Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI RANNSÓKNARSKÝRSLAN Ríkisstjórn, stjórnsýsla og bankarnir fá fallein- kunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út í gær. Þrír ráð- herrar, þrír seðlabankastjórar og for- stjóri Fjármála eftirlitsins eru sakaðir um að hafa gert mistök og sýnt van- rækslu í starfi. „Það gekkst enginn þeirra við ábyrgð,“ sagði Páll Hreinsson, formað- ur rannsóknarnefndarinnar, á blaða- mannafundi í gær, spurður út í þá stjórnendur sem komu fyrir nefndina. Í allt gáfu 147 manns skýrslu. Ráðherrarnir þrír eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, og Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Sá síðastnefndi situr enn á þingi. Hann sagði af sér sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar í gær. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar,“ segir Björgvin. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármála eftirlitsins, er sagður hafa sýnt af sér andvaraleysi gagnvart því að koma nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar. Nauðsynlegan slagkraft hafi skort í störf stofnunarinnar við að halda fjár- málafyrirtækjunum að lögum. Í skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti kemur fram að sá hópur sem stýrði bönkunum hafi fallið í nánast allar þær freistingar sem á vegi hans urðu. „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun og áhætta hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil, þónokkuð fyrir fall þeirra,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir nefndarmaður í gær. Eigendur allra stóru bankanna fengu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé í eigin bönkum, að því er virð- ist í krafti eignarhalds síns. Helstu eigendur stærstu bankanna þriggja, og Straums-Burðaráss, voru meðal stærstu lántakenda. Baugur og félög tengd honum voru stærstu lántakendur Glitnis. Vöxtur hljóp í útlán bankans á árinu 2007 þegar stjórnarskipti urðu í honum og aðilar tengdir Baugi og FL Group juku við eignarhlut sinn. Lán til Baugs og tengdra félaga námu 250 milljörðum eða um 70 prósentum af eiginfé bankans. Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, var jafnframt næststærsti skuldari bankans. Robert Tchenguiz, hlut- hafi og stjórnarmaður, var sá stærsti. Exista skuldaði bankanum 200 milljarða þegar hann féll. Björgólfur Thor Björgólfsson og félög tengd honum voru stærstu skuld- arar Landsbankans og Björgólfur Guðmundsson þriðji stærsti. Skuldir þeirra námu vel yfir 200 milljörðum, sem var meira en eigið fé bankans. Nefndin hefur afhent ríkissaksókn- ara lista yfir mál og málaflokka sem hún telur að þarfnist sakamálarann- sóknar. Sjá síðu 2 til 26 13. apríl 2010 — 85. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Bókin heitir Hvorki meira né minna og hentar þeim sem er umhugað um heilsuna, einkum þeim sem eru í fráhaldi,“ útskýr- ir Fanney Rut Elínardóttir, sem hefur gefið út fyrstu íslensku matreiðslubókina þar sem alfar- ið er sneitt fram hjá sykri, hveiti og sterkju.Fanney Rut gerði róttækar breytingar á sínu mataræði fyrir ári en hún var haldin matarfíkn á háu stigi. „Ég fékk nóg og tók málin í eigin hendur, komin langt yfir kjörþyngd, pirruð og orku- laus.“ Eftir að Fanney breytti mat- aræðinu grenntist hún um 40 kíló. „Lundin er líka léttari; systkinum mínum finnst ég alla vega hress- ari,“ segir Fanney og hlær og bætir við að hún sé sömuleiðis orkumeiri en áður.Fanney Rut viðurkennir að snúningurinn hafi þ átakala Hentar fólki í fráhaldi Fanney Rut Elínardóttir var haldin matarfíkn á alvarlegu stigi en sneri við blaðinu og leitaði sér hjálpar. Hún tók mataræðið meðal annars í gegn og hefur nú gefið út bók með uppskriftum að hollum réttum. Fanney Rut Elínardóttir fer eftir sérstöku kerfi sem hentar vel fólki í fráhaldi og miðar að því að borða vel úti látnar og léttar mál- tíðir þrisvar sinnum á dag. Hver máltíð er vigtuð og þannig borðar Fanney Rut hvorki meira né minna en kerfið segir til um.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bláberjapönnukaka 1 egg 30 g sojahveiti3 msk. vatn¼ msk. matarsódi1 msk. Canderel2 ½ dl bláber, frosin eða fersk 1-1 ½ dl skyr.is með vanillubragði frá MSBlandið öllu vel saman, nema bláberjunum og skyrinu. Hitið olíu á vel heitri pönnu, hellið blöndunni á pönnuna og lækkið niður í miðlungs hita. Stráið tæplega helmingnum af bláberjunum ofan á pönnukökurnar þegar endarnir eru byrjaðir að bakast í gegn og steikið pönnukökuna áfram í um það bil 1 mín. Snúið pönnu-kök- unni við og bakið hana í um það bil 3 mín. til viðbótar. Bláberjahliðin er ekk- ert sérlega falleg og því er skemmtilegra að snúa henni niður þegar pönnukakan er sett á diskinn. Berið þessa dásamlegu bláberja-pönnuköku fram með vanillu-sk DÓ OG FÓR TIL HIMNA fann ekkertog þ VERÐ SKÓLAMÁLTÍÐA var misjafnt vorið 2009. Í nýlegri könnun kemur í ljós að meðalverð skólamáltíða yfir landið var 279 krónur. Hæsta verð á skólamáltíð var 500 krónur og í einum skóla var skólamáltíðin nemendum að kostnaðarlausu. Athyglisvert er að mismunandi verð var fyrir skólamáltíð innan sama sveitarfélags. Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettumnÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM50%afslátturaf völdum vörum Hornsófar, tungusófarsófasett, rúm, borðstofusett ofl. aðeins í eina vikutakmarkað magn gildir til 20. april Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 1 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur-frelsi og nýir möguleikarEinfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri SÉRBLAÐ með Fréttablaðinu Allt ÞRIÐJUDAGUR Sjálfstæðismenn fengu mest Tíu þingmenn fengu 100 milljónir eða meira að láni frá bönkunum fréttir 6 Inngrip hefði kostað málaferli Geir H. Haarde segir að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu fréttir 14 Eigendurnir veiktu bankana Viðskiptabankarnir þrír lánuðu eigendum hundr- uð milljarða króna. fréttir 20 ÞUNGAR ÁVIRÐINGAR Nefndarmennirnir þrír, Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, ásamt vinnuhópi um siðferði og starfshætti, sem Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir skipuðu, fóru hörðum orðum um stjórnsýsluna, stjórnmála- og viðskiptalífið á blaðamannafundinum í Iðnó í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Útivistarleikur Homeblest & Maryland Leynist vinningur í pakkanum þínum! Heiðarleika Veljum framboð um H-lista í vor Ólafur F. Magnússon greiðir auglýsinguna skoðun 28 Segja má að sá hópur sem stýrði bönkunum hafi fallið í nánast allar þær freistingar sem á vegi hans urðu.“ ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR Enginn gekkst við ábyrgð Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í gær. Ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjóri FME eru sakaðir um mistök og vanrækslu í starfi. Stærstu hluthafar bankanna fengu óeðlilegan aðgang að lánsfé.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.