI ARASON Í stjórnarsáttmálanum 2003 var kveðið á um hækkun hámarkslána- hlutfalls Íbúðalánasjóðs í 90 pró- sent. Þetta hafði verið kosningalof- orð Framsóknarflokksins. Auk þess að hækka hlutfallið voru hámarks- lánin hækkuð úr 9 milljónum króna í 15,4 milljónir króna. Upphaflega átti að ráðast í aðhaldsaðgerðir samhliða þessu; veita húsnæðislán aðeins gegn fyrsta veðrétti og stytta hámarkslánstímann úr 40 í 30 ár. Nefndin segir þetta hafa aukið á þensluna og hafa verið þvert gegn ráð- leggingum Seðlabankans og fleiri sérfræðinga. Þessu hafi fjármálaráðherr- ann þáverandi, Geir H. Haarde, gert sér grein fyrir. Hann hafi engu að síður samþykkt aðgerðirnar; annars hefði stjórnin ekki orðið að veruleika. „Aðhaldshlutanum var samt sem áður sleppt og það þrátt fyrir þá skoðun þáverandi fjármálaráðherra að það væri verulega varasamt. Hann taldi hins vegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum. Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi.“ Völdin keypt ÁRNI MAGNÚSSONGEIR H. HAARDE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.